Gunnlaugur Harðarson

Gunnlaugur Harðarson

Sunday, 15 March 2015 09:21

nýtt hjól frá RR motos

Jæja þá er fyrirtækið RR motos búnir að endursmíða XS650 Yamaha 1977, ekki fyrir löngu var hjólið Gult í Street Tracker "lúkki"
 New New New 38 
en er nú komið meira í minn stíl.
New New New DSCF7546
 
Sætið er dulítið öðruvísi þ.e. hjólabrettabotn sem síðan Auðunn Jónsson klæddi með leðri sem ég átti, handföng og utanum rafgeymi er gert af Hadda Dreka í Mótorsmiðjunni, sprautun er Alli hjá Bílamálun Magga Jóns.
 New New New DSCF7547
Allar hugmyndir með útlit á öllu sem á hjólinu er eftir mig og tengdason minn hann Róbert, þaðan kemur nafnið RR motos, því eins og alþjóð veit þá heiti ég líka Róbert. Hvað verður gert næst kemur í ljós. 
 New New New DSCF7549
 
 Lét fylgja nýja mynd af mér þar sem ég get ekki hamið gleði mína !!!
New New New DSCF7552
Monday, 09 March 2015 18:49

Hér kemur grein um= FJR Yamma bana !!!

2015 Kawasaki Concours 14 ABS

 

Margir hafa dásamað FJR Yamaha sem alvöru ferðahjól og það er skiljanlegt miðað hvað Yamminn hefur verið í framleiðslu lengi sem og vinsælt hjól. En sumir segja, já sumir að í raun sé Yamminn skellinaðra við hliðina á Kawasaki Concours 14 ABS !! Concours má þýða sem fullmótað hjól og þessi græja er nokkuð nálagt því (allavega segja sumir hjólablaðamenn það). Saga þessa hjóls eða réttara sagt nafnið á hjólinu má rekja aftur til ársins 1986, en undir þessu nafni hefur Kawasaki framleitt hjólið sem Supersport ferðahjól. En orginal hjólið ZG1000 var framleitt í nær 21 ár án mikilla breytinga og grunnurinn að því var sóttur til Ninja 1000.

Kawi 1400  2

Councours hjólið var kynnt almenningi árið 2008 og var valið hjól ársins það ár af t.d. Rider blaðinu. Það vakti strax mikla athygli, enda ekki nema von með þennan mótor í ferðagræju og var Concours hjólið með innsigli til að takmarka hámarkshraða við 186 mílur á klst. (held reyndar sjálfur að þessi fullyrðing eigi við annað hjól frá Kawasaki), eða eins og ZX14 hjólið. Þessi græja kemur auðvitað ABS bremsukerfi og ýmsu öðru sem fjallað verður betur um hér á eftir. Hjólið kemur með fjögurra strokka vatnskældum línumótor er í raun 1352cc og með tveimur yfirliggjandi knastásum og sextán ventlum. Uppgefið 144.2 hestöfl, tog er 95.3, því ætti aflið að duga jafnvel hörðustu „plastgræjuköllum“. Gírkassi er sex gíra og skipting er mjög mjúk. Hjólið kemur með svokölluðu Tetra-Lever drifskafti sem gerir það að verkum að hjólið lyftir sér nær ekkert til hliðar við hressilegar skiptingar. Hjólið hikar aldrei við inngjöf, tekur við nær öllu við nær allar aðstæður.

Kawi 1400  3

Grind er úr áli Monocoque og er mjög létt. Hjólið er búið alvöru bremsum, að framan eru tveir fljótandi diskar og bremsudælur eru með fjórum stimplum, að aftan er einn diskur að vanda og bremsudælar er með tveimur stimplum. Hjólið er með KTRC tölvustillingu fyrir átak til afturhjólbarða og svokallað K-ACT ABS bremsukerfi. Reyndar eru ekki miklar breytingar á hjólinu frá árinu 2014, en samt reyna Kawa menn að gera alltaf eitthvað nýtt, það er komið annað sæti, önnur framrúða, þ.e. hægt að stilla loftflæði betur að ökumanni. Einnig nýjar hlífar utanum hljóðkút, bremsukerfi uppfært, fyrsti gír er aðeins lægri, en af hverju að vera gera einhverjar stórbreytingar á einhverju sem virkar ??!! T.d. nota Kawamenn enn barka á bensíngjöf í stað einhverja tölvukubba, en einn smá galli á því engin hraða stillir (cruise control).

