Gunnlaugur Harðarson

Gunnlaugur Harðarson

Wednesday, 22 July 2015 09:58

Tesla kynn­ir vél­hjólið Model M

tekið af mbl.is

Það mátti svosem bú­ast við því að það væri ekki nóg fyr­ir Elon Musk að búa til ótrú­lega afl­mikla raf­bíla, svosem Model S, og bæta svo bráðlega við jepp­lingn­um Model X.

Nei, næsta út­spilið er mótor­hjól sem sver sig ræki­lega í ætt­ina. Þó hjól­in séu helm­ingi færri en á fara­tækj­um Tesla hingað til þá á hjólið tvennt sam­eig­in­legt með bíl­un­um sem hingað til hafa rúllað af færi­band­inu og rak­leiðis inn í drauma bíla­áhuga­manna: það er raf­knúið og ógur­lega rammt að afli.

Geymslu­hólf í stað vél­ar

Þar sem ekki er eig­in­legri bens­ín­vél til að dreifa fer téð rými mest­megn­is í geymslu­hólf þar sem hönnuður­inn, Jans Shlap­ins, sér fyr­ir sér að not­andi geymi hjálm­inn, far­tölv­una og annað til­fallandi. Lit­hi­um-ion raf­hlöðurn­ar liggja rétt ofan við göt­una til að tryggja lág­an þyngd­arpunkt og há­marks snerpu í stýr­ingu á ál­stelli hjóls­ins. Aflið er ærið, 201 hestafl, og hægt að stilla milli fjög­urra forstill­inga: Race, Cruise, Stand­ard og Eco. Hjólið er að sönnu nokkuð klossað að sjá en það er engu að síður í létt­ari kant­in­um og dekk úr koltrefja­efni hjálpa þar til.

Sé mið tekið af því að aflið nemur 201 hestafli, má eins gera ráð fyrir ...

Sé mið tekið af því að aflið nem­ur 201 hestafli, má eins gera ráð fyr­ir því að þetta verði sjón­ar­hornið sem flest­ir sjá í um­ferðinni.

Ef akst­ur þessa raf­vél­hjóls – sem er enn á hug­mynda­stig­inu, vel að merkja – verður eitt­hvað í lík­ingu við það sem öku­menn þekkja frá Tesla Model S, þá eiga hjóla­menn og -kon­ur nær og fjær gott í vænd­um.

jonagn­This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Wednesday, 15 July 2015 11:08

Hyggst ná 643 km hraða á mótor­hjóli

mynd4mynd3

tekið af mbl.is

Mótor­hjóla­smiður­inn Triumph ætl­ar að freista þess í næsta mánuði að slá hraðamet á tveggja hjóla far­ar­tæki á Bonn­eville saltstepp­unni í Utah-ríki í Banda­ríkj­un­um. Tak­markið er að rjúfa 400 mílna múr­inn, það er að ná 643 km/​klst ferðhraða.

En þetta verður ekki reynt á neinu venju­legu mótor­hjóli held­ur tví­hjóla fák sem lík­ist öllu held­ur eld­flaug á hjól­um. Manna á meðal geng­ur far­ar­tækið und­ir nafn­inu Castrol Rocket og er eins og byssukúla í lag­inu. Inni í sterkri en léttri koltrefja­skel­inni leyn­ist mótor­hjól. Form­legt heiti þess er þó Triumph Streaml­iner.

Tvær Rocket III eld­flauga­vél­ar sem ganga fyr­ir met­anóli verða í búk hjóls­ins mikla en þær munu skila um 1.000 hest­öfl­um. Metið sem ætl­un­in er að slá hljóðar upp á 605 km/​klst og var sett 2010 af svo­nefndu Ack Attack liði sem brúkaði sér­smíðaða Suzuki­vél í bíl sín­um. Í míl­um talið hljóðar það upp á 376,3 slík­ar.

Guy Martin mátar níðþröngan stjórnklefa Triumph Streamliner.

