Gunnlaugur Harðarson

Gunnlaugur Harðarson

Það kaupir engin heilvita maður vélarvana mótorhjól, sko við kaupum okkur ekkert minna en 1000cc græju og þá helst með fjórum strokkum, t.d. Súkku Bandit eða eitthvað svipað, allavega súkku sko.

Nú þessi sanna saga hefst í útjaðri stórborgarinnar Reykjavík og þá á bensínstöð. En söguhetjan setti bensín á hjólið, fékk sér eina með öllu og skolaði henni niður með lítilli kók (mikið atriði að hafa það litla kók !!). Minn maður sem notar aðeins seðla, engin kort fyrir hann sko. Borgar fyrir bensínið og meðlætið með einum 10.000 króna seðli, er aldrei með minni seðla, allavega ekki til að byrja með eftir heimsókn í bankann.

Fer útá plan horfir í kringum sig til að athuga hvort það sér einhver að horfa á hann og flotta hjólið hans. Jú hann sér eina ljósku á flottum Bimma sem horfir á hann og brosir sínu blíðasta. Minn maður brosir til baka og er lengi að setja á hjálminn og hanskana. Setur í gang og þenur hjólið hressilega, svona til að sýna ljóskunni “hvurslags” svaka græju hann er á. Ekur síðan af stað, horfir í speglana og tekur eftir því að ljóskan leggur líka af stað á sama tíma og er enn að horfa á hann.

Minn maður prjónar í burtu og heldur því áfram að hringtorgi sem er þarna rétt hjá, hann rétt nær beygjunni kringum hringtorgið því hann kom alltof hratt að því, var að sýnast fyrir ljóskuna !! Það er farið að rökkva og hann sér bílljós fyrir aftan sig og þó hann taki framúr nokkrum bílum, þá fylgja ljósin honum. Hann hugsar þetta er ljóskan sko og ég maður lifandi ætla að sýna henni hvað ég er flottur ökumaður á flottri græju.

Hann gefur meira inn og það líða varla nema nokkrar sekúndur og hann ekur á ógnahraða framhjá Litlu kaffistofunni. Hann er komin í 200 (sko segir söguna sjálfur) upp brekkuna og stefnir að Hveradalabrekkunni, hann er í góðum gír og horfir alltaf reglulega í speglana og enn fylgja ljósin honum, þessi Bimmi er alvörugræja hugsar hann. Nú er skrúfað hressilega uppá rörið og minn maður er alveg hættur að horfa á hraðamælin, heldur bara hangir á græjunni og tekur framúr öllum bílum sem blikka ljósum og flauta á hann stöðugt.

Nú taka Kambarnir við, flottar beygjur og gaman gaman eða þannig sko. Hann tekur fyrstu beygjuna á hraða sem hann ræður varla við, shit hugsar hann þegar hjólið er alveg komið útá brún og næsta beygja er komin, sem og að helvítis andskotans geðveika ljóskan á Bimmanum er enn alveg við afturljósið hjá honum og er að reyna að taka framúr honum niður Kambana.

 

Nei og aftur nei það skal sko aldrei gerast, hann gefur í og hugsar ég frekar drepst en að láta einhverja heimska ljósku taka mig í spyrnu !! Kambanir eru búnir og hann heldur að næsta hringtorgi og fer síðan inná planið hjá Olís, því hann er bara búin á því og ætlar að þykjast að fá sér kaffi. Hann er varla búin að leggja hjólinu, þegar svartur Bimmi rennur uppað hliðina á honum (ljóskan var á bláum Bimma hugsar hann) og útúr honum stígur gömul kona ja svona allavega um 80 ára gömul því hún er alveg hvíthærð með mikið af hrukkum. Sú gamla segir heyrðu vinur minn þér liggur dálítið á !! Ég er búin að elta þig frá bensínstöðinni þar sem þú misstir veskið þitt fullt af 10.000 krónu seðlum, ég þorði ekki að skilja það eftir og elti þig hingað væni minn. Og bætir við: Það var eins gott að þú ókst ekki hraðar en þú gerðir, því ég var á gamla bílnum mínum segir sú gamla.