 

 Kawi 1400 1

 

Prufuökumenn hæla þessu hjóli mikið þ.e.a.s. seinni tíma hjólum, fyrstu árgerðir vöktu ekki eins mikla hrifningu. Áseta er mjög þægileg, stýrið liggur vel við ökumanni, fótstandar eru þannig staðsettir að ökumaður á gott með að taka utanum bensíntank með hnjám, þú situr „dulítið“ eins og á sporthjóli. Sætishæð er 32.1 tomma (reikna svo). Nýja sætið er þægilegra ásetu og mjórra að framan heldur en eldri árgerð, veitir einnig betri stuðning og er með betra áklæði þannig að þú rennur ekki til við að bremsa eða halla hjólinu hressilega. En hjólið er þannig byggt að það má halla því hressilega í beygjum án þess að reka neytt niður. Til þæginda kemur græjan með hitahandföngum. (uss ekki hiti í sætum !!).  Hjólið er engin léttagræja vigtar um 692 pund með öllum vökvum. Hjólið kemur með hliðartöskum sem ættu að duga öllum, ja allavega flestum ef þeir ferðast einir, spurning með þegar konan vill fara með !!??

Stolið og stílfært af netinu og úr blöðum.

Óli bruni

Kawa spekkur

Veðurfar hefur áhrif á okkur öll, tala nú ekki um eins og veðrið hefur verið í vetur (2014-2015). Íslendingar fylgjast að öllu jöfnu mikið með veðurfréttum og alveg eðlilegt, þegar það rignir um fimm mánuði ársins og snjóar restina, ja hugsanlega smá ýkjur !!! Nær öll okkar hafa lent í því að hjóla í rigningu og þá koma upp í hugann setningar eins og rigningin er góð, það styttir upp um síðir og annað svipað. En að hjóla í rigningu er nær alltaf varasamt og hættan á óhappi eykst verulega, því eru hér nokkur atriði sem hafa má í huga við akstur mótorhjóls í rigningu.

  1. 1.Notum alltaf góð regnföt þá t.d. Gore-tex regnfatnað, það er nauðsyn að þessi fatnaður geti andað svo maður endi ekki í eigin gufubaði. Já já ég veit „lúkkið“ fer alveg við að klæða sig í viðeigandi fatnað, en ef þig langar að vera blautur og kaldur en „lúkkið“ rétt: Þitt mál.
  2. 2.Alltaf ætti að nota lokaða hjálma ekki bara vegna rigningar, heldur vegna þess öryggis sem vandaður lokaður hjálmur veitir ökumanni. Að aka á yfir 50 km hraða á klst. með opin hjálm er eins og fá sér nálastungu í andlitið með of stórum nálum. Já já maður hjólar ekki með fiskabúr á hausunum, nei en örugglega gaman að tala við andlitslausan mann eða svona aðeins heilaskemmdan, því „lúkkið“ varð að vera rétt og því ekið með pottlok.
  3. 3.Hugum alltaf vel að því að hjólbarðar séu ekki orðnir slitnir og loftþrýstingur sé réttur.
  4. 4.Munum eftir því að ný málbikaðar götur eru verulega hættulegar í rigningu, einnig skulum við muna eftir hvítum máluðum línum, brunnlokum úr járni og að sjálfsögðu vissum hraðahindrunum.
  5. 5.Fylgjumst vel með pollum og vatnsfylltum holum (nú orðin skyldueign hjá Reykjavíkurborg), við vitum ekki um dýpt á þessum pollum/holum, ekkert gaman að láta reyna á það.
  6. 6.Blautar götur og olíuleki eftir eitthvað lekt ökutæki, tökum vel eftir þessu, t.d. getur þetta virst eins og það slái fyrir hálfgerðum regnboga á götunni, tvöföld hætta bleyta og olía.
  7. 7.Mestan hættan er yfirleitt skömmu eftir að rigning byrjar, því þá eru götur enn skítugar af hinum ýmsu efnum, örugglega mestan hættan á vorin, eftir saltaustur og laust malbik og sand o.fl.
  8. 8.Hugum vel að aðstæðum þegar ekið er yfir „kinda/röragrindur“ því þær verðar flughálar í rigningu, réttum hjólið vel af þegar við ökum yfir, ekki of stíf og alls ekki að skipta niður eða bremsa þegar ekið er yfir.