Guy Mart­in mát­ar níðþröng­an stjórn­klefa Triumph Streaml­iner.

Far­ar­tæki Ack Attack minnti líka síst á mótor­hjól en var ekki eins straum­línu­laga og Castrol Rocket. Und­ir stýri í til­raun­inni í næsta mánuði verður ann­álaður bresk­ur mótor­hjólaknapi og sjón­varps­maður að nafni Guy Mart­in. „Mér lík­ar í al­vör­unni að fara hratt yfir og von­andi tekst mér að end­ur­heimta metið fyr­ir hönd Bret­lands,“ seg­ir Mart­in og hlakk­ar til að glíma við fák­inn mikla.

 

 

 

 

 

Saturday, 11 July 2015 14:52

Besta björg­un sög­unn­ar

tekið af mbl.is

„Vilj­irðu vinna, fáðu þér þá Finna,“ er þekkt­ur frasi úr akst­ursíþrótt­un­um. Og hann virðist eiga býsna vel við um Niklas Ajo, finnsk­an knapa sem kepp­ir á KTM-hjóli í Moto3 heims­meist­ara­keppn­inni.

Í hinu ótrú­lega mynd­skeiði sem fylg­ir þess­ari frétt má sjá hvernig Ajo tókst að hanga á hjól­inu eft­ir árekst­ur í loka­beygj­um móts­ins í Assen í Hollandi um nýliðna helgi. Var hann í harðri og jafnri keppni um átt­unda sæti er samstuð olli því að hann hent­ist af hjól­inu.

Allt stefndi í að fák­ur­inn hafnaði ut­an­braut­ar með skell á ör­ygg­is­vegg. En Ajo hékk á stýr­inu og krjúp­andi eft­ir jörðinni tókst hon­um að sveigja frá veggn­um og inn á braut­ina aft­ur, við mik­inn fögnuð áhorf­enda.

Spyrja má hvort mótor­hjóla­manni hafi nokk­urn tíma tek­ist að bjarga hjóli sínu og koma sér í enda­mark með þess­um ein­kenni­lega hætti?  

„Ég var virki­lega hepp­inn að skella ekki á veggn­um. Ég vildi bara bjarga mér og koma mér yfir marklín­una sem svo stutt var í. Það tókst ogg ég kláraði,“ sagði gall­h­arði Finn­inn Niklas Ajo eft­ir keppn­ina.

Mynd­skeiðið sem hér fer á eft­ir seg­ir ann­ars alla sög­una:

https://www.youtube.com/watch?v=m_bIaupAeSE&feature=player_embedded

tekið af mbl.is

Harley Dav­idson FLH Electra-Gli­de mótor­hjól af ár­gerð 1970 var selt hjá upp­boðshús­inu Ju­lien's Aucti­ons í Kali­forn­íu.

Það væri varla í frá­sög­ur fær­andi nema fyr­ir þær sak­ir að Ju­lien's sér­hæf­ir sig í sölu á mun­um sem tengj­ast fræga fólk­inu og mótor­hjólið var í eigu kvik­myndagoðsagn­ar­inn­ar Marlons Brandos.

Hjólið var splunku­nýtt þegar Brando eignaðist það og öku­tæki sem var mjög við hæfi leik­ar­ans enda lék frammistaða hans í kvik­mynd­inni The Wild One (1953) stórt hlut­verk í að móta hug­mynd­ir banda­rískra kvik­mynda­húsa­gesta um menn­ingu mótor­hjóla­gengja.

Að sögn Gizmag var Brando mik­ill mótor­hjó­launn­andi sem þótti fátt skemmti­legra en að fara í langa hjóla­t­úra. Hann minnt­ist þess með hlýhug að ferðast á hjól­inu um New York árla morg­uns, áður en mann­lífið vaknaði til lífs, í hlýju sum­ar­næt­ur­inn­ar, klædd­ur í galla­bux­ur og bol með föngu­legt fljóð á aft­ur­sæt­inu.

