Gunnlaugur Harðarson

Gunnlaugur Harðarson

Tuesday, 11 September 2012 21:13

Myndir frá sumrinu

Ágætu GAFLARAR

Gaman væri að fá sendar á disk myndir frá ykkur félögunum sem voruð með myndavélar á lofti í sumar og koma þeim inn á vefinn okkar.

Kveðja

Gjaldkerinn

Monday, 10 September 2012 17:54

Fundur á Strandgötunni

Fyrsti hittingur á Strandgötunni verður Þriðjudaginn 11. september. Húsið opnar kl. 19:00. Kaffi á könnunni og kleinur og konfekt með.

Ef veður leyfir verður verður kannski farinn hjólarúntur.

Kveðja

Stjórnin

Saturday, 25 August 2012 18:42

Dagsferðin 25. ágúst 2012

Það voru 20 félagar í Göflurum og Drullusokkum sem lögðu af stað í þessa dagsferð, "samför", vinaklúbbanna.  Skipting milli klúbbanna var nokkuð jöfn.  Lagt var af stað frá Skeljungi Vesturlandsvegi og haldið af stað upp í Borgarfjörð.  Farinn var Hvalfjörðurinn.  Komið var við í Borgarnesi og haldið á Hvanneyri og þaðan að Deildartunguhver.  Næst var farið í Baulu og þaðan haldið heim á leið. 

Sjá myndir í myndasafni.

 

Monday, 13 August 2012 17:23

Þriðjudagsrúntur 14. ágúst

Það voru á annan tug félaga og gesta sem mættu á Stöðina.  Fórum í Kaffi Kjós og síðan á torgið tyrfta.

Nokkrar myndir í mynda-albúmi.       

 

Tuesday, 07 August 2012 21:29

Ísafjörður 12-15 júlí 2012

Sælir félagar.
Það var áhveðið með stuttum fyrivara að fara í 4 daga ferð til Ísafjarðar.
Við vorum 6 sem fórum,Sigurjón,Anna,Smári,Júlía,Sigurjón og Silla.

Fyrsti áfangastaður var Bjarkalundur þar sem við gistum fyrstu nóttina,en við komun við á Reykhólum þar sem Þörungaverksmiðjan er,frábær leið að hjóla.
Að gista í Bjarkalundi var skemmtileg upplifun ég hafði ekki gist þar síðan 1969 var þá í ferð vestur með foreldrum mínum.
Daginn eftir hjóluðum við til baka um 8 km og fórum yfir Þröskulda og í Hólmavík og þaðan sem leiðin lá á Reykjanes í kaffi og svo í Súðavík þar sem við hittum hjón frá Hollandi og voru þau á tveimur 1949 modelinu af Matchless 350 cc.Þau voru búin að hjóla um landið í 3 vikur og voru á leið í bæinn.Þessi hjón voru búin að ferðast á þessum gömlu hjólum um alla evrópu.Kallinn (á mínum aldri)sagði að hann hefði keypt hjólið þegar hann var 17 ára og væri sennilega búinn að hjóla á því um 200 þúsund km og 100 þúsumd km síðan hann tók það í gegn síðast.
Þetta eru alvöru bikerar ég segi nú ekki annað.Þá komum við til Ísafjarðar og gistum þar eina nótt.

Daginn eftir fórum við svo á Flateyri og Þingeyri það var verið að gera við veginn niður til Suðureyrar svo við slepptum því að fara þangað.Svo fórum við auðvitað í Hnífsdal og skoðaðuðum húsið sem langafi minn átti og þaðan í Bolungarvík.
Þegar þetta allt var afstaðið var tankað og haldið til baka. Fjögur úr hópnum fóru Þoskafjarðarheiðina til baka niður í Bjarkalund þar sem við gistum aftur síðustu nóttina en ég og Anna mín fórum malbikið eins og áður ég verð að koma því að við vorum 15 mín á undan þeim en heiðin var mun styttri en öll á möl.
Á sunnudeginum var svo haldið heim á leið eftir alveg frábæran túr í góðu veðri og góðum félagsskap.