 

  1. 9.Ef við þurfum að nota bremsur þá skulum við beita afturbremsur meira heldur en venjulega, því ef fast er tekið í frambremsu erum við fljót að læsa framdekki og hjólið rennur mjög fljótt á hliðina. Bremsum varlega og miðum við að ekið sé í hálku: bremsa sleppa, bremsa sleppa, já svo má ekki gleyma ABS bremsubúnaði sem ætti að vera á a.m.k. öllum götuhjólum.

 

  1. 10.

 

  1. 11.Reynum eftir bestu getu að vera slök við akstur, kreistum ekki handföng á stýri, við verðum fljótt þreytt þannig og það er ekki gott.

 

  1. 12.Fyrir utan það að vera í réttum vatnsheldum fatnaði, ættum við einnig að huga vel að sjáanleika okkar, hjólaökumaður sem er allur svartklæddur án endurskins sést mjög illa í slæmu skyggni.

 

  1. 13.Hugum vel að hraða okkar og metum aðstæður, ökuhraði ætti aldrei að vera sá sami í bleytu og í þurru, fagmenn segja að lækka ætti ökuhraða um a.m.k. 10-20% í bleytu.

 

  1. 14.Hugum vel að því að hafa gler á hjálmum okkar hrein og hugsanlega má nota rétt efni á glerið til að halda rigningu betur frá gleri. (Eigin reynsla að t.d. Rain-X dugar mjög stutt, sem og að bóna !!)

 Það er alltaf gaman að hjóla og enn meira gaman að koma heill heim er það ekki, öryggi okkar sem og annarra er fyrir öllu. Verðum við nokkurn tíma svo góðir hjólamenn að ábendingar/leiðbeiningar séu ekki fyrir okkur ??

Óli bruni

Rigning 2

Wednesday, 04 March 2015 09:21

Tveggja strokka En­field-ferðahjól?

Tekið af mbl.is

Hið forn­fræga mótor­hjóla­merki Royal En­field mun setja þrjú ný mód­el á markað á næsta ári seg­ir í grein á mótor­hjóla­vefsíðunni Visor­down, en þar er vitnað í heim­ild­ar­mann inn­an umboðsins í Bretlandi.

Hjól­in þrjú munu nota nýj­ar vél­ar sem eru í þróun í augna­blik­inu. Hingað til hef­ur fram­leiðand­inn ind­verski aðeins fram­leitt eins strokks vél­ar af gam­aldags gerð, og þá einnig dísil­vél en nýju vél­arn­ar eru ný­tísku­leg­ar og er önn­ur þeirra tveggja strokka línu­vél. „Önnur vél­in er 410 rsm, eins strokks vél með yf­ir­liggj­andi knastás­um og hin er tveggja strokka línu­vél,“ sagði heim­ild­armaður­inn en vildi þó ekki láta uppi hversu stór línu­vél­in yrði. Mótor­hjólið með 410 rsm vél­inni verður svo­kallað Scrambler-hjól sem er vin­sæl út­gáfa í dag. Í síðustu viku sótti Royal En­field um einka­leyfi á nafn­inu Himalay­an fyr­ir mótor­hjól sem gef­ur vís­bend­ingu um að tveggja strokka hjólið sé ferðator­færu­hjól sem keppa mun við hjól eins og BMW F700GS og Triumph 800 Tiger. For­stjóri Royal En­field, Sidd­hartha Lal, hef­ur látið hafa eft­ir sér að merkið ætli að auka fram­leiðslu sína um 50% á næstu árum, meðal ann­ars með því að opna þró­un­ar­set­ur í Leicesters­hire í Bretlandi. Að sögn heim­ild­ar­manns­ins munu nýju hjól­in meðal ann­ars vera hönnuð þar. Royal En­field hef­ur náð til sín stór­um nöfn­um í mótor­hjóla­heim­in­um til að hjálpa sér að ná þessu marki, eins og fyrr­ver­andi aðal­hönnuði Ducati Pier­re Ter­blanche og þró­un­ar­stjóra Triumph Simon War­burt­on. This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Friday, 27 February 2015 12:34

