Welcome, Guest
Username: Password: Remember me

TOPIC: Reynslusaga af kappakstri.

Re:Reynslusaga af kappakstri. 15 years 2 months ago #1016

Það skal mig ekki undra... enda veit ég ekki til þess að Gary Fisher sé skráningar skyldur :laugh: :laugh: :laugh:
** Til hvers að eiga Súkku ef maður getur átt Hondu ? **
The administrator has disabled public write access.

Re:Reynslusaga af kappakstri. 15 years 2 months ago #1015

Ókei... varst þetta þú Hjölli ?

Æ maður þekkir menn ekki þegar þeir eru með hjálm.... Það er nú gallinn við þetta og svo sér maður aldrei númerið aftan á hjólunum.
The administrator has disabled public write access.

Re:Reynslusaga af kappakstri. 15 years 2 months ago #1013

Hehe góður
Það er sennilega e-ð lítið að gera í vinnuni hjá þér þessa dagana.
Annars er Gary Fisher topp græjur víst.

kv Alli
The administrator has disabled public write access.

Reynslusaga af kappakstri. 15 years 2 months ago #1011

Því hefur stundum verið haldif fram að Harley Davidson sé kraftlaus og hálfgerð hrákasmíði. Það er ekki rétt, og hef ég eftirfarandi reynslusögu að segja.
Um daginn var þurrt og fallegt veður (þessi eini þurri dagur í vetur).
Ég dró hjólið mitt út úr bílskúrnum og skrapp einn rúnt um bæinn. Á Engidalsljósunum út út Álftanesi kem ég uppað miklum töffara á skínandi fallegu mótorhjóli af Harley Davidson gerð. Hlið við hlið á ljósunum þegar það græna birtist og við þrykkjum báðir af stað inn Keflavíkurveginn. Viti menn, Harley er sneggri af stað en ég og ég sé fljótlega að ég á ekki séns í að halda í við hann. Þvílíkt hjól. Ég fer því fyrir aftan Harleyinn og bíð rólegur. Í fyrsta hringtorginu, rétt fyrir kaplakrikann, renni ég framúr, kannski ósanngjarnt því ég næ að halla mér meira á mínu hjóli. Ég held forystunni og töffarinn er orðinn pirraður á mér. Með ógurlegum hljóðum rétt nær hann að halda í við mig á næsta beina kafla. Í næsta hringtorgi beiti ég sama trikki og fyrr, næ að halla mér meira og Harley dregst afturúr. Þá kemur brekka og ég hef dálitlar áhyggjur af því að Harley torki meira en hjólið mitt. Þær áhyggjur eru á rökum reistar því gæinn skríður framúr mér og gefur mér fingurinn, enda hef ég ógnað veldi hans talsvert. Hvað um það, uppá brekkubrúninni horfi ég í átt að Straumsvík og glotti með sjálfum mér. Hjólið mitt hefur allavega meiri hámarkshraða en Harley Davidson. Þá gerist það...Ég kem því ekki í efsta gír og með bægslagangi sígur Harley Davidson framar, eykur forskotið og hverfur. Heldur montinn gæi þar. Ég fer sneyptur heim, set hjólið inní bílskúr. Á morgun ætla ég með það í Örninn að láta stilla gírana. Það gengur ekki að selja manni rándýran Gary Fisher þegar það virka ekki allir gírarnir.

Sannir karlmenn drekka dihydrogen monoxide
The administrator has disabled public write access.
Time to create page: 0.174 seconds