Mótor­hjólið sem selt var á upp­boðinu var enda með 13.859 míl­ur á mæl­in­um. Var hjólið slegið á 256.000 dali, jafn­v­irði rösk­lega 34 millj­óna króna, og er þar með í hópi þeirra fimm­tíu mótor­hjóla sem hæst verð hef­ur feng­ist fyr­ir á upp­boði.

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

tekið af mbl.is

Í dag þykir nán­ast sjálfsagt að mæla­borðin í bíl­um séu hlaðin skjám og tækni­græj­um af ýms­um toga sem létta akst­ur­inn og bæta ör­yggið. Má varla gera minnstu mis­tök bak við stýrið öðru­vísi en að viðvör­un­ar­ljós blikki og segi öku­mann­in­um að passa sig.

Mótor­hjóla­fólk hef­ur ekki fengið að taka þátt í þess­ari bylt­ingu og hef­ur þurft að láta sér nægja hjálma sem í besta falli eru með heyrn­ar­tól­um sem tengja má við farsím­ann gegn­um blát­ann­arteng­ingu.

Nú gæti þetta breyst, með hjálm­in­um In­telli­g­ent Cr­ani­um iC-R. Safnað er fyr­ir fram­leiðslunni á Indiegogo og hef­ur farið frek­ar hægt af stað, en markið er sett á að afla 300.000 Banda­ríkja­dala til að koma hjálm­in­um á markað.

Þegar hjálm­ur­inn er kom­inn á höfuðið blasa við tveir smá­ir LCD-skjá­ir sem tengd­ir eru við tvær mynda­vél­ar aft­an á hjálm­in­um. Ökumaður­inn hef­ur þannig gott út­sýni beint aft­ur fyr­ir sig. Skjá­irn­ir sýna líka ým­iss kon­ar skila­boð og var­ar hjálm­ur­inn við ef annað öku­tæki er mjög ná­lægt mótor­hjól­inu aft­an­verðu.

Vita­skuld er GPS-kerfi inn­byggt í hjálm­inn og blát­ann­ar­kerfi, en til að setja punkt­inn yfir i-ið er iC-R með sól­ar­sellu sem safn­ar raf­magni meðan ekið er.

Eiga fram­leiðend­urn­ir von á að geta selt hjálm­inn fyr­ir 1.600 dali út úr búð, jafn­v­irði ríf­lega 210.000 króna. This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 
 

 

 
Thursday, 25 June 2015 19:59

Ewan McGreg­or söðlar um

Tekið af mbl.is

Ewan McGreg­or hef­ur nú skipt um hest í miðri á í bók­staf­legri merk­ingu, því að Star Wars-kapp­inn ætl­ar að fara yfir til Moto Guzzi-mótor­hjóla­fram­leiðand­ans fyr­ir næsta æv­in­týri sitt sem verður suður eft­ir Suður-Am­er­íku.

Ítalski fram­leiðand­inn ætl­ar að styrkja hann til verks­ins en ekki ligg­ur fyr­ir hvort ferðafé­lagi hans í Long Way Round- og Long Way Down-ferðunum, Charley Boorm­an, muni fara með hon­um í þetta sinn. Ewan hef­ur látið hafa eft­ir sér að hann hafi alltaf dreymt um þessa ferð. „Mig lang­ar að skoða Baja-eyðimörk­ina. Ég hef aldrei komið þangað en ég þekki marga mótor­hjóla­menn sem hafa keyrt þarna og þeir segja frá góðum veg­um, bæði á möl og mal­biki,“ sagði Ewan í mynd­bandi frá Moto Guzzi. Ferðin sem hann ætl­ar í verður um 11.000 km frá Suður-Kali­forn­íu til Tierra del Fu­ego í Síle og hjólið verður Stel­vio NTX.