Minn maður reynir að þakka fyrir sig og stamar upp þakka mikið, viltu fundarlaun ?? Nei nei segir sú gamla, þú ættir bara að safna þér fyrir aflmeira hjóli væni minn !! S

Sko þessi alveg gjörsamlega sanna saga segir okkur að það er yfirleitt ökumaður sem kemur hjólinu hratt við allar aðstæður, beint sem og í beygjum, en sögurnar sem súper ökumenn segja eru alltaf skemmtilegar þegar beygjur eru sagðar teknar á 180 km hraða og jafnvel þannig beygjur að jafnvel Rossi myndi ekki ná þeim. En góðar sögur eiga aldrei að líða fyrir sannleikann ekki satt.

Íló inurb

Ducati Monster 1200

Ducati Monster 1200

 

 

Saturday, 31 October 2015 10:57

Ekki aka ölvaður !!

Jæja eins og allir vita þá er bannað að aka ökutæki eftir að hafa fengið sér í tána, ja sko eftir einn áfengan má ekki aka, eftir tvo veit ég ekki !! Kannski aðeins of seint að birta þessa sögu því síðasta fundi “hausthátíð” okkar er nýlokið !!!

En hér kemur ein enn alveg sönn saga !!! Guðbrandur súperlögga sat í löggubíl sínum, einn því engin vildi vera með honum á bíl. Jæja allavega hann var búin að koma sér fyrir á góðum stað þar sem hann gat séð alla mótorhjólamenn yfirgefa vinsælan bar mótorhjólamanna. Nú það er nærri komið að lokun og super löggan Brandur er alveg orðin yfirspenntur að nappa einn af þessum “helvítis” leðurklæddu mótorhjólamönnum, sem í hans augum eru allir slæmir.

Jæja loksins kemur einn þeirra útaf barnum með hjálm í hendi, þessi mótorhjólamaður gengur mjög hægt niður þessar þrjár tröppur og slangrar síðan eða réttara sagt veltur svona áfram og afturábak um bílastæðið þar sem mjög mörg hjól standa. “Bikerinn” virðist vera að leita að hjólinu sínu og gengur illa að finna það. Hann er auðsjáanlega mjög ölvaður. “Bikerinn” prufar lykla sína í nokkur hjól, en þegar hér er komið hefði super Brandur átt að vera búin að stöðva hann og taka af honum lyklana, en nei Brandur vill nappa einn af þessum “andskotum”.

Jæja loksins finnur “bikerinn” hjólið sitt sem er blár FJR Yammi, svona touring græja með töskum. Bikerinn kemur græjunni í gang og setur á sig hjálminn með miklum erfiðismunum. Ekur síðan af stað og er ekki komin langt þegar allt í einu það heyrist í sírenu og blá ljós blikka og löggubíl er lagt þvert fyrir framan ætlaða akstursleið “bikersins”.

Brandur súperlögga stígur útúr bíl sínum og gengur að “bikernum” og segir hátt: Hvert ert þú að fara góði minn (allir eru góðir hjá sumum löggum!!) ?? Bikerinn bendir eitthvað og muldrar góða kvöldið lögga !! Brandur er nú ekki ánægður og segir: Þú skalt sko blása í blöðru góði minn. Ha er 17. Júní eða hvað segir “bikerinn” !! Blása góði segir Brandur lögga og vertu snöggur að því annars fer ég með þig niður á stöð góði minn, sko þar sem ég er að vinna ekur engin fullur skal ég segja þér !!

Bikerinn reynir að blása í græjuna en auðvitað vitlaust, en á meðan á þessu stendur þá aka fullt af öðrum mótorhjólamönnum í burtu og veifa brosandi súperlöggunni og “bikernum”. Jæja það hefst og “bikerinn” klárar að blása. Nú brosir súper Brandur og skoðar niðurstöðuna. Sér strax að ölvunarsýnið sýnir bara 0,0 og Brandur lætur minn mann blása aftur. Enn aka fleiri í burtu og nú enn aftur reynir “bikerinn” að blása með erfiðismunum, en það er sama niðurstaðan 0,0. Brandur horfir fúll á “bikerinn” og öskrar hvað er þetta maður ertu ekki fullur eða hvað ?? Nei nei segir “bikerinn” brosandi ég er löngu hættur að drekka áfengi, ég var bara valin sem “fórnalambið” í kvöld fyrir félaga mina !!!

