Welcome, Guest
Username: Password: Remember me
  • Page:
  • 1

TOPIC: Bál­reiðir bif­hjóla­menn

Bál­reiðir bif­hjóla­menn 8 years 6 months ago #4570

tekið af mbl.is

Þúsund­um sam­an óku bál­reiðir bif­hjóla­menn um göt­ur Par­ís­ar og fjölda annarra borga í Frakklandi til að mót­mæla fyr­ir­hugaðri tak­mörk­un á akstri mótor­hjóla í borg­um og bæj­um.

Það voru sam­tök­in „Reiðir bif­hjóla­menn“ (FFMC) sem stóðu fyr­ir mót­mæl­un­um. Á Par­ís­ar­svæðinu ollu þeir miklu um­ferðaröngþveiti með aðgerðum sín­um sl. laug­ar­dag. Stöðvaðist meðal ann­ars um­ferð um hring­veg­inn um borg­ina.

Í franska þing­inu hef­ur verið lagt fram frum­varp sem mun heim­ila bæj­ar- og sveit­ar­stjórn­um að banna um­ferð mótor­hjóla í þétt­býli og af­mörkuðum svæðum borga og bæja.

Sér­stak­lega er kveðið á um í frum­varp­inu um bann við akstri mótor­hjóla í þétt­býli sem eru frá ár­inu 2000 eða eldri. Af hálfu rík­is­stjórn­ar­inn­ar er frum­varpið sagt inn­legg í bar­átt­unni gegn loft­meng­un. Hef­ur það væg­ast sagt fallið í afar grýtt­an far­veg meðal eig­enda og not­enda vél­knú­inna tveggja hjóla far­ar­tækja.

sjá fréttina og myndir sem fylgdu með:
www.mbl.is/bill/frettir/2015/10/12/balreidir_bifhjolamenn/
The administrator has disabled public write access.
  • Page:
  • 1
Time to create page: 0.104 seconds