Mik­ill aðdá­andi ít­ölsku hjól­anna

Ewan hef­ur alltaf haldið mikið upp á Moto Guzzi og heim­sótti meðal ann­ars verk­smiðjurn­ar í Mandello del Lario á Ítal­íu á leiðinni til Afr­íku í Long Way Down-ferðinni. Ewan á líka nokk­ur Moto Guzzi-mótor­hjól sem hann not­ar nán­ast dag­lega þegar hann er heimavið. „Ég á nokk­ur Guzzi-hjól frá átt­unda ára­tugn­um og ég keypti Nor­ge-hjól handa pabba til að nota þegar hann er í heim­sókn en ég nota það hjól tölu­vert líka. Ég á meira segja Moto Guzzi Eldorado 1974 lög­reglu­hjól með sír­en­um og öllu sam­an. Ég elska ekk­ert meira en að fara niður þegar börn­in eru sofnuð og dunda í hjól­un­um mín­um,“ sagði Ewan um mótor­hjóla­áhug­ann. Ekki hef­ur ennþá verið gefið út hvenær kapp­inn áætl­ar að leggja af stað í ferðina en góður tími fyr­ir slíka ferð er seint á haust­in eins og þegar bræðurn­ir Ein­ar og Sverr­ir Þor­steins­syn­ir fóru sömu leið í fyrra. This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Wednesday, 24 June 2015 21:43

Aftur til fortíðar með Hondu CB 1100

Það eru nokkrir núlifandi Íslendingar sem muna eftir fyrsta ofurhjólinu frá Japan er það ekki, eða allavega hafa lesið um það þegar það leit dagsins ljós, við erum að tala um Hondu CB 750, fjögurra cylindra mótorhjól, einum yfirliggjandi knastás, fjórum blöndungum, rafstarti og diskabremsum að framan, fjórir hljóðkútar ofl. Þetta var árið 1968 þegar hjólið var kynnt á sýningu í Japan nánar tiltekið Tokyo var kallað KO. Gefið upp 68 hestafla og hámarkshraði sagður 125 mílur ?. Aumingja bretarnir vissu ekki hvað var að gerast komið ofurhjól og það lak ekki einu sinni olíu !! Maður einn í Vestmannaeyjum segir reyndar að þetta sé eina alvöru mótorhjólið í heiminum, svo kom Kawasaki Z1 nokkrum árum seinna og skildi Honduna eftir í rykmekki en það er nú önnur saga. En snúum okkar að endurfæddri CB Hondu sem er 1100 cc (í raun 1140 cc), tveir yfirliggjandi knastásar, 16 ventla og bein innspýting, með tvöföldum diskabremsum að framan og einum að aftan hægt að fá það með ABS, fimm gíra kassa, 18 tommu felgum, pústkerfið er fjórir í einn. Lúkkið á hjólinu er fortíðin eða eins og flestir vilja sjá mótorhjól er það ekki, þ.e.a.s. við viljum sjá mótor, pústið já bara alla þessa fallegu hluti sem ekki sjást þegar þeir eru faldir með plasthlífum, en allt er þetta smekkur manna. Prótótýpa þessa hjóls var sýnd árið 2009 og síðan selt almenningi í Japan og Ástralíu, en við hin þurftum að bíða aðeins. Þeir sem prufað hafa hjólið segja það ja svona tímalaust í útliti. Áseta er sögð góð og hlutlaus ef segja má svo. Hjólið dettur í fyrsta gír og mjög gott er að skipta því, eins og reyndar á við um flestar Hondur. Aflið og þá sérstaklega tog er mjög gott, hestöfl sögð vera í kringum 80 plús sem er ágætt fyrir hjól sem vigtar um 540-550 pund (reikna svo !) Ekki háar tölur en ef þetta dugar ekki þá bara fá sér CBR 1000 eða eitthvað annað. Bremsur virka vel, en diskar að framan eru 296mm og caliberar eru frá Nissin, hægt er að stilla framfjöðrun, en sagt er að hún mætti vera betri. Gott er að halla hjólinu í beygjum þó meira vinstra megin því þar er engin hljóðkútur. Menn eru almennt sammála um að þetta sé eitt best heppnaða „retróhjólið“ í mörg ár, en það er samt með öllum nútíma græjum. CB 1100 ætti að koma til Íslands fljótlega og gaman verður að sjá það í raun og veru. Hugsanlega fer fyrsta hjólið til Vestmannaeyja hver veit, mörg fyrstu ofurhjólin fóru þangað.