Sönn saga eftir:

Iló inurb

 

Tuesday, 27 October 2015 16:50

Veri guð með okkur.

Vona að ofangreind fyrirsögn trufli ekki einhvern, en þessa dagana verður maður að reyna vera réttu megin línunnar er það ekki !!!!!!!

 

Við sem eigum og já notum mótorhjól vitum það að þetta geta verið hættuleg ökutæki og því ætti öryggi að vera ofar öllu og guð með í för (maður er orðin svo hátíðlegur). Hverjum þykir ekki gaman að því að prjóna (nei ekki með lopa sko), sleppa höndum af stýrinu og jafnvel standa uppí sætinu, ja svona til að sýna hvað maður er sko klár ökumaður.

Og þrátt fyrir að vera svona ofursvalur og klár, þá getur maður ekki verið að klæða sig í allskonar öryggisbúnað sem “truflar” sko “lúkkið”. Það fer engin heilvita maður í svona GOORTEXX galla og með lokaðan hjálm á hausnum er það. Annaðhvort “rokkara” gallabuxur og opin hjálm eða jú það sleppur “tannkremstúpugalli” í fimmtán litum og svipaðan hjálm merktum t.d. Valentino Rossi.

 

Ef maður fer á hausinn hvað með það þó það vanti eitthvað á andlitið og eða aðeins grautur í hausnum í stað heila (já já ég veit að sumir þurfa ekki að fara á hausinn).  Smá brunasár eftir svart malbikið er bara flott, já miklu flottara en eitthvað Taatttúú, það fylgir allavega hetjusaga brunasárinu: Sko ég var sko að Surfa (ja svona eins og Beach boys með Surfin in the USA), þ.e.a.s. ég stóð á hjólinu með aðra löppina á sætinu og hina á bensíntaknum !!! (Þetta er víst nokkuð vinsælt sport í útlandinu) og var á svona 150 km. hraða þá allt í einu kom þessi bíldrusla uppað hlið mér og þetta er einhver ljóska að texta í símann sinn og var líka að varalita sig sko ! Þegar hún sá hetjuna á hjólinu þá brá henni eitthvað eða var hún að lesa um að kærasti hennar hafði sagt henni að þetta væri búið því væri sko ekki alvöru ljóska heldur með tvískiptan háralit !!

 

Hún bara sveigði í átt til mín og setti surfið úr skorðum og ég sem var orðin betri en Indian Larry (blessuð sé minning hans), hún benti stöðugt á símann sinn og kannski var hún að reyna að sína mér nýja Iphony sex SS símann sinn eða bara var búin að finna mynd af einhverjum surfer !! Hver veit ég bara þoli ekki þetta Iphony drasl, ég reyndi að setjast á hnakkinn en lenti á bensíntanknum í staðinn og þessir tveir vinir mínir (ekki lengur) urðu fyrir svona Trauma og ég sá stjörnur, nei ekki ljóskuna !! Hún var farin að flauta á mig, sko með bílflautunni, eflaust af því ég hafði truflað hana við símanotkun og málun.

 

Ég ætla ekki að lýsa verkjunum frá þessum tveimur fyrrverandi vinum þegar þeir lentu á tanknum, en gleymdi þeim fljótt þegar ég skall í götuna með andlitið í malbikið og lófana ( ja sko ég var með flottar grifflur) skömmu síðar, eina sem kom upp í huga mér var Guð hjálpi mér, ætli hjólið mitt sé að fara að skemmast !!

Nokkru síðar sé ég í gegnum sársaukann að það stendur engill yfir mér og er að reyna að tala við mig. Engill þessi er ljóshærður og hann heldur á helvítis IPHONY síma, þessi engill endurtekur stöðugt guð minn guð minn guð minn guð minn og stynur upp: á ég að hringja í lögguna eða hvað ??. Ég hugsa hún er enn að texta eða er þetta alvöru ljóska. Ég get ekkert sagt útaf því að þessi helvítis opni hjálmur er ekki eins góður og ég hélt og hefur ekki varið andlitið á mér eða hvað þá varirnar, helvítis drasl sem manni er selt.

