Gunnlaugur Harðarson

Gunnlaugur Harðarson

Nei veturinn er ekkert leiðingur ef eitthvað verkefni mótorhjólatengt liggur fyrir, jafnvel alveg eins spennandi og að aka mótorhjóli, ja allavega fyrir suma. En snúum okkur að efni þessarar greinar sem er einn síðasti túr haustsins. Það er sól og hitinn er um sjö gráður, það gæti hugsanlega komið smá rigning en maður klæðir sig bara rétt er það ekki, já miðað við að búa á “sunny” Iceland !!

 

Stefnan er tekin á Selfoss og þessi túr skal farin á mótorhjóli, þ.e.a.s. ekki hálf yfirbyggðum bíl, þar sem vindhlífar, hiti í handföngum sem og sæti, steríó græjum o.s.frv.  gerir mótorhjólið líkara bíl en alvöru mótorhjóli ! Það koma tvær tegundir uppí hugann “Vængur” frá Japan og/eða pylsuvagn frá USA . En eins og allir vita þá koma/komu öll alvöru mótorhjól frá ?? (nú byrja menn að giska) auðvitað frá Bretlandi og því er breskt best ! Ekki rétt !!

 

Jæja ég er búin að klæða mig vel og að sjálfsögðu í alvöru “breskan” fatnað sem er vatnsvarin með olíu (nei nei ekki frá hjólinu !). Ég set á höfuðið “fiskabúr” reyndar ekki frá Bretlandi, því það er frekar kalt annars væri notaður Davida alvöru hjálmur frá já eina rétta landinu !!

 

Hjólinu er snúið í gang  (sko rafstart er bara fyrir kerlingar !!) og látið hitna aðeins og síðan er lagt í hann. Úff er ekki enn september, það getur ekki verið, strax orðið frekar svalt og maður er bara komin að Litlu Kaffistofunni. Og nú byrjar líka að rigna, hvað í and #$% og hel$%& er eiginlega að gerast, það átti að vera þurrt og smá sól. Jæja það er ekki langt á Selfoss og það er ekki lengi verið að aka yfir heiðina að öllu jöfnu.

 

Nú rignir eins og hellt sé úr fötu og hitastigið hefur fallið, ég finn að að ég er allur farin að blotna og það svona hálf sullar í þessum vatnsheldu skóm. Ég er jafnvel farin að hugsa hugsanlega hafi bensínstöðvar eigandi einn sem segir að jafnvel Vængir frá Japan heiti í raun Henda ! hafi eitthvað rétt fyrir sér að maður eigi bara að aka á hálfyfirbyggðum bílum með tveimur hjólum !!

 

Áfram er haldið og já eins og áður sagt þá er þetta ekki langt ferðalag sem liggur fyrir, en nú er finnst mér eins og einhver hafi sett vatnsslöngu ofaní hálsmálið á þessum fína breska jakka og skömmu síðar hugsa ég er ég búin að pissa á mig, nei þó ég sé nú ekkert unglamb þá man ég eftir að pissa við réttar aðstæður !! Hveragerði blasir við og ég hugsa: Á maður kannski að stoppa og fá sér smá kaffi.

 

Hvað er þetta maður hugsa ég smá bleyta drepur engan og þó þér sé kallt í tveimur peysum og góðum undirbuxum, sem og góðum hönskum, þá lætur þú þetta ekki fréttast að stöðva eftir nokkurra kílómetra þó það rigni aðeins, en ég sé að hitastigið er komið í fimm gráður, er komin hel#$% and”#$% vetur eða hvað hugsa ég, nú kaupir maður pysluvagn frá USA og jafnvel á þremur hjólum, en sú hugsun stóð nú bara innan við eina sekúndu.

Selfoss “here I come” sagði kerlingin !! Það er tekið á móti manni með virktum hjá góðum manni (og já konu) mér er boðið til stofu eins og sagt var hér áður fyrr. Heitu kaffi er hellt í bolla og að venju fullt að meðlæti, en áður en gengið var til stofu þá var farið úr öllum þessum blautu fötum, en skömmu áður hafði ég hugsað: Nú kaupi ég mér alvöru fatnað sem heldur vatni og vindi, sko svona eins og vélsleðamenn (konur) nota, ég fæ mér líka hitahandföng ekki spurning.