Triumph Scrambler 2015

Heyrst hefur að formaður öflugasta mótorhjólklúbbs Hafnarfjarðar langi mikið í mótorhjól frá Englandi og er það mjög skiljanlegt því Breskt er best. Því bað hann mig (eina ferðina enn) að skrifa eitthvað um mótorhjól framleitt í Englandi og því ekki að hafa það eitthvað sem maður þekkir af eigin raun: Triumph Scrambler 900. Hjól þetta var fyrst kynnt til sögunar árið 2006 og var hannað ef segja má svo til heiðurs frægs mótorhjólahönnuðar John Mockett en hann er sagður hafa hannað meðal annars síðasta gamla Triumphinn.

Scrambler 2

Scramblerinn á sér nokkra bræður því í raun er þetta sama hjólið og t.d. Bonneville og Thruxton hjólin frá Triumph, þ.e.a.s. sama grind og mótor, en kveikju gráða er önnur á Scrambler heldur en bræðrum hans þ.e.a.s. með 270 gráðu millibili (interval) og því er annað tog í Scramblernum og hljóð. Hjólið lítur út fyrir að vera svona utanvega græja með uppliggjandi pústkerfi og virkar hátt í sæti, en þó jafnvel frægir menn eins og t.d. David Beckham hafi farið í torfærutúr (sjá sjónvarpsþátt) á svipuðu hjóli (breytt) þá er þessi græja örugglega jafn heppileg í „enduró“ og t.d GS1200 BMW, en Scramblerinn vigtar 230 kg með öllum vökvum. En Scramblerinn er flottur á möl, já bara gaman að aka honum á malarvegi. Hönnun og útlit hjólsins er sótt í góða fyrirmynd sem er Triumph TR6C Trophy Special, það þarf ekki að finna upp hjólið oft.

Scrambler 3

Þeir sem sjá Scramblerinn í fyrsta sinn telja að þarna sé á ferðinni gamalt mótorhjól, en það er fjarri sannleikanum, því nýi Trumphinn lekur ekki olíu, fer í gang, (uss nú er maður einn fyrir austan fjall farin að hrista hausinn), hjólið er með nær öllu sem er í nýjum hjólum í dag, beinni innspýtingu, allt kveikjukerfið tölvustýrt, með skynjurum í pústi og innspýtingu. Stýrið er breitt um 86 cm og liggur vel fyrir ökumanni, áseta er góð, þú situr nokkuð uppréttur og þarft ekkert að vera teygja þig í neytt, en fyrir þá sem eru stuttir í annan endann þá er hjólið frekar hátt, sætishæð er gefin upp 825mm. Fram og afturbretti eru frekar stutt og svona „old style“, eins og sætið sem er frekar langt og flatt. Bensíntankur tekur 16 ltr.

Scrambler 4

 Nýjasta útgáfan kemur með svörtum mótor og nú eru felgur líka svartar, sem og stýri, þannig að hjólið virkar bara „röff“ og „töff“ á mann. Eins og áður sagt þá látið ekki gamaldags útlit plata ykkur, hjólið er virkilega skemmtilegt í akstri, togið er virkilega gott 50 pund fet við 4750 snúninga og hestöfl eru ekki mörg 59 miðað við 6800 snúninga, en virka miklu fleiri, enda tekur það ekki nema sex sekúndur að fara í hundrað, og uppgefin hámarkshraði er aðeins yfir tvöhundruð, en það má ekki eins og allir vita, bara í níutíu. Vélin er tveggja strokka með fjórum ventlum á hvern strokk og tveimur yfirliggjandi knastásum, gírkassi er fimm gíra og mjög gott er að skipta hjólinu, handföng fyrir kúplingu og bremsu eru stillanleg.

