Welcome, Guest
Username: Password: Remember me
  • Page:
  • 1

TOPIC: Shell kortin.

Re:Shell kortin. 15 years 7 months ago #609

Sæll Pétur
Bæði þú og klúbburinn fáum umsamdan afslátt þegar við verslum hjá Shell.
það er einn galli á þessu korti okkar Gaflara að það virkar ekki í sjálfsölunum.
Við verðum að fara inn og greiða hjá afgreiðslufólkinu og þá kemur afslátturinn.
Það er von á nýju kerfi frá Shell á næsta ári og þá opnast margir möguleikar í viðbót. Það er einn félagi okkar sem vinnur hjá Shell og kom að þessum samningi okkar og ef við fáum ekki umsamin kjör þá eigum við greiða leið að þeim í gegnum félagann. Svo það er um að gera að nota kortið okkar.

Gulli, gjaldkeri
The administrator has disabled public write access.

Shell kortin. 15 years 7 months ago #608

Sælir félagar.

Þar sem ég er mikill áhugamaður um hækkandi og þó aðallega lækkandi eldsneytisverð eins og svo margur að þá hef ég séð að best finnst mér að versla við Shell og nota F4x4 kortið og fá afslátt þar. Svo þegar ég fékk Gaflarakortið sá ég að Gaflarar fá 1 kr af hverjum seldum líter í sinn vasa. Fannst mér þetta því borðleggjandi gott dæmi fyrir klúbbinn. Fór því á mínum fjallatrukk og keypti dísil fyrir aðeins 14.000 kall +. Reiddi svo fram kortið góða til að fá afslátt, en ekkert gerðist, fékk bara að borga fullt verð og ekkert múður. Og þá varð mér hugsað til krónunar góðu handa klúbbnum. Er klúbburinn að fá sinn skammt við fyllingu hjá okkur gegnum kortið eða er Shell bara að plata okkur (mig) og senda langt nef eins og venjulega. Tók því upp F4x4 kortið aftur næst og afsla´tturinn mættur á nýjan leik.

Spyr því hvern þann sem er betur að sér í þessu máli, þarf ég að gera eitthvað áður en ég nota kortið til að fá afsláttinn eða er kortið bara ekki að virka, eða er ég bara að misskilja þetta allt frá A-Ö

Kv
Pétur
The administrator has disabled public write access.
  • Page:
  • 1
Time to create page: 0.140 seconds