Gunnlaugur Harðarson

Gunnlaugur Harðarson

Wednesday, 10 July 2013 18:07

Ítalskur Triumph klúbbur

Í nýlegum hjólatúr okkar Gaflara um Suðurnes hittum við Ítalskan hjólamann sem sagði okkur að hann væri Triumph maður og væri í hjólaklúbb í Milano.  Á meðfylgjandi mynd er hann með 3 Göflurum.  Leystum við hann út með merki okkar sem hann var mjög ánægður með og sagðist ætla að setja merkið á gallann sinn.  Meðfylgjandi er slóð inn á síðu klúbbsins hans.

http://www.triumphclubmilano.org/

Friday, 05 July 2013 21:53

MÓTORHJÓLI STOLIÐ

Í dag, föstudaginn 5 júli, var brotist inn hjá einum félaga okkar sem býr á Álftanesi.

Ýmsu var stolið, m.a. tölvum og þess háttar tækjum ásamt  mótorhjólinu hans, hjálmi og galla..

Þetta er Suzuki Bandit 1200 með skráningarnúmerinu BA230.

Ágætu félagar, hafið augun opin og látið vita ef þið verið varir við hjólið í síma:

892 5665,  Kristján G Kristjánsson.

Stjórnin

Thursday, 27 June 2013 17:03

Landsmót, trúss og fleira

Af vefsíðu Snigla

Nú styttist óðum í Landsmót en þegar þessi orð eru skrifuð er vika í að Landsmót hefjist. Landmót verður með nokkuð hefðbundnu sniði í ár líkt og undanfarin ár. Boðið verður upp á dúndur böll og tónleika og meðal þeirra sem munu spila eru Sniglabandið, Vintage Caravan og Chernobyl ásamt fleirum. Saxar munu grilla ofan í mannskapinn og súpan verður á sínum stað ásamt hjólaleikjum og AA-fundum.

Þeim sem þurfa að koma farangri norður stendur til boða að koma trússi í bíl í Skerjafirðinum á opnu húsi næstkomandi miðvikudag, 3. júlí, og verður miðað við það að flutningur á 1 svörtum ruslapoka kosti 1000 krónur.

Skeljungur býður kostakjör alla Landsmóthelgina sé greitt með orkulykli eða 12 krónu afsláttur af hverju lítra. Þeir sem ekki eru með orkulykil geta komið fengið lykil á opnu húsi á næsta miðvikudag.

Tuesday, 18 June 2013 22:22

Óskabörn Óðins - afmæli

25 ára afmælismót Óskabarna ÓÐINS í Oddsparti Þykkvabæ, Rangárvallasýslu dagana 21-23 júní.

Eftirtaldar hljómsveitir munu leika fyrir gleði í nýstandsettri hlöðunni í Oddsparti:

- Gullfoss

- BP og þegiðu Ingibjörg

- Síðasti bærinn í dalnum

- Chernobyl

- Stormur í aðsigi

 

verð inn kr. 2.500,-

 

nánar á www.facebook.com/events/122347414627092

Monday, 17 June 2013 21:39

Þriðjudags-hjólahittingur

Ágætu félagar

Veðrið hefur ekki verið upp á sitt besta undanfarið á þriðjudögum en það verður opið á Strandgötunni og kaffi á könnunni á morgun 18 júní.

Kannski verður hjólað en ef ekki verður eitthvað bullað um ferðina eða eitthvað annað sem mönnum dettur í hug.

Stjórnin

Sunday, 09 June 2013 09:27

Helgarferðin stóra

Ágætu félagar, nú styttist í brottför okkar í helgarferðina þetta árið. Mæting kl. 8:30 á Shell Vesturlandsvegi.  Brottför kl. 9:00.

Stjórnin

Friday, 07 June 2013 19:13

Vorfundur FEMA í Stokkhólmi

Frá Snigla síðunni:

Síðastliðna helgi var vorfundur FEMA haldinn í Stokkhólmi. Var það SMC í Svíþjóð sem átti veg að vanda að fundinum að þessu sinni. Ýmis mikilvæg mál voru rædd á fundinum svo sem skoðunarmál, ökuleyfislöggjöfin og margt fleira.

Mikill árangur hefur náðst í baráttu FEMA og aðildarfélaga þess gegn samræmingu skoðanamála í aðildarríkjum ESB. Lögð hafa verið fram gögn til staðfestingar því að ástand bifhjóla valdi sjaldnast slysum og að enginn mælanlegur munur sé á milli landa þar sem bifhjól eru skoðuð reglulega og þeim þar sem þau er ekki skoðuð. Í tveimur nefndum af þremur sem fjalla um málið hafa bifhjól verið undanskilin löggjöfinni og mun þriðja nefndin fjalla um málið í byrjun næsta mánaðar. Ef bifhjól verða undanskilin þar líka verður það áfram undir hverju landi fyrir sig að haga skoðanamálum bifhjóla eins og þau telja best.

