Welcome, Guest
Username: Password: Remember me

TOPIC: Harley í hallæri

Re:Harley í hallæri 14 years 3 months ago #2199

.....þið eruð á ríkisstyrktum fjölþjóðlegum hjólum og ekkert kjaftæði. Jamm og já og jæja.

Við HD eigendur ættum bara að vera skrambi ánægðir með þetta, allavega veit ég ekki hvort nokkrum lifandi manninum dytti í hug að fara að púkka uppá einhverja japanska framleiðendur hvað þá þá þýsku ef þeir hinir sömu framleiðendur tækju upp á því að lenda í vandræðum... eða man kannski ekki einhver eftir Zündapp?

Helsta áhyggjuefni mitt, allavega svona einu sinni á ári, eru ekki opinberir styrkir! Nei því fer sko fjarri, það eru áhyggjurnar af því að koma elskunni minni í gegnum skoðun. Eitt er alveg víst að mitt heyrnarskyn og umburðarlyndi fyrir þéttu hljóðinu úr elskunni minni er allt allt annað en annarra í kringum mig....., en einhvern veginn hefst það nú alltaf. HD eru búnir að vera til síðan 1903 og verða það örugglega árið 2103.

Er ekki bara ein tegund af hjólum fyrir íslenska karlmenn (Hrönn þetta er ekki móðgun, this is a compliment) og hún er framleidd í USA. Er hitt dótið ekki bara einhver tístutæki sem ekki þarf að hafa áhyggjur af þegar þeim er rennt í gegn hjá Frumherja...... eða hvað.

Nú þegar þetta er frá eigum við þá ekki að biðja um þurran og góða janúar svo hægt sé að fara að liðka sig til á nýja árinu.

kveðja
Ingó
The administrator has disabled public write access.

Re:Harley í hallæri 14 years 3 months ago #2198

Sælir.

Já þetta er orðið óttarlegt samsull í dag. Rakst á auglýsingu á sniglum sem passar vel við hér og segir allt um það hvernig Harley eigendur hugsa.... eða þurfa að hugsa ?

Langar þig að þjást? Hruflaðir hnúar og olíublautar hendur?
Ég er með 1990 módel, Harley Davidsson FLHTP. Hjólið er mikið endurnýjað, skoðað og í ágætu standi. Það er nálægt því að vera "original" fyrir utan sæti og "fairingu".
Sendu mér póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hringdu í mig, og ég sendi þér myndir.
Ég er til í að skipta á þessu hjóli og góðu enduro/adventure eða götuferðahjóli.

Er bara ánægður með mitt gamla Yamaha.
The administrator has disabled public write access.

Re:Harley í hallæri 14 years 3 months ago #2196

æi sorry.. ég er bara rétt að ná að jafna mig af hláturs kastinu... eftir að hafa lesið þetta... ekki að mér sé neitt illa við HD... við verðum jú alltaf að hafa eitthvað til að hafa gaman að :laugh: lengi lifi made in america-japan-taiwan-italia-corea-Iceland stöff :blink:
** Til hvers að eiga Súkku ef maður getur átt Hondu ? **
The administrator has disabled public write access.

Re: Harley í hallæri 14 years 3 months ago #2195

Elsku kallinn

Af hverju í óskupunum á eitthver að rífast yfir þessari grein þinni, þetta er hverju orði sannara og engin ástæða til að rífast neitt. Þakka þér skemtilegan og fróðlegan pistil og vonandi heldur þú áfram að skrifa, þótt fáir svari.
The administrator has disabled public write access.

Re: Harley í hallæri 14 years 3 months ago #2193

Þetta er fúlt. Eru menn hættir að nenna að rífast hér?

Sannir karlmenn drekka dihydrogen monoxide
The administrator has disabled public write access.

Harley í hallæri 14 years 3 months ago #2190

MBL.IS Föstudaginn 8. janúar, 2010 - Bílablað

Harley Davidson er í vandræðum bæði í heimalandinu og hér á litla Íslandi, en umboðið hér er orðið gjaldþrota eftir yfirtöku bílaumboðsins Ingvar Helgason hf.
Harley Davidson er í vandræðum bæði í heimalandinu og hér á litla Íslandi, en umboðið hér er orðið gjaldþrota eftir yfirtöku bílaumboðsins Ingvar Helgason hf. Í Bandaríkjunum hefur Harley Davidson þurft að loka einni af stærstu verksmiðjum sínum og endurskipuleggja verksmiðjuna í York fyrir stórar upphæðir. Afleiðingin er sú að næstum helmingur starfsmanna fyrirtækisins hafa fengið uppsagnarbréfið. Til stóð að flytja verksmiðjuna á ódýrari stað en eftir að Pennsylvaníufylki bauðst til að styrkja hana um 15 milljónir dollara var hætt við þær áætlanir. Vandræðum hins 106 ára gamla mótorhjólamerkis er þó ekki lokið með þessu en nú hefur verið tilkynnt að Harley Davidson muni innkalla 111.569 mótorhjól af 2009-2010 árgerðunum. Er innköllunin vegna festinga á bensíntanki sem geta losnað við óhapp og valdið eldhættu. Hvort eitthvert umboð muni sinna þessari innköllun hér á landi í náinni framtíð á þó eftir að koma í ljós.

Byrjum á athugasemdunum. Pennsylvania er ekki fylki í Bandaríkjunum. Það er ríki því annars hétu Bandaríkin Bandafylki. Algengur misskilningur illa upplýstra og heimóttalegra blaðamanna. Í Bandaríkjunum eru ENGIN fylki! Fylki finnast t.d. í Kanada, en talsverður stjórnskipulegur munur er á fylkjum og ríkjum.
Blaðamannahálfvitar!


Jæja nóg um það. Sala á HD hefur svo sem dregist saman áður, en þá var blásið til mikillar föðurlandssóknar og með fánann í rassgatinu tókst að endurvekja vörumerkið, m.a. með alls konar hliðarafurðum, allt frá Ford pallbílum að leðurhúfum á sultuhunda.
"Made in America" herferðin bar árangur enda hjólið framleitt þar...nema dempararnir (Showa aka Honda), blöndungarnir (Keihin), felgurnar (Ítalskar, og sumar nýrri frá Alcoa), bremsurnar (ítalskar Brembo) framgafflarnir ((Marzocchi), stefnuljós, aðalljósker (sumar tegundir) og rafkerfi. Mest af krómuð hlutunum eru frá Mexico. Svo eitt og annað frá Taiwan og Þýskalandi. Mótorfestingar á Electraglide eru frá Kína.
Já gleymum ekki Rikuo mótorhjólunum frá fjórða áratugnum, en þau voru í raun Harley Davidson framleidd í Japan. En Þetta eru semsagt amerísk hjól. Nema V-Rod sem er hannað í Þýskalandi og aðallega sett saman úr hlutum framleiddum í austurlöndum fjær.
"A twenty cent motorcycle with a twenty grand paint job, and corners like a jellyfish on acid", segja margir en ekki eru allir sammála um það.
Fróðlegt verður að fylgjast með framvindu HD næstu misserin.
Munið bara Harleymenn, þið eruð á ríkisstyrktum fjölþjóðlegum hjólum og ekkert kjaftæði.

Sannir karlmenn drekka dihydrogen monoxide
The administrator has disabled public write access.
Time to create page: 0.178 seconds