 

Næsta sem ég verð var við að það einhver að reyna klæða mig úr fínu hjólagallabuxunum sem eiga sko að þola yfir 100km hraða við fall (hef ekki hitt þann sem reyndi þetta !!) Ég hugsa í gegnum sársaukaþokuna ætli þetta sé ljóskan sem langar að gera do do !! Nei ég sé að þetta er einhver skeggjaður unglingur í hvítum slopp með hlustunarpípu um hálsinn. Hann er helvítið að klippa utanaf mér buxurnar fínu. Ég reyni að segja honum að hætta þessu en kem ekki upp orði, reyni að slá til hans og hitti en fæ þá líka engan smá verk í viðbót  við allt hitt, horfi á hægri hendina ja þessa sem ég sló “doctor” með og sé að ég hef fengið mér tatttúúú í lófann, það er að mestu leiti svart. Allt framgreint gerir það að verkum að ég bara fer að öskra og heyri þá “doctor” segja gefið honum 20 milligrömm af einhverju, síðan tekur við þessi líka alsæla og það síðasta sem ég hugsa, afhverju hef ég ekki prufað eitthvað svona áður !!

 

Næst vakna ég aftur og þá er ég alveg viss um að ég sé komin til himnaríkis því nú er geislabaugur í kringum ljóskuna sem ég sé standa fyrir framan mig, en hver andskotinn þetta er Iphony ljóskan og hún bara stendur þarna og brosir.

 

Niðurlag: Sko það er flott að surfa á mótorhjól og í “réttum” búnaði, já ljóskur eiga að tala í Iphony síma, því Guð minn góður ég og ljóskan erum kærustupar, þó það tæki smá tíma að ég gæti fullkomnað samband okkar því vinirnir tveir voru frekar slappir lengi vel, svo er ekki gott að kyssa einhvern með víraða kjálka, hvað þá að getað notað fingur lítið vegna malbiks sem sest hafði að undir húðinni.

 

Sönn saga frá: Óla bruna

Tuesday, 27 October 2015 16:48

Þannig rúll­ar Dav­id Beckham

tekið af mbl.isGullfallegt, ekki satt? stækka

Gull­fal­legt, ekki satt?

Það er kunn­ara en frá þurfi að segja að Dav­id Beckham er áhugamaður um fal­lega bíla enda á hann nóg af fok­dýr­um far­ar­tækj­um til að fylla fá­eina bíl­skúra.

Færri vita ef til vill að hann er eld­heit­ur áhugamaður um mótor­hjól, og rétt eins og hann vel­ur aðeins það besta úr heimi bif­reiða, þá læt­ur hann ekki bjóða sér neitt fjölda­fram­leitt og hefðbundið þegar kem­ur að því að velja sér véhjól.

Eins og er um marga með al­var­lega mótor­hjóla­dellu hef­ur Beckham mikið dá­læti á Triumph-hjól­um og hann hnippti í hina al­kunnu fag­menn hjá Brit­ish Cu­stoms til að sér­út­búa

Triumph Bonn­eville T100 hjól eft­ir sín­um ósk­um og út­kom­an er þetta ótrú­lega fal­lega hjól sem kall­ast ein­fald­lega DBSC. Ekki svo að skilja að þessi huggu­legi „cafe racer“ hafi verið neitt slor fyr­ir­fram en Beckham lét setja á hjólið nýtt púst­kerfi, Hagon-demp­ara, handsaumað leður­sæti með sér­völdu leðri, og síðast en ekki síst gull­keðju á drifið frá D.I.D. Verðið er ekki gefið upp en þar sem Bek­ham er ekki van­ur að sætta sig við ódýra hluti er DBSC lík­ast til utan land­helgi fyr­ir okk­ur venju­lega fólkið. jonagn­This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 
Gullfallegt, ekki satt?

Gull­fal­legt, ekki satt?

 

Thursday, 22 October 2015 18:40

Vaseline

Undanfarið hefur verið mikið rætt um, á menningarsíðum blaðanna, nýútkomna skáldsögu og höfundinn sem reyndist vera undir  "dulnefni".