 

En þegar ég er klæða mig úr öllu þessum blauta fatnaði, sé ég að það er ekki vottur af bleytu á framanverðum lærum, sem og að ermar og bak, sem og stór hluti að undirbol er þurr, svo það er ekki hægt að kenna um fatnaði né skóm, hann hefur ekki lekið, nei allt þetta vatn hefur runnið innum einhver op og rifur !!! Nú spyr ég ykkur kæru félagar hvaða aðferð er heppileg til að koma í veg fyrir “leka” Já ekkert bull um Pylsuvagna eða Vængi eða eitthvað “límband” til að vefja fyrir allar rifur !!

 

Nú er mér farið hitna aftur og ekki skemmdi fyrir smá bull um mótorhjól, sem og skoðunarferð um bílskúr, þar sem hver gullmolinn er fallegri enn hinn enda nær allt Breskt er best. Ég treð mér í vel rakann “vatnshelda” fatnaðinn og sný mér að því að snúa græjuna í gang, fer í gang á öðru “kikki”, eðlilega því já já þið við vitið hvað kemur næst. Ferðin til baka er “áfallalaus” engin rigning, þó hitastigið hefði mátt vera hærra. Heim er komið og nú tekur við þrif á græjunni og annað sem fylgir svona líka “stór” ferðalögum !!! Hugsanlega verður eitthvað meira hjólað ef veður leyfir, en mér mun ekki leiðast þennan vetur frekar en undanfarna vetur því það liggja fyrir einhver hjólatengd verkefni.

 

Óli bruni

Rigning 1

 

Wednesday, 16 September 2015 08:29

Kapp­akst­urs­bíll með mótor­hjóla­mótor

tekið af mbl.is

Honda held­ur hönn­un­ar­sam­keppni inn­an­húss: Kapp­akst­urs­bíll með mótor­hjóla­mótor

 
Þessi litli en snaggaralegi kappakstursbíll er með V4-vélina úr RC213 VS-keppnishjólinu úr MotoGP-kappakstrinum. stækka

Þessi litli en snagg­ara­legi kapp­akst­urs­bíll er með V4-vél­ina úr RC213 VS-keppn­is­hjól­inu úr MotoGP-kapp­akstr­in­um.

Honda hef­ur sent frá sér mynd­ir af nýj­um kapp­akst­urs­bíl sem knú­inn er af sömu vél og Honda not­ar í MotoGP-mótor­hjólakapp­akstr­in­um.

Verk­efnið er út­koma inn­an­húss­sam­keppni hjá 80 hönnuðum Honda en upp­haf­lega hug­mynd­in kom frá deild­inni í Asaka í Jap­an, þótt vél­in hafi verið út­færð af deild­inni í Wako. Bíll­inn er kallaður Proj­ect 2&4 og er eins sæt­is, en vél­in er tjúnuð við 215 hest­öfl við 13.000 snún­inga en þyngd bíls­ins er aðeins 405 kíló svo að þetta hlýt­ur að vera spenn­andi akst­urs­bíll. Vél­innni var snúið 90 gráður og höfð langs­um og í stað hefðbund­ins mótor­hjóla­kassa er kom­in sex þrepa sjálf­skipt­ing með tveim­ur kúpl­ing­um og læs­an­legu mis­muna­drifi. Gert er ráð fyr­ir mögu­leika á farþega­sæti en eng­in veltigrind virðist vera á bíln­um svo ekki er talið lík­legt að þessi keppn­is­bíll fari í ein­hvers kon­ar fram­leiðslu, alla­vega í bili.

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Wednesday, 26 August 2015 09:10

2014 Honda CBR1000RR SP

Honda SPTryggvi á þetta

2014 Honda CBR1000RR SP – Smá lesning um alvöru Hondu og prufuökumaður er sjálfur Miguel Duhamel.

Sagt er að Duhamel sé maður sem sjaldan er orðvant og eigi til að skreyta sögur og kannski skiljanlegt því hann er fransk/kanadískur að uppruna, svona okkar á milli þá er sagt að Duhamel eigi náfrænda á Íslandi og sá er stundum kenndur við vissa matartegund sem er vinsæl t.d. í morgunmat. En snúum okkur aftur að okkar manni þ.e. Duhamel, en hann hætti að keppa fyrir ca. sex árum og mikil eftirsjá í honum og þó aðallega sögum hans og skemmti- legri framkomu. Duhamel var og er elskaður af blaðamönnum. Duhamel hefur unnið örfár !! mótorhjólakeppnir!!, ja t.d. 86 AMA í öllum flokkum, komist á pall fimm sinnum í Daytona 200 og hluti af þeim keppnum var hann svo illa meiddur eftir byltur að hann þurfti aðstoð við að setjast á keppnishjólið= Nagli.