Aðildarfélögum FEMA hefur verið að fækka undanfarin ár og því var lögð fram tillaga um að breyta lágmarks meðlimafjölda aðildarfélaganna úr 1000 í 350. Þetta hefur þau áhrif að lítil samtök eins og Sniglar borga þá lægra félagsgjald til FEMA og gerir minni samtök eiga því auðveldara með að taka þátt í samstarfinu. Með þessu á að reyna að laða að fleiri lítil samtök, meðal annars frá austur evrópu, og styrkja þannig FEMA.

Á fundinum kynntu svo MAG Ireland og SMC snjallsímaforrit sem þessi félög hafa verið að þróa. Þessi forrit eru hugsuð sem hjálpartæki fyrir bifhjólafólk og innihalda meðal annars fréttir úr umferðinni, atburði á vegum samtakanna og marg fleira sem nýtist þeim sem ferðast á bifhjólum.

Næsti vorfundur FEMA verður svo haldinn hér á landi í lok maí á næsta ári.

Tuesday, 04 June 2013 20:14

Betri vegrið er krafan

Í byrjun maí mánaðar lést 31 árs ökukennari í mótorhjólaslysi í Frakklandi. Hann lést eftir árekstur við vegrið sem ekki var hannað til að minnka áhættu fyrir mótorhjólafólk, og var þetta fjórða dauðaslysið með þessum hætti í þessu héraði á árinu. Á Íslandi hafa orðið mörg alvarleg slys með sama hætti eins og nýleg dæmi sanna og er mikil þörf að taka upp staðla fyrir mótorhjólavænni vegrið hvort sem er hér eða í Evrópu. Bifhjólasamtök Lýðveldisins eru aðilar að FEMA sem eru Evrópusamtök Mótorhjólafólks og berst fyrir innleiðingu staðla sem þessara.
Tuesday, 04 June 2013 20:12

Færri banaslys síðasta áratug

Samkvæmt samantekt ACEM, sem eru samtök mótorhjólaframleiðenda í Evrópu hefur orðið talsverð fækkun á banaslysum á mótorhjólum síðasta áratug, eða milli áranna 2001 og 2010. Alls hefur banaslysum á mótorhjólum fækkað um 27,3% yfir heildina og munar þar mest um 58,6% fækkun á banaslysum á skellinöðrum. Banaslysum á stærri hjólum fækkaði samt um 14,4% á áratugnum. Á sama tíma stækkaði mótorhjólafloti í Evrópu um 45% og skellinöðrum fækkaði um 6,5 %. Að sögn ACEM er fækkunin ekki tilkomin vegna þessarar fækkunar á skellinöðrum því að í löndum eins og Þýskalandi, Póllandi, Tékklandi, Danmörku, Finnlandi, Ungverjalandi, Slóveníu og Svíþjóð hefur skellinöðrum fjölgað á meðan að banaslysum á þeim hefur fækkað. Enn er mikill munur milli landa í þessu dæmi en svipaðan árangur hefur mátt merkja í slysum á Íslandi. Alls eru um 33 milljón tvíhjóla ökutæki í notkun í Evrópu allri.

Sunday, 21 April 2013 10:32

Færri bifhjólaslys 2012

Nú nýverið kom kom út slysaskýrsla Umferðarstofu fyrir árið 2012. Í henni er farið yfir slysatölur síðasta árs og þann árangur sem náðst hefur í umferðaröryggismálum á Íslandi undanfarin ár.

Mikill árangur hefur náðst í umferðaröryggi bifhjólafólks á síðustu árum og hefur slösuðum bifhjólamönnum fækkað stöðugt frá árinu 2008. Í fyrra slösuðust 63 einstaklingar í bifhjólaslysum, þar af 3 farþegar.

Í umferðaráætlun 2011-2012 settu stjórnvöld sér það markmið að fækka látnum og alvarlega slösuðum um 5% á ári á tímabilinu. Til að fylgjast með þessu markmiði voru sett fram ellefu undirmarkmið sem hvert um sig á að stuðla að heildarfækkuninni. Eitt þessara markmiða er fækka alvarlega slösuðu og látnu bifhjólafólki. Markmiðið fyrir 2012 var að látnir og alvarlega slasaðir færi ekki yfir 29 en niðurstaðan var mun betri en það eða 17 og ekkert dauðsfall. Alvarleg slys á bifhjólafólki var því 41% undir markmiði stjórnvalda og er ekki annað hægt en að gleðjast yfir því.

Gaflarar hvetja allt bifhjólafólk til að gera enn betur í ár og fækka slysum enn frekar.