Scrambler 5 

Hægt er að kaupa alls kona aukahluti fyrir Scramblerinn, t.d. veltigrindur, mótorpönnu, snúningshraðamælir, annað sæti, bensínlok ofl. Svo bjóða auðvitað aðrir aðilar alls konar hluti til breytinga, hvort sem um er að ræða, mótorstækkun, annað pústkerfi o.s.frv. Það er ekki mikið mál að gera Scramblerinn eftir eigin höfði Triumph verksmiðjurnar eru að slá í gegn hjá kaupendum á öllum aldri, það sýna sölutölur. Allt annað tæknilegt má lesa á netinu. Nú er bara að sjá hvort formaðurinn kaupi sér eitthvað frá Englandi þ.e.a.s. breskt hjól, eða hvort skrifa þurfi nokkrar greinar í viðbót um þessar gæðagræjur. Læt að lokum fylgja með smá texta frá mótorhjólablaði:

“With a stunning visual heritage straight from the off-road trails and scrambler scene of the 1960s which it dominated, the Triumph Scrambler takes one of the most iconic images in motorcycling and brings it up to date with 21st century technology in a road-based package.” ----- Total Motorcycle

 spekur

Stolið og stílfært frá mér og netinu

Óli bruni

2015 Kawasaki Ninja 1000 ABS

 

Eigandi málningarverkstæðis (bifreiðar/mótorhjól) á suðureyjunni, sendi mér athugasemd um að nær ekkert væri skrifað um Kawasaki heldur bara mest um aðra ónefnda tegund, en eins og ég sem og allir aðrir ættu að vita ! Þá væri Kawasaki enn að framleiða bestu og fallegustu mótorhjól heimsins og staðan hafi verið sú síðan 1973 þegar fallegasta, aflmesta og besta hjól heimsins var kynnt til sögunar: Kawasaki Z1 900.

Nýja 1000 Ninjan er sögð sameina flest allt sem alvöru götuhjól þarf að uppfylla, útlitið því það sést varla betur heppnuð „fairing“ sem segir óbeint: Hér er ég. En útlitið er ekki allt, því þessi Ninja nær því að sameina allt sem áhugamenn um eins lítra hjóla (1000cc) leita eftir, hægt að aka hratt, hægt að ferðast á, er með allt það nýjasta í öryggi fyrir ökumann: Kawasaki

Ninja 3

Akstur mótorhjóla fer ekki aðallega fram á lokuðum brautum, nei hann fer fram á götum hinna ýmsu landa, þar sem aðstæður eru misjafnar, góðar og lélegar götur (Reykjavík), alls konar ökutæki og ökumenn sem eru að tala í síma, lesa á síma, skrifa í síma, borða mat, mála sig og greiða (sko ekki allir maður lifandi). En þessi Ninja kemur með fjögurra strokka vatnskældri línuvél sem er 1043cc, með DFI innspýtingu, stillanlegu afli í afturhjól KTRC (þrjár stillingar), sem og ABS bremsukerfi. Gírkassi er sex gíra og sá sjötti er í raun yfirgír þannig að hægt er að „krúsa“ á lágum snúning. Hægt er að stilla afturfjöðrun úr sæti segja þeir: Kawasaki

 Eins og áður sagt er vélin 1043cc með tveimur yfirliggjandi knastásum, er sextán ventla, beina innspýtingin er 38mm á hvern strokk, svokölluð „downdraft“ frá Keihin. Þessa innspýting virka vel og það er aldrei hik við inngjöf. Lofthreinsari er sérstaklega hannaður til að nægjanlegt loft fáist við allar aðstæður. Þessi mótor með með gott tog og þá sérstaklega um miðbik snúningssviðs og upp. Innspýting, púst sem og annað er tengt tölvubúnaði hjólsins ECU. Mótor er fljótur að hita, jafnvel þegar kalt er úti. Sveifarás er er hannaður með það í huga að titringur verði sem minnstur. Pústkerfi er fjórir í tvo, síðan í þennan hefðbundna Catalyser og endar í tveimur hljóðkútum á hvorri hlið, sem lítur margfalt betur út heldur en einn stór (á við ruslatunnu) á annarri hliðinni: Kawasaki

Ninja 4

Hönnun þessa mótors gerir það að verkum að hjólið virkar vel við allar aðstæður, afl er frábært og eins togið, það er sama hvort þú er að aka innanbæjar eða á skemmtilegum vegum með slatta af beygjum, hjólið virkar allsstaðar vel. Bremsur eru líka góðar með ABS aðstoð, tvöfaldir fljótandi diskar að framan 300mm, ABS kerfið er samtengt KTRC „spyrnukerfinu“ =traction control sem stilla má eins og áður sagt á þrjá vegu og takki er á stýri. Grind hjólsins er úr áli að sjálfsögðu og svipar til grindar ZX10R hjólsins. Mótor er í raun hluti af grind hjólsins: Kawasaki