 

 

Því ákvað Honda að fá Duhamel til að prufa nýja CBR1000SP 2014 hjólið, því þarna var allt til staðar, ekki bara málglaður sögumaður, heldur líka hörku hjólari. Því var hann boðaður á Buttonwillow brautina í Californiu USA og nú átti að taka allt útúr þessu nýja súperbæki. Þrátt fyrir að Duhamel hafi kept á Suzuki, Kawasaki, Yamaha og jafnvel Harley þá hefur hann alltaf verið talinn Hondumaður, áður en lengra er haldið þá bið ég að afsaka allar þessar Hondugreinar en þetta er bara svona HONDA er best spyrjið bara Tryggva, já og Sæþór. En Duhamel vann fullt af keppnum á t.d. VFR750R, RC30, RC51 og CBR1000RR Hondum.

 

En hvað er þessi nýja SP græja, jú þetta er ekkert í liking við t.d. RC30 eða RC45 keppnis-hjólin. En samt þetta er hjól með topp Öhlins fjöðrun, Brembo bremsum ofl. góðgæti. Hjólið verður notað í superbæke keppnum. En SP hjólið er þó nokkrum skrefum framar í flestu heldur en standard 1000RR hjólið. En Duhamel tók nokkra hringi á báðum hjólunum til að byrja með og eftir að hafa prufað báðar græjurnar var hann spurður um hvort það væri mikill munur ? Það er nokkuð mikill munur á þessum hjólum og þá aðallega í gegnum beygjur, standard hjólið er gott en það á ekki mikinn “séns” í SP hjólið og þá sérstaklega þegar hraðinn er orðin mikill, SP græjan “höndlar” bara miklu betur, fjaðrar betur, betri bremsur og maður þarf miklu minna að hafa fyrir hlutunum þegar vel er tekið á því. En Duhamel er sérfræðingur að setja hjól upp fyrir hverja braut, já sagður í raun galdramaður í því.

 

 

En af hverju svona mikill munur, hjólin eru eins í raun, sama lengd, þyngd o.s.frv. Jú auðvitað fjöðrunin Öhlins TTX að aftan og 43mm NIX30 demparar að framan svo Brembo bremsur. SP hjólið fer í gegnum beygjur eins og það sé á teinum eða eins og einbeitt kona að versla á útsölu og gleymum því ekki að standard hjólið fær allsstaðar góða dóma og þá líka í samanburði við önnur “súperbæke”. Eins og áður sagt þá er SP hjólið með Brembo monoblock bremsur and diskar eru eins og á standard hjólinu og þegar góðir hlutir eru settir aukalega í hjól þá verður útkoman yfirleitt góð. Mótor hefur verið “uppfærður” á báðum CBR1000RR hjólunum þ.e.a.s. heddið þar sem bæði inntak og útblástur hefur verið uppfærður sem og ventlasæti. Að auki er SP mótorinn “blueprintaður”=ballenseraður sérstaklega, handvaldir stimplar og stimilstangir. Þó SP hjólið sé ekki með eitthvað tölvudót til að stilla átak í afturhjól, þá er grip mjög gott og tekur vel á móti inngjöf útúr beygjum. Nýja SP hjólið er bara allt miklu svona “faglegra” sagði Duhamel og fínlegra ef hægt er að segja svo. SP hjólið er gefið upp 152.2.hestar og togið er 78.4 á móti 147.2 hestar og togið 75.8 í afturhjól á standard græjunni. Jú standard hjólið vill prjóna meira=smá Tryggvi í því.

 

Mælingar sýndu að Duhamel náði að fara hringinn á Buttonwillows á svipuðum hraða á báðum hjólum, en þá bara örfáa hringi í einu á standard græjunni því átökin voru svo miklu meiri að úthaldið þraut. Skiptir þetta máli fyrir okkur þessa venjulegu veraldlegu hjólmenn og konur ?? Svari hver fyrir sig og eflaust mun pyngjan spila þar inní. En hvað segir sjálfur Duhamel: Það er ekki bara SP merkið og öðruvísi málning það er bara hellings munur á þessum hjólum og stærra bros má kosta sitt !! Það munar reyndar aðeins $ 2700 á hjólunum og hvað er það fyrir SP græjuna, nær ekkert (ja smá tollar og gjöld að auki) því á SP verður þú alltaf á Spes græju og þrátt fyrir hærra verð SP hjólsins þá er verðið mjög samkeppnisfært við önnur súperbæke. Annað tæknilegt fylgir með eftir þörfum en lesa má betur um þetta allt á netinu.