Þverhaus     (Ólafur R. Magnússon)

Wednesday, 17 June 2015 23:27

Setti hraðamet á TT-braut­inni á Mön

Kawasaki-ökumaður­inn James Hillier setti nýtt met á TT-keppn­is­braut á veg­um eyj­ar­inn­ar Man­ar síðastliðinn föstu­dag þegar Kawasaki H2R hjól hans náði 332 km hraða á hinum vel þekkta beina kafla við Sul­by.

Hillier sagðist vera taugatrekkt­ur fyr­ir hring­inn en braut­inni hafði verið lokað sér­stak­lega fyr­ir þessa til­raun. Kawasaki H2R er held­ur ekk­ert lamb að leika sér við, því með öfl­ugri forþjöppu skil­ar þetta hjól meira en 300 hest­öfl­um. Auk þess er braut­in á Mön lík­lega einn hættu­leg­asti keppn­is­staður fyr­ir mótor­hjól í ver­öld­inni þar sem stein­garðar, tré, staur­ar og aðrir fast­ir hlut­ir bók­staf­lega sleikja keppi­naut­ana þegar þeir aka tæp­lega 60 km lang­an hring­inn. „Þetta var geðveikt, ein­fald­lega geðveikt!“ sagði Hillier í mik­illi geðshrær­ingu gegn­um tal­stöðina strax að lokn­um hringn­um. „Fyrstu fjór­ir gír­arn­ir eru bún­ir eins og skot og hröðunin er trufluð. Hjólið var hraðskreitt á öll­um köfl­um braut­ar­inn­ar og yfir Snæ­fell var það hreint ótrú­legt. Ég var með Stra­va-appið kveikt all­an hring­inn og niður beina kafl­ann við Sul­by hélt ég hjól­inu í botni þar sem það sýndi 332 km á klukku­stund, vá!“ sagði Hillier ein­fald­lega. Hvort metið verður staðfest kem­ur end­an­lega í ljós á næstu dög­um en hægt er að skoða nokk­ur mynd­bönd af þess­um truflaða akstri á Youtu­be.

Tekið af mbl.is

Wednesday, 13 May 2015 20:49

Stuttar „sannar“ sögur um Gaflara

Síðunni bárust nokkrar "sannar" sögur af félögunum, hér er fyrsta þeirra:

Gaflari einn ók Reykjanesbrautina á ca. tvöföldum leyfilegum hámarkshraða, þegar hann sér í baksýnisspeglum hjólsins blá blikkandi ljós og þarna er tugtinn/löggan mætt, Gaflarinn hugsar með sér ég næ nú alveg að stinga þessa Volvo druslu af, svo hann gefur bara í, en sér fljótlega að þetta gengur ekki og hann stöðvar hjólið. Lögreglumaðurinn gengur rólega að honum og þetta er svona lögga á vel miðjum aldri. Löggan spyr Gaflarann þú veist um hámarkshraðann, síðan um ökuskírteinið og að lokum segir hann: Heyrðu góði þar sem vaktinni minni er að ljúka og ég í góðu skapi, skal ég sleppa þér með munnlega áminningu ef þú kemur með nógu góða afsökun um af hverju þú ókst svona hratt. Gaflarinn segir ja það var þannig að fyrir ca. mánuði síðan þá stakk konan mín af með annarri löggu og ég hélt að þetta væri hann að reyna ná mér til að skila helvítis kerlingunni aftur !!!

Saturday, 09 May 2015 21:50

Fyrsta óhappið !!!!

