Gunnlaugur Harðarson

Gunnlaugur Harðarson

Wednesday, 16 January 2013 19:22

Dagskrá Gaflara

Ágætu GAFLARAR

Nú er dagskráin fyrir sumarið komin. 

Sjá nánar á "Viðburðir"  http://www.gaflarar.com/index.php/gaflararnir/hjola-dagskrain                                                              

STjÓRNIN

Sunday, 13 January 2013 20:38

Hjól og Bíll í stíl

Rakst á þetta myndbrot af bílum og hjólum í "settum".

Þetta er nú eins hjá þeim í Ameríku og hjá Sigurjóni og Begga.

http://www.youtube.com/watch?v=Ke5lFPWvSwQ

Saturday, 05 January 2013 14:23

Helgarferðin í júní

Ágætu félagar

Nú er komin á dagskránna helgarferðin okkar til Akureyrar.

Við höfum bókuð 18 rúm í 3 sumarhúsum hjá Sæluhúsum Akureyri.

Muna að skrá sig sem fyrst.

Sjá nánar undir "Viðburðir"

Tuesday, 20 November 2012 22:21

Honda SL 350 árg 1972

Félagi okkar, Reynir Baldursson, var að kaupa í annað sinn Hondu SL 350 árgerð 1972. Reynir keypti hjólið nýtt á sínum tíma í Hondu umboðinu.  Var hann á hjólinu óbreyttu í 2-3 ár en breytti því þá í "hippa" í líkingu við "nýja" BSA hjólið hans Jóa Þ. Reynir selur svo hjólið árið 1977. Nú 35 árum síðar eignast hann hjólið aftur sem er gangfært og í lagi en þarfnast uppgerðar.  Óskum við Reyni til hamingju með nýja-gamla hjólið sitt og vonandi gengur vel að gera það upp og fáum við líklega að fylgjast með þeim lagfæringum hér á síðunni.  Sjá nokkrar myndir í mynda-albúmi.

Wednesday, 14 November 2012 21:46

Kawasaki GPz 900R

Nýtt (gamalt) hjól var að bætast í flota Gaflara. Formaðurinn var að fjárfesta í Top Gun hjóli, Kawasaki GPz 900R árgerð 1986.

Vetrarverkefni Sigurjóns verður að taka þetta hjól og lagfæra og koma í flott stand.  Hjólið er skoðað og var notað af síðasta eiganda í allt sumar.  Sjá nokkrar myndir í myndaalbúmi. 

Í gegnum meðfylgjandi tengil má sjá umfjöllun um þetta hjól, http://drullusokkar.is/page/32505/

Friday, 09 November 2012 20:32

Gamalt hjól komið fram í dagsljósið

Á nýafstaðinni Gaflara-Gleði var sýnt hjól sem var að koma fram í dagsljósið eftir rúmlega 30 ára fjarveru. 

Er þetta BSA 650 Lighting árgerð 1971 sem breytt var mjög fljótlega eftir að það kom á götuna á sínum tíma.

Hjólinu var breytt mikið en þarfnast nú lagfæringa sem eflaust verður farið í núna í vetur.

 Sjá fleiri myndir í myndasafni

Friday, 09 November 2012 19:39

Myndir frá Sverige

Félagi okkar í Svíþjóðar-deild GAFLARA sendi nokkrar myndir frá sumrinu úti í Svíþjóð sem komnar eru í mynda albúmið.

Takk fyrir sendinguna Dóri.

kveðja frá Hafnarfjarðardeildinni - Gulli

 

Tuesday, 23 October 2012 12:09

Haustfagnaður Gaflara

Haustfagnaður GAFLARA verður haldin föstudaginn 2 nóvember n.k. að Strandgötu 11.

Húsið opnar kl. 19:00. Við bjóðum upp á góða matarmikla súpu og brauð.

Vökvi á hagstæðu verði verður á staðnum.

Hvetjum alla félaga að mæta og kveðja hjólasumarið.

Monday, 22 October 2012 21:53

Auka-fundur 30 október

Við verðum með aukafund þriðjudaginn 30 október n.k.

Hrafnkell Marinósson verður með frásögn og myndasýningu frá ferð sinni til Ameríku í sumar.

Þá er komið að sýningu okkar í ár og hún verður í Korputorgi helgina 6.-7. október.

 
Þetta er afmælishelgi Korputorgs og það verður mikið um að vera á svæðinu, sýningin er opin á laugardag frá kl 10:00 - 22:00 og sunnudag frá kl 10:00 - 18:00.
 
Miðaverð er 1500 kr og frítt fyrir 12 ára og yngri í fylgd með fullorðnum.
 
Um 80-90 tæki af öllum stærðum og gerðum verða á sýningunni svo allir ættu að sjá eitthvað við
sitt hæfi.