Stolið og stílfært af netinu:

Óli bruni.

 

 

 

 

Z 1400Hér er ein óbirt grein frá Óla bruna

Það hefur verið smá della fyrir smærri mótorhjólum undanfarið, það er að segja allavega sum mótorhjólablöð og þessi “minni” hjól hafa í raun skilað öllu sem venjulegur hjólamaður þarf, er það ekki ?!, þarna er verið að tala um 600-750cc hjól. En svo eru það menn já og konur sem vilja alvöru græjur milli lappa sér ef segja má svo. Eyjamenn (suðureyjan) hafa í gegnum árin nær oftast átt öflugustu hjól landsins, þó að mig minni að lengsti vegur á eyjunni sé 3 km !!! En snúum okkur að Kawasaki ZX-14R með ABS, þarna er á ferðinni ofurhjólið frá Kawasaki og Busu eigendur standa og horfa á með tárin í augunum ! Að sjá virðist Zetan vera risastór og þunglamaleg, þá aðallega útaf því að hjólið er hulið plasti sem blaðamenn segja séu eins og “fairingar” á geimfari. Hjólið viktar lítil 591 pund (reikna svo), er með tveimur stórum hljóðkútum sem virðast líka betur eiga heima á geimskipi. En látum ekki útlitið plata okkur því um leið og hljóð er komið af stað gleymist allt sem snýr að þyngd og já frekar þungu yfirbragði. Undir þessu öllu er ofurhjól sem fer ¼ míluna undir 10 sekúndum, nú er Darri farin að brosa. Hjólið er sagt höndla virkilega vel og mjög lítið mál að halla því það hressilega í beygjum þannig að standpedalar snerti malbik og það hressilega. Ztan er sögð mjög þægileg í akstri og ásetu, eina mínútuna er þetta flott ferðahjól svo þá næstu hörku racer geri aðrir betur. Aflið kemur inn við um 3500 rpm og byrjar virkilega að taka við sér í 5000 snúingum að rauða strikinu í kringum 11000 snúninga, vélin er sögð um 200 hestar og nákvæm CC stærð er 1441. Vél hjólsins er sögð eins og hljóðlát túrbína og eins sú þýðasta á markaðinum í dag, tog er sagt 120 lbs. ft. semsagt vikilega gott já við erum með 1400cc þarna, togar hressilega frá kyrrstöðu í top, hvergi að dauður puntur. Þeir sem hafa ekið hjólinu segja að hröðun hjólsins sé á við fíkn manni langi alltaf í meira og meira. Hámarkshraði er sagður 186 mílur og ökuskírteinið nær alltaf í hættu því það finnst mjög lítið fyrir hraðanum því vindhlífar eru virkilega góðar. Það eru ýmsar stillingar á hjólinu til að stilla kveikju, afl, og átak til afturhjóls (traction control og ABS). Ztan á jafnt heima á svæðum þar sem mikið er af beygjum og sem venjulegt ferðahjól. Það þarf lítið að taka á hjólinu inní beygjur og ökumanni finnst hann í raun vera á miklu minna hjóli. Heldur mjög vel línu gegnum þröngar beygjur og virkar aldrei yfirþungt, en munum þetta er ekki 600 hjól nei hér erum við á 1400cc hjóli. Útúr beygjum vantar aldrei afl og eflaust fáir sem getað notað allt afl hjólsins. Á hraðbrautum (Helgafellsbraut !!) er hjólið einnig á heimavelli og nær engin titringur uppí stýri né standpedulum, sætið er þægilegt og góð áseta fyrir jafnvel hærri men/konur, þú situr sem sagt ekki með hné við eyru, frekar í afslappaðri stöðu í smá framhallandi stöðu. Þó framrúða sé frekar lág þá skýlir hún ökumanni nokkuð vel, jafnvel þó hraði sé komin vel yfir löglegan hraða hér á landi. Stillanleg fjöðrun Zetunnar gefur þér nær alla möguleika að stilla fjörðun þannig að hún henti til allra ferða. Fer vel yfir hraðahindranir sem og ójöfnur í malbiki og þar skilar þyngd hjólsins sér vel ef segja má svo. Ztan er sögð “hegða” sér mjög vel við nær allar aðstæður jafnvel í hægum akstri innanbæjar, ekkert hikst eða kippir við inngjafir alltaf mjúkt. (innskot: sumir eru farnir að halda að þessi skrif séu pöntuð af Darra !!). Jafnvel þegar tekið er á inngjöf eins og þegar Tryggvi tók í hjól sonar síns hér um árið, þá má segja að Ztan fari frá því að vera lamb í urrandi úlf, en samt aldrei neitt sem ökumaður ætti ekki að ráða við, ja flestir og svo má eins og áður getið notað stillingar aflgjafar o.s.frv. Bremur eru sagðar mjög góðar og með ABS, Nissan caliberar taka utanum 310mm hálf fljótandi diska að framan og það má taka hressilega í frambremsu án þess að hafa áhyggjur af því að renna til eða fara á hausinn. Kawasaki verksmiðjurnar hafa náð fram undraverðum árangri ekki bara í afli heldur líka bensíneyðslu,hjólið er sagt fara með gallon (ca. 4 ltr.) á 40. mílum ef ekið er skynsamlega, svona eins og Sæþór að öllu jöfnu ! Bensíntankur er sagður 5.8 gallon (rúmir 20 ltr.). Gírkassi er 6 gíra og tengdur við “slipper” kúplíngu svo skipta má niður hressilega án þess að læsa afturdekki. Kúpling sögð mjög létt í átaki, eins og áður sagt er fjöðrun stillanleg á þrjá vegu bæði framan og aftan, ekki neinar brautarstillingar hérna en henta Ztunni mjög vel. Sumir segja að minna sé betra en hér á það alls ekki við, hér er komin græja sem sumir kalla Busubana, en erlendir blaðamenn kalla Ztuna frábært hyperbike. Svo er bara skoða nákvæmlega allar tæknilega tölur á netinu áður en eitt stk. Zta er pantað. (til eyja).