Hver man ekki eftir því þegar hann/hún fór fyrst á hausinn á mótorhjóli sínu ?? Eflaust ekki margir sem muna það ekki, jú svo nokkrir „ofurökumenn“ sem segja: Aldrei neitt komið fyrir mig. En sagan segir okkur að það eru aðeins til tvenns konar mótorhjólaökumenn:

1. Þeir sem eru búnir að fara á hausinn og

2. Þeir sem eru á leiðinni á hausinn !! Hérna eru tvær sögur um fyrsta FALLIÐ.

Það er fallegt haustveður, síðla kvölds og engin umferð, myrkur er skollið, engin götuljós því ekið er á góðum sveitavegi, en samt ekki langt frá byggð. Maður nýtur augnabliksins og hefur ekki áhyggjur af einhverjum radaráhugamönnum sem afla tekna fyrir ríkissjóð !! Hraðinn er samt ekki svo mikill rétt rúmlega hundrað, ja gæti verið meiri ef hjólið gæfi manni þann möguleika, en svo er ekki, meiri hraði og ég væri farin að sjá þrjár til fjórar akreinar í stað tveggja því græjan væri farin að titra svo mikið við aukinn snúning mótors.

Nei bara að njóta þessara síðustu hjóladaga haustsins, það er stutt í veturinn og þar með lítið hjólað, en meira gramsað í skúrnum. Ég bara horfi á það sem ég sé í minnkandi birtu, það er virkilega fallegt þarna, fjöllin, haustliturinn á öllum gróðrinum, hljóð hjólsins sem er tveggja strokka „hippi“ glymur í eyrum og það er sko gaman að vera til. En allt í einu ég finn högg og síðan tekst ég á loft og það næsta sem ég man er að ég ligg í vegarkanti sem er sem betur fer hulin grasi.

Eins og flestir, ja allavega sumir, þá hugsa ég lítið um hvað gæti verið að mér, er ég slasaður ?!! Nei ég rýk á fætur og geng hröðum skrefum að hjólinu mínu sem hefur runnið nokkuð marga metra frá þeim stað sem lenti, það liggur þarna á hliðinni, dautt er á mótor en ljósin loga enn. Ég hugsa hvað hefur gerst, engin umferð, á hvern andskotann ók ég á eða hvað læstist fram eða afturdekk, hvað gerðist eiginlega. Fer að skoða hjólið, hvað það sé mikið skemmt, því það var sko búin að fara ótrúlegur tími í að reyna að gera þetta hjól að einhverju sem virkaði sem gott mótorhjól. Þarna er ég að bogra yfir hjólinu til að reyna lyfta því upp, það komið meira myrkur, þá allt í einu heyri ég þessi líka ískur í hjólbörðum, þegar bifreið er nauðhemlað, ég sný mér við og sé að bifreiðin stefnir nær beint á mig því hjólið endaði á miðjum vegi.

Ökumaður bifreiðarinnar nær að stöðva bifreið sína aðeins nokkra metra frá mér. Ég geng að farþegahlið og svo banka létt á hliðarrúðuna, það er kona undir stýri og henni virðist hafa brugðið meira en mér, henni gengur illa að opna rúðuna í öllu fátinu, en það gengur að lokum og hún hrópar upp: Guð minn góður þú ert stór slasaður !! Þá fer ég loksins að skoða sjálfan mig, ég sé að önnur skálmin á leðurbuxum mínum er rifin nokkuð mikið og það skín í bert holdið og jú það blæðir líka eitthvað !! Horfi á sjálfan mig í hliðarspegli bifreiðarinnar og sé að það vantar glerið á hjálminn minn og andlit mitt er svona að hluta hulið með mold og eitthvað af grasi líka. „Shit“ hugsa ég hjálmurinn ónýtur og Hein Gericke leðurdressið mitt líka æ æ æ. Næ að snúa mér að konugreyinu og segja nei það er í lagi með mig, en hugsa djöfull var ég heppinn að það voru en ljós á hjólinu annars hefði konugreyið eflaust ekið yfir mig !! Get ég aðstoðað segir hún, já gætir þú ekið mér hérna aðeins lengra svo ég komist í síma (engir gemsar komnir á þessum tíma), en ég þarf að koma hjólinu af veginum bæti ég við.  Ég hleyp að hjólinu og reisi það við og sé þá betur í ljósunum frá bifreiðinni að græjan er „haugtjónuð“. Enn hugsaði ég hvað eiginlega gerðist, var ég úti að aka (það gerist).