Gaflara síðunni barst eftirfarandi saga frá höfundi sem kemur fram undir dulnefni.

Hér kemur sagan:

Vaseline

 

Hvað kemur Vaseline hjólamönnum við !!! Á að fara kenna mönnum að nota það eða hvað !!! Nei þessa alveg sanna saga maður lifandi er um mann sem hefur dreymt um að eignast mótorhjól og þá kemur aðeins ein tegund til greina: Suzuki. Söguhetjan hefur nú safnað nóg til að kaupa sér notaða eða kannski nýja Súkku.

Mætir með magaverk af spenningi í Súkku umboðið og skoðar nokkur hjól, bæði ný og notuð. Hann sér fljótlega að margar af þessum notuðu Súkkum eru með ryðbletti á krómi (ja sko þekktur galli !!) og spyr því sölumanninn af hverju ryðga þessi hjól svona. Ekki stendur á svari: Sko segir super sölumaðurinn það er aðallega út af því að menn geyma hjólin úti í rigningu eða nota þau mikið í rigningu !!

Sölumaður bætir við: Sko þú færð þér bara nýtt hjól og ef þú notar Vaselín á allt króm áður en það rignir þá ryðgar græjan aldrei. Minn maður kaupir nýja Súkku og eins og sölumaðurinn hafði sagt að alltaf þegar minn maður heyrði þrumur, eða sá svört ský, þá var Vaselín krukkan alltaf tekin upp og borið á krómið.

Fljótlega eftir þessi hjólakaup hittir minn maður sæta stelpu og þau fara að vera saman. Hún segir við hann einn daginn, okkur er boðið heim til mömmu og pabba í mat. Þau hjóla þangað á fínu Súkkunni og það hefur ekki komið dropi úr lofti lengi. Þegar þau fara af hjólinu og stefna á hús foreldra stúlkunnar þá segir hún: Heyrðu elskan það er hefð á mínu heimili að sá sem talar fyrst að mat loknum þarf að vaska upp allt sem er í eldhúsinu og mamma geymir alltaf allt uppvask ef von er á einhverjum gestum í mat.

Nú maturinn var glæsilegur og mikið talað, síðan er gengið til stofu og allir setjast niður og það er alveg GRAFARÞÖGN, já það líður hálftími og engin segir neitt. Mínum manni er farið að leiðast þófið og þögnin svo hann kyssir nýju kærustuna með hörku sleik, engin segir neitt svo hann bara tekur hana þarna á gólfinu fyrir framan alla, ekki “boffs” frá neinum, svo nú er það mamma sem er nelgd á sóffaborðinu með stæl, enn ekkert !! En rétt þá heyrir minn maður þrumur í fjarska og man eftir leiðbeiningum sölumannsins. Minn maður var alltaf með Vase-lin krukkuna í rassvasanum og teygir hann sig í buxur sínar er liggja á gólfinu og tekur upp Vaselin krukkuna góðu !! Þá heyrist í pabba kærustunnar: Ókey ókey ég skal vaska upp ekkert mál !!!

Þessi er skrifuð undir dulnefni:

Iló inurb

Tuesday, 20 October 2015 17:04

Yamaha færir sig í bíla ?

tekið af mbl.is

Yamaha að þróa sport­bíl

 
Yamaha hefur sett sér sem markmið að bíllinn komi á götuna árið 2019. stækka

Yamaha hef­ur sett sér sem mark­mið að bíll­inn komi á göt­una árið 2019.

Margt nýtt og óvenju­legt er boðað á bíla­sýn­ingu sem framund­an er í Tókýó í Jap­an. Þar á meðal mun mótor­hjóla­smiður­inn Yamaha sýna sport­bíl.

Yamaha hef­ur ekki látið til sín taka sem bílsmiður, látið mótor­hjól­in duga. Á því verður breyt­ing nú og er bíll­inn boðaði kallaður „4Wheeler“.

Hermt er að við hönn­un hans hafi Yamaha notið aðstoðar McLar­en­hönnuðar­ins Gor­don Murray. Sá seg­ir að hér gæti verið á ferðinni blæju­bíll og sport­bíll. 