Stolið og stílfært af netinu:   Óli bruni

 

 

Wednesday, 19 August 2015 12:41

„Ástandið er mjög slæmt“

tekið af mbl.is

„Ástandið er mjög slæmt“

 
Malbikið hefur verið óvenju hált í sumar að mati vélhjólamanna. stækka

Mal­bikið hef­ur verið óvenju hált í sum­ar að mati vél­hjóla­manna. mbl.is/​Eggert

Bif­hjóla­menn hafa haft orð á því að mal­bik sé óvenju hált á höfuðborg­ar­svæðinu. „Þetta er mjög slæmt fyr­ir hjóla­fólk en þetta verður hált fyr­ir alla veg­far­end­ur þegar mal­bikið blotn­ar,“ seg­ir Emil Ant­on Sveins­son, bif­hjóla­maður, við mbl.is. Vega­gerðin mun hefja hálku­mæl­ing­ar í dag.

„Þetta versn­ar bara þegar líður á haustið, þegar það kóln­ar og svona, þá verður þetta ein­fald­lega hált.“ Emil seg­ir að það sé eins og tjar­an fljóti upp þegar göt­ur séu mal­bikaðar. „Maður hef­ur séð þetta áður en aldrei í sama mæli og nú í sum­ar og ástandið er mjög slæmt þetta árið.“

„Þetta á ekki að vera svona“

Hann hef­ur haft sam­band við Vega­gerðina út af þessu og fólk þar ætlaði að kanna ástand verstu kafl­anna. „Fólk hjá Vega­gerðinni vissi af þessu og ætlaði í hálku­próf­an­ir á verstu stöðunum. Þetta var fyr­ir viku og ég hafði sér­stak­lega á orði að kafl­inn frá Nesti í Foss­vogi og uppund­ir Hamra­borg­ina rosa­lega slæm­ur. Þessi kafli var mal­bikaður fyr­ir um það bil mánuði og ef mótor­hjóla­fólk fer á miðjar ak­rein­ar þá erum við að setja okk­ur í hættu.“ 

Emil bend­ir á að þessi staður sé einnig slæm­ur vegna þess að há­marks­hraðinn eru 80 kíló­metr­ar. „Þetta er líka í beygju þannig að ástandið þarna er skelfi­legt.“

Hann seg­ir að það hafi verið mik­il lukka fyr­ir mótor­hjóla­fólk að nán­ast ekk­ert hafi rignt í sum­ar. „Þetta er búið að vera frá­bært sum­ar og eng­in rign­ing.“