Ninja 5

Framfjöðrun er „inverted“ upsidedown“ og pípur eru 41mm og stillanleg á allan máta, hefðbundin einn dempari að aftan. Felgur eru sex bita og eru úr léttmálm. Hægt er að stilla hæð á framrúðu (handvirkt) á þrjá mismundandi vegu. Áseta er sögð góð bæði fyrir ökumann og farþega. Niðurstaðan er sögð: Þú færð varla betra hjól í allt, aka hratt, „hægt“ eða fara í ferðalag með húsbóndanum= KAWASAKI. Allt annað tæknilegt má lesa á netinu eða bara kaupa græjuna.

Spekkur Ninja

Stolið og stílfært af netinu

Óli bruni

Saturday, 21 February 2015 15:23

Þríhjól þess sem þorir ! En þú ?

Hvað er eiginlega að gerast á þessari heimasíðu, eru menn hættir að hafa áhuga á mótorhjólum eða orðnir of gamlir til að aka tæki með tveimur hjólum ??!! Nei alls ekki, allavega ekki ég, en eins og margir þá er ég með alveg ólæknandi tækjadellu og nær allt með mótor og hjólbörðum vekur áhuga ef það er öðruvísi en það hefðbundna. Það eru þó nokkuð mörg ár síðan ég sá fjallað um þetta þríhjól og það vakti strax athygli mína og ekki varð áhuginn minni þegar ég sá það „life“ í USA fyrir um tíu árum.

Þessi græja heitir T-Rex og er í einu orði sagt ofurgræja á þremur hjólum, tveimur að framan og einu að aftan. Hjólið er framleitt í Kanada og er skráð sem mótorhjól í norður ameríku.

T-Rex 1

Blaðamenn sem prufað hafa T-Rexinn segja að nær öll ökutæki sem þeir prufa megi vera ca. 20% aflmeiri, en það á alls ekki við Rexinn sem skýrður er eftir risaeðlu (skrýtið !!). Nei Rexinn er það aflmikill að jafnvel atvinnuökumenn ráða ekki við allt það sem hjólið hefur uppá að bjóða. Sem dæmi snúðu Rexinum í 5000 rpm og slepptu kúplingunni og þú ert komin í 100 km hraða á 3.9 sekúndum, þ.e.a.s. ef þú hefur ekki spólað í hring. Þessi hröðun er á við bestu sporbíla heimsins, já þú myndir eflaust sjá grátandi menn á Lamorghini eða Porcshe Turbo !! En Rexinn er ekki bíll nei hann er skráður sem mótorhjól. Búið er að framleiða Rexinn í mjög mörg ár, en núverandi eigandi tók fyrirtækið yfir árið 2008.

Eins og áður sagt er Rexinn framleiddur í Kanada og er handsmíðaður að mestu leiti. Grind er rörgrind úr stáli og sverleiki röra er 1.5 tommur. Skrokkurinn er úr Fíber (glass). Vélin er staðsett fyrir aftan ökumann og hún er margreyndur mótor  frá Kawasaki semsagt tekin úr Kawasaki Ninja ZX-14. Þessi mótor er 1352cc fjögurra strokka og uppgefin 197 hestar, en Rexinn vigtar rétt rúm 1000 lbs. Öll fjöðrun er með því betra, en að aftan er nokkuð hefðbundin afturgaffall með tveimur dempurum og afl flutt í afturhjólbarða með keðju.