Ökumaður bifreiðarinnar beið rólegur og eflaust í miklu meira sjokki en ég. Hún ók mér á smá sveitabýli þarna rétt hjá, en á leiðinni þangað fór ég að athuga betur með ástand mitt, jú það var löng rispa á innanverðu lærinu, en eflaust ekkert sem þurfti að sauma, ég sá líka útundan mér að konan sem ók bifreiðinni var alltaf að gjóa augunum til mín, svo sem allt í lagi, hún var á besta aldri, eða hvort það voru áhyggjur af heilsufari mínu eða að henni litist vel á mig, það er spurningu sem aldrei verður svarað. Hún skildi svo við mig á hlaðinu á sveitabýlinu og lét mig hafa símanúmer sitt sem og nafn, hafði skrifað þetta á miða og sagði það væri eflaust gott vegna hugsanlegra vitna útaf tjóninu.

Ég fékk að hringja á bænum og hringdi fyrst í konuna mína og lét hana vita af þessu slysi, hún sagði: Jæja þetta kannski þroskar þig og þú hættir þessum leikaraskap !! Dream on !! Síðan hringdi ég á sendibíl og í lögregluna.

Sendibílinn var komin löngu á undan löggunni, hugsanlega ekki skrýtið þeir eru alltaf uppteknir við mikilvæg störf. Ég fór með sendibílstjóranum að hjólinu, við komum því inní sendibifreiðina og þá sá ég enn betur að blessað hjólið var bara  í stuttu máli í „drulluhaug“. Eftir að við vorum búnir að ganga frá hjólinu þá birtist löggan og fór að spyrja alls konar spurninga um: Veður, umferð, skyggni, hraða, yfirborð vegar, var blautt eða þurrt, já það borgar sig að vera nákvæmur !!

Hvað gerðist spurði eldri löggan ? Veit það ekki, ég bara skil það ekki svaraði ég, eina mínútuna var ég hjóla og næsta sem ég veit að ég ligg hérna í grasinu. Meðan ég var að spjalla við eldri lögguna og hún að kvarta yfir að ég hafi fært hjólið og hvað þá sett það inní sendibifreiðina, kemur sá yngri og segir spekingslega: Þú hefur ekið á hjólbarða á felgu, það er auðséð þar sem það eru för í malbikinu eftir felguna !! Einhver hefur misst varadekkið af jeppanum sínum grunar mig, eða eitthvað svipað og þú hefur lent á þessu og felgan sem og hjólbarðinn farið hérna útfyrir veg. Já gæti verið rétt, ég sá þetta aldrei, ég var með háa geislann á svo þetta hefur farið fram hjá mér, meðan ég hugsa ja það er betra að fylgjast með götunni heldur en fallegu umhverfi.

Gamli garmur heldur áfram að spyrja um ökuhraða og bætir við að þessir hjólamenn séu allir hættulegir umhverfi sínu !! Ég spyr gáfulega: Líka löggur á mótorhjólum ?? Man ekki hvað gamli garmur sagði en það var eitthvað mjög gáfulegt um mótorhjólamenn almennt. Hætti ég að hjóla eftir þetta, nei nei, Allavega í smá tíma horfði betur í kringum mig.

 

 

 

 

Já ég fór hausinn, en hafið ekki áhyggjur, þetta var ekki mikið tjón og ég slapp nær alveg ómeiddur. Þetta gerðist þannig að ég var að aka hjólinu mínu sem er svona „dual“ sport hjól frá BMW.

Ég ók á malarvegi og var á svona 70 km hraða þegar þetta gerðist, það var virkilega gott veður sól og hiti og umferð var nær engin, aðeins smá steinar og ryk á ferðalagi mínu. Ég ók í mjög fallegu sem og hrikalegu umhverfi, með stór fjöll á báðar hliðar og það rann fljót eitt á hægri hlið mína (er þetta skáldsaga !!)