Emil finnst und­ar­legt að nýtt mal­bik setji veg­far­end­ur í hættu. „Í lönd­um þar sem gæðaeft­ir­lit er í lagi hefði verktak­inn átt að rífa mal­bikið upp og gera þetta upp á nýtt. Þetta á ekki að vera svona. Nýtt mal­bik á ekki að setja veg­far­end­ur í hættu. Ef við erum far­in að veigra okk­ur við því að hjóla á nýju mal­biki þá er eitt­hvað að.“ 

Tjöru­himna mynd­ast yfir mal­bik­inu

Sam­kvæmt Bjarna Stef­áns­syni, deild­ar­stjóra hjá Vega­gerðinni, hefjast hálku­mæl­ing­ar í dag. „Þá erum við að meta hversu hált þetta er og þar fram eft­ir göt­un­um,“ seg­ir Bjarni við mbl.is. Aðspurður seg­ir hann eitt­hvað verða gert ef ein­hverj­ir veg­kafl­ar þykja of hálir.

„Tjar­an press­ast upp út und­an völt­ur­un­um og þá mynd­ast tjöru­himna yfir mal­bik­inu. Þetta hef­ur verið með meira móti á nokkr­um stöðum, til að mynda við Smáralind og við Foss­vog­inn. Þessi mál eru öll í skoðun.“

 
Malbikað.

Mal­bikað. mbl.is/Þ​órður

 

Thursday, 13 August 2015 21:45

Flugu af fák­un­um í brekk­unni

tekið af mbl.is

Áhuga­menn um mótor­hjól hlýt­ur að líða illa við að horfa á mynd­skeiðið með þess­ari frétt. Það er frá keppni í „ómögu­lega brekkuklifr­inu“ sem fram fer ár­lega í Belg­íu.

Brekk­an í Andler/​Schön­berg er afar brött og minnsta kosti um 60 gráður efst en þar er auk þess í henni kletta­belti sem ger­ir hana afar ill­víga. Nán­ast er úti­lokað að kom­ast upp.

Her­skari kepp­enda mæt­ir ár hvert til leiks á sér­út­bún­um mótor­hjól­um. Nær öll þeirra hljóta mjög harka­lega út­reið er þau steyp­ast niður brekk­una eft­ir að hafa kastað knöp­un­um af sér eins og ótemj­ur væru.

Í mynd­skeiðinu kom­ast tveir kepp­end­ur ansi langt og eru í aðeins seil­ing­ar­fjar­lægð frá mark­inu. Báðir höfðu það lengi vald á fák­um sín­um að hjól­in flugu að og yfir marklín­una.

Óhætt er að segja að öku­menn­irn­ir séu kaldrifjaðir að leggja í keppni sem þessa. Hljóta þeir marg­ir harka­lega niður­ferð eft­ir þeir fljúga af mótor­hjól­un­um og hend­ast niður­brekk­una. Og þótt ótrú­legt megi virðast slasaðist eng­inn al­var­lega í þess­ari keppni.

https://www.youtube.com/watch?v=uRGn9AY0ysA

 

Yamaha YZF 2013 mynd 1

Yamaha R1 hjólið er búið að vera á markaðnum nokkuð lengi, en það var kynnt til sögunar árið 1998 og þá talið með betri súperbækum heimsins, þó svona smá fæðingargallar hefðu komið fram í fyrstu framleiðslunni þ.e.a.s. smá vesen með kúplingu. Ekki er mikil breyting frá 2012 hjólinu og þó það séu alltaf gerðar breytingar til batnaðar og nefna má tölvustýrt átaks- kerfi, þ.e.a.s stýring á átaki mótors í afturdekk en þessi búnaður er nú orðin mjög algengur í alvöru súperbækum.

Útliti hefur einnig verið breytt, þá framenda á „feringu“ og efri hluta „yokes“, hljóðkút einnig breytt í útliti allavega, lengri afturfjöðrun sem og mýkri, á standpedulum er betra gúmmí. Blaðamenn segja að þrátt fyrir þessar breytingar eigið hjólið aðeins í land að ná hjólum eins og t.d. Kawasaki ZX-10R og Aprilla RSV4, þ.e.a.s. á braut, en Yamminn er sagður miklu betra hjól til daglegrar notkunar fyrir hinn venjulega hjólamann. Hjólið er með fjögurra strokka vatnskældum línumótor, námkvæmlega 998cc, tveimur yfirliggjandi knastásum, 16 ventla og inntaksventlar eru úr Titanium, með beina innspýtingu YCC-T og YCC-I, þjappa er 12.7:1. Gírkassi er sex gíra og kúpling með „slipper clutch“ þ.e.a.s. hægt að skipta niður úr efsta gír í fyrsta án þess að læsa afturdekki.