T-Rex 2

Sagt er að það sé bara á færi fimleikamanna að koma sér í ökumannssætið, en það er gert léttara með því að fjarlægja stýrið eins og á formúlubíl. En flestir komast fljótt uppá lag með að stíga inní Rexinn. Sæti eru stillanleg svo það er til þæginda, sem og bremsu, kúplings og bensínpedalar. Að aka Rexinum segja sumir sé eins og að taka þátt í teygjustökki. Hægt er að snúa vél í 11000 snúninga en flestum dugar að halda sér í 5000 snúningum. Það eru engin hjálpartæki sem aðstoða ökumann, nei ekki „power“ stýri né bremsur, engin spólvörn nei bara ökumaðurinn og græjan. Þú verður í raun að læra að aka uppá nýtt. Það tekur nokkurn tíma að læra inná Rexinn því ef þú verður kærulaus með inngjöf þá refsar hann þér hressilega. Þó ökumaður eða farþegi þurfi í raun ekki að nota hjálm þá margborgar það sig, bara til að verjast því sem önnur ökutæki senda þér óumbeðin, sem og að þú ert með annars vindinn/rykið beint í andlitið.

 

 T-Rex 3

Prufuökumenn reyndu í nokkur skipti að gefa Rexinum hressilega (ekið var í Japan þar sem Rexinn var kynntur 2014) og ef stýri sneri ekki alveg rétt var afturendi hjólsins komin í öfuga átt með hraði, já eins og áður sagt ekki mörg ökutæki sem seld eru almenningi sem hafa of mikið afl en Rexinn er eitt þeirra segja þeir. Það má reykspóla Rexinum í nær a.m.k. fjórum gírum af sex. Þú munt aldrei í raun þurfa að nota nema lítinn hluta aflsins. Rexinn fer leikandi í hundrað í fyrsta gír og hröðun er hressileg vægt til orða tekið í öllum gírum. Þú getur leikið þér allan daginn við að reykspóla eða „drifta“, en við „drift“-slide“ verða menn að kunna til verka.

Að skipta Rexinum er miklu líkara hjóli en að skipta bíl þ.e.a.s. hægt að skipta um gír mjög hratt. Og það er eins gott að afturdekk sé alvöru að taka við öllu þessu afli, en stærð þess er 295/35ZR-18 og er frá BF Goodrch. Prufuökumenn sem ekið hafa Formúlu 1 bíl segja að Rexinn sé það næsta sem líkist því. Þér mun aldrei leiðast við að aka Rexinum ef svo er þá situr þú enn á bílastæðinu, þetta er græja sem skemmtir þér eins og „rússibanaferð“. Bremsudiskar eru á öllu hjólum og það eru fjögurra stimpla bremsur (calibers) frá Willwood og ökumaður þarf að stíga hressilega á bremsuna til að stöðva Rexinn, en það venst eflaust segja þeir. Rexinn er frekar breiður og þar sem tvö dekk eru að framan og eitt að aftan, þá er erfitt að forðast misfellur eða annað á götunni, en þrátt fyrir að þú sitjir nær á götunni og fjöðrun frekar stíf og stutt, þá fer nokkuð vel um ökumann sem og farþega. Allur frágangur er til fyrirmyndar sem og að allt er hugsað fyrir útiveru. Allt mæladót er frá Kawasaki. Því að fara í fallhlífarstökk, teygjuhopp eða rússíbana þegar menn geta keypt (sumir) T-Rex, en Rexinn kostar frá ca. 50þús dollurum.

Stolið og stílfært af netinu

Óli bruni

Sjá meira: http://www.motortrend.com/features/performance/1005_campagna_t_rex_14r_drive/#ixzz3Q1FjiYh4

Friday, 20 February 2015 20:02

Facebook eða ekki

Þessi sending barst síðunni frá einum félaga okkar um annan félaga:

Ég er svona laumu fésari !! en svo þekki ég einn sem sagðist aldrei mundu nota FÉSIÐ, en hann féll og hefur verið með þeim öflugri sem þekkjast á einum stað á fésinu: Mótorhjól á Íslandi fyrir 2000Minn maður skrifar undir heitinu Erla og Tryggvi og ástæðan fyrir því að konan hans ofl. settu hann inná fésið þrátt fyrir andmæli hans. Mér sýnist að Tryggvi eigi a.m.k. 80% af þeim myndum sem settar eru inná „Mótorhjól á Íslandi fyrir 2000“. Þetta er engin smá vinna og með því heldur hann sögu mótorhjóla á Íslandi gangandi.  Þar sem hann hefur lítið sést á heimasíðum vorum finnst mér rétt að minnast á þessa frábæru vinnu karlsins og láta meðfylgjandi mynd fylgja með. Sko maðurinn í Hondukoti sem
ekki er á fésinu á heiður skilið fyrir þessa vinnu sína.