Kv.S.A. Ps myndir í myndasafni.

Tuesday, 07 August 2012 17:57

Viltu styrkja Mótorhjólasafnið?

Til allra klúbba og félagasamtaka sem tengjast  bifhjólum og akstursíþróttum af öllu tagi.
Mótorhjólasafn Íslands er risið,  neðri hæð hússins er  komin í gagnið og hefir verið starfrækt frá 15.maí 2011. Um þessar mundir er lagt kapp á að klæða húsið að utan og koma rekstri hússins í horfið.

Því leitum við á safninu nú til ykkar og biðjum um stuðning.
Stuðning í formi Vildarvinar. Með því að gerast Vildarvinur safnsins fær maður árskort að safninu. Vildarvinur gerist maður með mánaðrlegri færslu af kreditkorti. Upphæðin skiptir ekki máli því margt smátt gerir eitt stórt. Til dæmis 1000.kr mánaðrlega þar til látið vita um annað ! Ekki það að standi til að predika neitt hér en þá er þetta eins einn tóbaks pakki eða öl !  Hægt er að segja þessu upp aftur með einu símtali ef aðstæður manna breytast.

Eyðblöð vegna þessa má nálgast á safninu eða óska eftir að fá send. Það væri safninu ómetanleg aðstoð að ykkar klúbbur eða einhverjir úr ykkar röðum sæjju sér fært að styðja safnið á þennan hátt. Safnið er byggt upp með frjálsum framlögum og gríðarmikilli sjálfboðavinnu, og viljum við þakka öllum þeim sem lagt hafa hönd á plóginn, þetta hefði aldrei verið hægt án ykkar og verður ekki hægt án ykkar. Stöndum saman um þessa menningarlegu arfleifð okkar !  Frjálsum framlögum má einnig koma til skila á reiknings númer 0162-26-10026 kt. 601207-2060.

Safnið er hið glæsilegasta og hýsir mörg einstök hjól en reglulega er skipt um sýningargripi og stefnt að því að hafa safnið allt eins lifandi og hægt er. Og skorum við á ykkur sem ekki hafa komið enn að koma og skoða því sjón er sögu ríkari.

Með kveðju og þökk
Fyrir hönd Mótorhjólasafns Íslands
Ólafur Sveinsson

Monday, 18 June 2012 21:57

Gaflara-peysur

Ágætu félagar

Til er á lager hjá klúbbnum renndar HETTUPEYSUR  sem kosta kr. 9.500,-

Merkt á baki með Gaflara-merki - 2.stk  Large

Merkt á baki með Gaflara-SKRAUT-merki - 2 stk.  Large

Merkt á baki með Gaflara-merki - 1 stk. Extra Large

Merkt á baki með Gaflara-SKRAUT-merki - 1 stk. Extra Large

HÆGT AÐ SENDA TÖLVUPÓST á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. til að panta.

Væntanlegar á næstunni Háskólabolir í stærðum Large og Extra Large.

 

Thursday, 14 June 2012 16:23

Gaflarar styrkja Ljósið

Sjá meðfylgjandi frétt í Fjarðarpóstinum í dag 14 júní vegna heimsóknar Gaflara til Ljóssins ( á bls. 8 )

http://www.fjardarposturinn.is/images/FP-pdf/FP-2012-24-skjar.pdf

Sjá einnig word skjal hér: Heimsykn_til_Ljyssins.docx
Monday, 11 June 2012 08:10

Þriðjudagsrúntar

Minnum á þriðjudagsrúntana. Á stöðinni kl. 19:00

Wednesday, 06 June 2012 20:20

Hjólað í USA

Nú í dag, 6/6/12, fór einn félagi okkar, Hrafnkell Marinósson, ásamt eiginkonu sinni til USA að hjóla í um 3 vikur.

Við eigum von á að fá einhverjar fréttir og myndir af ferðinni inn á spjallið eða í fréttirnar.

Óskum við þeim góðs gengis í henni stóru Ameríku.