Eins og flest súperbæk í þessum flokk þá hefur þróun hjólsins komið mikið frá Moto GP kappakstrinum t.d. áðurnefndi sjö þrepa tölvustýrði átaksbúnaðurinn (traction control). Þetta hjálpar öllum hvort sem um er að ræða keppnisökumann eða hinn venjulega hjólamann að nota afl hjólsins sem best við nær allar aðstæður. Þetta t.d. hjálpar við að minnka dekkjaslit, þar sem menn eru ekki í stöðugu spóli útúr beygjum t.d. Inngjöf er einnig tölvustýrð og allt vinnur þetta saman til að gera R1 hjólið að skemmtilegu ökutæki. Grind hjólsins er úr áli og hönnuð með stífleika í huga, fjöðrun að framan er YHSJ sem kemur í raun beint frá MotoGP hjólunum, þannig að vinstri dempari sér um „compression“ fjöðrunina, en sá hægri sér um „rebound“ hlutann (læt aðra um að íslenska þessi orð svo vel fari). Afturfjöðrun er stillanleg eins og framfjöðrun og er talin mjög góð. Hjólið „höndlar“ mjög vel og er mjög meðfærilegt jafnvel í höndum leikmannsins, áseta er góð og miðað við sporthjól þá fer það vel með ökumann.

Hljóð mótors er dulítið öðruvísi, þ.e.a.s. hljóð frá pústkerfi, meira svona „röff“ heldur en í öðrum súperbækum í þessum stærðarflokk. Þetta er að hluta því að kenna að sveifarás og þar með kveikjutími á hvern strokk er öðruvísi en á öðrum fjögurra strokka hjólum, því hefðbundið er að tveir ytri fari upp og niður saman og tveir innri fara upp og niður saman, en á R1 græjunni er þetta í þessari gráðuröð ef segja má svo: 270*-180*-90*-180*, sagt er að þetta auki tog verulega og minnki titring, sem og betra afl við snögga inngjöf. Ekki má gleyma að nýtt litaval er í boði fyrir árið 2013. Hjólið fær allstaðar góða dóma og saga R1 hjólsins heldur áfram og sumir blaðamenn segja frá brautinni á götuna þá er R1inn sannanlega nr. 1. Hægt er að lesa miklu meira um tæknilegar útfærslur á netinu, hvað hjólið er lengi í 100km, hvað það fer ¼ míluna á o.s.frv. En flott hjól að sjá og lesa um.

 

Stolið og stílfært af netinu:   Óli bruni.

 

 

 

 

 
Guðmundur Guðlaugsson og Birgir Kristinsson rjúka af stað. stækka

Guðmund­ur Guðlaugs­son og Birg­ir Krist­ins­son rjúka af stað. Ljós­mynd/​B&B Krist­ins­son

Nýtt Íslands­met var sett í svo­nefnd­um G+ flokki mótor­hjóla á þriðju um­ferð Íslands­móts­ins í kvart­mílu sem fram fór á kvart­mílu­braut­inni í Kap­ellu­hrauni við Hafn­ar­fjörð.

Þar var að verki Guðmund­ur „púki“ Guðlaugs­son sem ók mílu­fjórðung­inn á 9,432 sek­únd­um sem svar­ar til 153,64 mílna hraða, sem jafn­gild­ir 246 km/​klst.

Þótt dag­ur­inn hafi byrjað vel truflaði rign­ing keppni síðdeg­is og tókst ekki að klára alla flokka henn­ar vegna þessa.

Áður en rign­ing­in lét til sín taka hafði keppni verið lokið í þrem­ur flokk­um af fimm. Eft­ir var að keppa til úr­slita í flokki breyttra hjóla og í Street-flokki. Í þeim síðar­nefnda var aðeins hrein úr­slita­ferð eft­ir.

Þess­ar viður­eign­ir verða út­kljáðar í fjórðu um­ferði Íslands­móts­ins, sem fer fram fer eft­ir sum­ar­frí kvart­múlu­manna, eða 29 ág­úst næst­kom­andi. 