Ég var að njóta þessa alls og hafði skömmu fyrir óhappið stöðvað til að taka nokkrar ljósmyndir. Ég ók uppá hæð eina og niður hinumegin, en þarna hafði auðsjáanlega verið nýlega heflað og líka nýt lag af möl, allt frekar laust í sér, ég hægði verulega á mér, en það dugði ekki því hjólið fór að sveiflast til og frá í lausri mölinni, ég reyndi mitt besta til að halda því uppréttu en við það að fara utar á veginn varð mölin enn lausari í sér, ég náði samt enn að halda því uppréttu og hélt beint áfram, en það gekk ekki því nú var komin beygja á veginum, ég reynd að beygja en þetta gat bara endað á einn veg ég fór útaf veginum, niður kantinn og svo á hausinn með stæl, ja svona féll á vinstri hlið og lenti undir hjólinu þeim megin sem pústið er og mér fór strax að hitna hressilega, þarna sem ég lá klemmdur á milli móður jarðar og hjólsins.

Hjólið var enn í gangi svo ég teygði mig á ádreparann og náði að drepa á mótor. Svo tók við smá barátta við að koma sér undan græjunni, sem hafðist nú að lokum. Stoltið var verulega sært því ég hafði aldrei farið á hausinn fyrr og búin að vera hjóla í um 10 ár.

Nú tók við annað stríð að rétta hjólið við og eins og oft gerist þá gleymdi ég öllu sem ég hafði lært um hvernig væri best að lyfta hjóli upp einn. Eftir nokkrar tilraunir í svitabaði, þá var baki snúið að hjólinu og því lyft að mestu með fótleggjum, já svona öfug hnébeygja.

Nú tók við skoðun á hjólinu og ég sá strax að stefnuljós að aftan var brotið, vélarhlíf skemmd (hefði átt að kaupa mér veltigrind) og rispur á tank og ýmsu öðru, jú ekki má gleyma brotnu kúpling handfangi, en allavega ekki það mikið brotið að það mátti vel kúpla hjólinu, já svo svona hefðbundið brotið plasthlífardót.

Ég virtist sjálfur hafa sloppið nokkuð vel, já sá smávegis á fatnaði mínum, sem og nýju endúro klossunum mínum, en það er nú bara gott, alltaf hálf hallærislegt að vera í nýjum svoleiðis skóm. En ég var aumur á nokkrum stöðum og ákvað að vera ekkert að skoða mínar skemmdir betur fyrr en ég kæmi heim. En hvað hafði farið úrskeiðis?? Ég svona vanur og kunni þetta allt er það ekki, nei staðreyndin er sú að um leið og við hættum að læra þá eigum við í raun að hætta að hjóla. Ég hafði bara farið of hratt miðað við aðstæður, tekið í bremsu á röngu „momenti“ verið of stífur og já vantaði bara æfingu í því að takast á við þessar aðstæður.

Þarna sat ég í dágóða stund og velti þessu öllu fyrir mér og grét smávegis innra með mér vegna skemmda á hjólinu, en það má nú allt lagfæra. En þetta var fyrsta Fallið mitt og það var allt mér að kenna og engum öðrum.

Ég hugsaði með mér hvað ég hafði heyrt margar sögur hjólamanna sem segja frá því hvað þeir hefðu verið rosalega klárir en svo væru til aðrir vitleysingar sem hefðu komið þeim á hausinn !!

T.d. ég var sko á 180 km hraða sá hest á veginum svo ég hemlaði og þegar ég sko sá að ég næði ekki að hemla þá sko lagði ég hjólið niður og rann á milli fram og afturfóta hestsins !!! En við vitum öll að það rétta er: Ég sá hestinn  og mér brá og svo ég læsti frambremsu og fór á hausinn með stæl !!

Stolið og stílfært frá hinum ýmsu stöðum

Óli bruni