Wednesday, 18 February 2015 20:32

AÐALFUNDUR framundan

Minnum á aðalfundinn 7. mars n.k. á Strandgötunni.

Stefnum á sameiginlega kvöldverð eftir fund.

Þeir sem hafa hug á að mæta í borðhaldið skrái sig í gegnum "viðburði"

Stjórnin 

Monday, 16 February 2015 18:12

Suzuki GSX-R1000 árgerð 2015

Þetta er græja sem borðar Hondur í morgunmat segja sumir blaðamenn mótorhjólablaða, en hvað vita þeir. En hér er á ferðinni einn eitt snilldartækið frá „besta“ mótorhjólaframleiðanda heims!! 2015 Gixinn er sagður tæknilegt undur á tveimur hjólum. Mótor er hefðbundin fjögurra strokka línuvél 999cc, þjappa er 12,9:1, er vatnskæld, með tveimur yfirliggjandi knastásum, gírkassi er sex gíra og aflinu er komið til skila í öllum gírum og togið er líka mjög gott, þessi græja er hugsuð til að aka hratt (munum 90 km hámarkshraða) og uppgefin hámarkshraði er sagður 180 mílur á klst, ja svona rétt um 300 km á klst.

Allt þetta afl sem ökumaður hefur til umráða væri í raun alveg ónothæft ef ekki væri fyrir frábæra (ál) grind, góða fjöðrun, frábærar bremsur og annað góðgæti. Gixinn hefur verið í framleiðslu svo lengi sem elstu menn muna og 1000 græjan hefur náð því að vera besta hjólið í þessum stærðarflokk í yfir tíu ár og fengið titilinn The Top Performer (nú er S.A. farin að brosa, S.A. stendur fyrir Suzuki Always !!). Og nýjan 2015 græjan ætlar að standa undir nafni og öll þessi þróun þessa hjóls er sótt á brautir heimsins og þá aðallega MotoGP.

Gixinn 2

Hjólið kemur með tveimur fljótandi diskum (sérhannaðir til að standast mikinn hita) að framan og Brembo bremsudælum sem og ABS. Það er í raun alveg sama hvar þú gefur inn og í hvaða gír (ja svona innan skynsemismarka) mótor hjólsins tekur alltaf hressilega við sér. Mælaborð er með alls konar LSD mælum þ.e.a.s. bæði hraða og snúningshraðamælir. Svo er klukka, hitamælir, olíuviðvörun, gírstaða/í hvaða gír, brautarklukka o.fl. ofl. Standpedalar eru stillanlegir um 14mm á tvennan máta og bremsupedali færist með, einnig er hægt að stilla skiptipedala í samræmi við standpedala.

Sætið er úr leðri segja þeir. Framdemparapípur eru 43mm eru frá Showa (BPF) og er fjöðrun stillanleg á allan máta. Að sjálfsögðu kemur hjólið með Slipper Clutch, þannig að hægt er að skipta hressilega niður um gíra án þess að læsa afturhjóli. Pústkerfið er 4-2-1 og að sjálfsögðu hljóðkútur á stærð við stóra ruslafötu !! Svo eru allskonar skynjarar í pústkerfi, beina innspýtingin er einnig tengd tölvukerfi svo vinnur þetta allt saman til að allt virki nú rétt og bilar aldrei segir S.A. frekar en aðrar Súkkur !! Hægt er að stilla inngjöf á þrennan máta þannig að aflið komist til skila miðað við aðstæður og þessi stillitakki er vinstra megin á stýri. Hjólið kemur með tölvustýrðum stýrisdempara. Hægt er að skrifa miklu meira um hjólið, þ.e.a.s. allt þetta tæknilega og hvernig það „höndlar“ en prufuökumenn þessara hjóla eru flestir fagmenn og eflaust fáir hér á landi sem ná því að nota hjólið á þann máta sem þessir blaðamenn gera því þeir eru að aka á lokuðum brautum við bestu aðstæður. Jæja nóg komið um súkkur og næsta grein, ja kannski R1 Yammi eða alvöru Kawi, Hondugrein um RR Hondu hefur þegar verið skrifuð og send heimasíðu snillingum.

Stolið og stílfært af netinu

Óli bruni

Gixinn 3 spekkur