Úrslit dags­ins urðu ann­ars sem hér seg­ir:

G+
1. Guðmund­ur Guðlaugs­son
2. Birg­ir Krist­ins­son

TS
1. Garðar Ólafs­son
2. Daní­el G. Ingi­mund­ar­son

OF
1. Harrý Þór Hólm­geirs­son
2. Leif­ur Ró­sen­berg­son

 
Frá keppni í þriðju umferð Íslandsmótsins í kvartmílu í Kapelluhrauni.

Frá keppni í þriðju um­ferð Íslands­móts­ins í kvart­mílu í Kap­ellu­hrauni. Ljós­mynd/​B&B Krist­ins­son

Frá keppni í þriðju umferð Íslandsmótsins í kvartmílu í Kapelluhrauni.

Frá keppni í þriðju um­ferð Íslands­móts­ins í kvart­mílu í Kap­ellu­hrauni. Ljós­mynd/​B&B Krist­ins­son

 
 
 
Tuesday, 28 July 2015 16:19

Hættulegasta mótorhjólakeppni heims

tekið af visir.is

Á hverju ári í byrjun júní er haldin frægasta og jafnfram hættulegasta mótorhjólakeppni heims á Ermasundseyjunni Isle of Man. Yfir 200 ökumenn hafa dáið í þessari keppni og því kemur það kannski ekki á óvart að um sé að ræða hættulegustu keppni ökumanna á mótorhjólum, en hún hefur verið haldin frá árinu 1907.

Keppnin fer fram á venjulegum akvegum eyjarinnar, gegnum bæi og þorp en víða eru langir kaflar þar sem ökumenn geta reynt hjól sín til hins ítrasta, enda ná þeir margir hverjir yfir 300 km hraða á hjólum sínum.

Hér að ofan má sjá stiklu úr keppninni í ár og þar má sjá hversu djarft menn tefla og hve hratt er farið. Eins og tala þeirra sem dáið hafa í keppninni bendir til tína stundum margir ökumenn lífinu í þessari hörðu keppni og versta árið í sögu hennar var 1970 er 6 ökumenn dóu.

Meðalhraði sigurvegarans í keppninni í ár, John McGuinness á Honda CBR1000RR, var 213,5 km/klst.

http://www.visir.is/haettulegasta-motorhjolakeppni-heims/article/2015150729078

tekið af mbl.is

 

Honda tvígengisvélin nýja. stækka

Honda tví­g­eng­is­vél­in nýja.

Mörg­um þykir tví­g­eng­is­vél­ar hafa skemmti­lega eig­in­leika. Þær eru til muna ein­fald­ari en fjór­geng­is­vél­ar, létt­ari og skila hlut­falls­lega mikl­um krafti miðað við stærð vél­ar.

Gall­inn er sá að þessi teg­und véla ku nokkuð gjörn á að spúa reyk og óbrenndu eldsneyti og fell­ur því ekki vel að nýj­ustu um­hverf­is­vernd­ar­stöðlum.

Fyrr í mánuðinum lagði Honda inn um­sókn um einka­leyfi á áhuga­verðri tví­g­eng­is­vél­ar­hönn­un. Á nýja hönn­un­in að hafa mjög áhuga­verða eig­in­leika. Vél­in er með beinni inn­spýt­ingu sem á að skila hreinni bruna og betri kæl­ingu á stimpl­um.

Það voru vök­ul­ir blaðamenn Mor­ebikes sem komu auga á um­sókn­ina en þar má sjá að inn­spýt­ing­in úðar eldsneyti inn í strokk­inn þegar stimp­ill­inn er nærri topp­in­um svo að óbrunnið eldsneyti fer síður burt með út­blást­urs­guf­un­um. Er inn­spýt­ing­unni miðað þannig að bæði strokk­ur og stimp­ill geta kólnað ögn þegar eldsneyt­isúðinn kemst í snert­ingu við yf­ir­borð þeirra og byrj­ar að gufa upp.

Honda tvígengisvélin nýja.

Honda tví­g­eng­is­vél­in nýja.

Hönn­un­in á að vera til­tölu­lega ein­föld í smíðum sem hjálp­ar til að draga úr fram­leiðslu­kostnaði sem og viðhaldi.

Áhuga­vert er að af orðalagi einka­leyf­is­um­sókn­ar­inn­ar má ráða að Honda ætl­ar ekki endi­lega að binda nýju hönn­un­ina við mótor­hjól ein­göngu og ætti ein­föld vél­in að geta knúið áfram ým­iss kon­ar tæki.

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.