Welcome, Guest
Username: Password: Remember me
  • Page:
  • 1

TOPIC: Draumur formannsins

Draumur formannsins 9 years 3 months ago #4434

Ágætu félagar
Það eru nú til fleiri útgáfur af þríhjólum en Harley og Honda.
Hér er eitt (frá Kína) sem gæti nýst vel fyrir sendla og smiði.


trikekina.jpg


og annað með sturtu

3hjol.jpg
The administrator has disabled public write access.

Draumur formannsins 9 years 3 months ago #4433

Sælir félagar.

Hér er alvöru græja á ferðinni.....en ég hef líka séð svona hjól frá Honda.
Þetta eru svo flottar græjur,en það eru um 10 ár þangað til ég kaupi svona.

Það er stittra þangað til Óli nær sér í svona Harley,hann er aðeins eldri......?

Kv.S.A.
The administrator has disabled public write access.

  • Posts:857 Thank you received: 2
  • sigurjon's Avatar
  • sigurjon
  • OFFLINE

Draumur formannsins 9 years 3 months ago #4432

Draumahjólið


Trike.jpg



Jæja nú er komið að því að fjalla um draumahjól eldri borgara og þeirra sem ekki getað hjólað á tvíhjóli. Hvað skildi nú hjólið heita og hvar er það framleitt, ja allavega sett saman, því engin veit í dag hvaðan ökutæki koma, hvað sem sagt er um framleiðsluland, allt er í útboði og sá sem uppfyllir viss skilyrði og gott verð hann fær að framleiða það sem beðið var um, því geta ökutæki verið frá mörgum löndum sem og aðilum, en sett saman í sögðu framleiðslulandi. Smá formáli svona til gamans.





Hér ætlum við að fjalla um Harley Davidson Tri Glide Ultra, sem er þríhjól framleitt af Harley. Ultra þríhjólið kemur með nær öllum þægindum sem hugsast getur, til þæginda og öryggis fyrir ökumann sem og farþega., aðeins Screaming Eagle útgáfan frá Harley hefur meira uppá að bjóða, allavega í tvíhjólunum.
Mótorinn er 103 cu.inc sem er bæði loft og vatnskældur, með tveimur knastásum og sagður toga meira heldur en eldri ágerðir af sama mótor. Þægindi er það sem hugsað er fyrir í þessu þríhjóli Harley á árinu 2014, þ.e. meira pláss fyrir farþega, loftflæði bæði fyrir mótor og annað hefur verið bætt. Nýtt sæti, betri bakstuðningur og nýjar stýringar á stýri sem og í vindhlíf, einnig nýir mælar og GPS.
Aðall Harley mótora hefur verið togið og það hefur í raun verið gott á öllu snúningssviðinu og enn hefur það verið bætt. Harley hefur í raun framleitt sama mótorinn í 110 ár með smá breytingum þó en V mótorinn hefur verið vörumerki Harley. Það er nær engin leið að vita ekki að þetta hjól kemur frá sjálfum Harley, allt krómað sem hægt er, sama með mótor þó sumt sé svart og þá húðað svart (powder coated). Það hreinlega lekur krómið af þessu hjóli. Gírkassi er sex gíra og er hefðbundin Harley gírkassi, svona heyrist þegar þú skiptir en er skotheldur og að sjálfsögðu er Cruse control á þessu hjóli, einnig sérðu í mælaborði í hvaða gír þú ert. Skiptiarmur er bæði hugsaður fyrir tá og hæl.
Allt sem nota þarf við akstur liggur vel fyrir ökumanni og þú ættir í raun aldrei að þurfa að taka hendur af stýri. Það er hægt að raddstýra músik, síma og GPS. Allt sem tengist áhuga þínum á músík hefur verið bætt verulega, kraftmeiri magnari sem og stærri hátlarar og svo er þetta sjálfstýrt og hækkar og lækkar miðað við ökuhraða.
Hjólið kemur með betri bremsum sem og bremsubörkum, betri Halogen og Led ljósum að framan, einnig þokuljósum. Fjöðrun hefur verið bætt og sögð stífari, framlappir eru 49mm, framendi er með stýrisdempara. Meira segja töskur undir farangur eru með ljósum. Grind hjólsins var hönnuð sérstaklega með þríhjól í huga, ekki eitthvað hjól frá Harley sem síðan var bætt við tveimur afturhjólum, eins og var hér á árum áður eins og „kittið“ frá Lehman brothers. Allt þetta gerir það að verkum að mjög gott er að aka hjólinu.


Að framan er steypt 17 tommu álfelga en felgur að aftan eru 16 tommu. Bremsur hafa verið bættar og að sjálfsögðu með ABS. Ef farangurrými dugar ekki fyrir þig þá hefur konunni þinni verið slepptri lausri. Því hjólið er með fjórum alvöru geymslum þ.e.a.s. tveimur hliðartöskum sem hægt er að opna með einu handfangi, síðan topptösku og að lokum skotti og innri töskur fylgja einnig. Síðan eins og venjulega þá er hægt að bæta endalausum aukahlutum á hjólið, því eins og sagt er þá koma flest Harley hjól eins og nakin Barbie dúkka, þú þarft að klæða hjólið í föt að þínum smekk, síðan má hressa uppá aflið á ýmsan máta. En sjón er sögu ríkari.


Trike2.jpg





Stolið og stílfært af netinu
Óli bruni

Trike3.jpg
Attachments:
The administrator has disabled public write access.
  • Page:
  • 1
Time to create page: 0.169 seconds