Eng­ar upp­lýs­ing­ar hafa verið látn­ar uppi um tækni­lega þætti bíls­ins, en orðróm­ur herm­ir að þar geti verið um tveggja sæta tvinn­bíl að ræða, með renni­leg­an fram­enda og boga­dreg­in hliðarprófíl.

Yamaha hef­ur sett sér sem mark­mið að bíll­inn komi á göt­una árið 2019.

Kannski ekki rétti tíminn fyrir svona smá sögu, en vorið kemur fljótt.

 

Hverjum hefur langað að kaupa sér mótorhjól og þá eitthvað sem við sáum í æsku eða hjól sem við sáum í mótorhjólablaði o.s.frv. Nú sjáum við rétta hjólið og rjúkum af stað og bara kaupum án þess að skoða almennilega eða kynna okkur ástand eða sögu draumsins.

 

Sögumanni hafði lengi langað í Hondu CB750 og þá helst árgerð 1972-74, hjólið yrði að vera í toppstandi og þá helst uppgert af fagmanni. Minn maður átti nýlega Hondu CBF600 og var hjólið lítið ekið. Helst hefði hann viljað skipta nýju græjunni uppí þá gömlu, en ekki var mikið um svoleiðis skipti þó minn maður leitaði víða.

 

En svo sér hann auglýsingu þar sem þessi líka gullfallega CB750 1973 Honda er auglýst til sölu og sögð nýuppgerð af “topp” fagmanni, allt sé nýtt í mótor, rafmagn ofl. ofl. Hjólið sé lýtalaust með öllu, meira að segja “orginal” hljóðkútar. Minn maður hringir og eftir smá viðræður þá segist eigandi 750 hjólsins vera tilbúin í skipti með “réttri” milligjöf, því þetta gamla hjól sé með því besta á markaðnum og uppgert af “besta” fagmanni í uppgerð eldri hjóla.

 

Minn maður er með hálfgerðan magaverk af spenningi þegar hann ekur rúma 700 km á sendibíl með nýju Honduna aftaní. Honum líður eins og þegar hann var lítill og jólin ætluðu aldrei að koma og ekki mátti opna pakka fyrr en eftir matinn.

Hann mætir á staðinn einn og það verður að segja frá því að kunnátta hans á gömlum hjólum var mjög takmörkuð, hann var vanur því að treysta orðum manna, einn svona af gamla skólanum: Orð skulu standa.

 

Hann getur varlað andað, hann er mættur á staðinn og þarna stendur gamli draumurinn og er bara miklu fallegri en hann mundi. Síðan hefst smá skoðun og þá sér hann að þó nokkuð af boltum sem og rær eru ryðgaðar og fallið á sumt. Hann spyr um þetta og honum sagt að þetta sé allt “orginal” og svona smáhlutir skipti engu, hjólið sé “nær” lýtalaust ! Jæja hjólið er gangsett þ.e.a.s. reynt að gangsetja það, það tekur “eðlilega” langan tíma að starta svona gömlum hjólum segir sérfræðingurinn !!!

 

Hjólið fer nú í gang með smá reyk sem sagt sé vegna innsogs, þó mínum manni mynti að sterk blanda þá svartur reykur, en bláleitur ef óþétt með ventlum eða lélegir stimpilhringir. Þetta hættir segir “special” -listinn þegar hjólið er orðið heitt. Það heyrist dálítið hátt í mótor segir sá spennti, þau hljóma öll svona, allt eðlilegt segir Hondu doctorinn (kalla hann ýmsum nöfnum til gamans). Eru þetta ný dekk, þau glansa svo mikið, já já segir úpermekkinn, bara bar á þau rétt efni !!

 

 

 

Má ég prufa segir kaupandinn væntanlegi og skelfur í hnjánum af spenningi. Það er nú ekki vani hjá mér að leyfa mönnum að prufa áður en keypt er, ég er með lítalausann feril segir: Veit allt um CB750 Hondumaðurinn. En ég get farið með þig smá hring sem farþega ef þú endilega vilt, en bætir við: Vil helst ekki selja mönnum sem treysta mér ekki. Á þessari stundu mætir annar maður á svæðið sem kaupandi og dásamar græjuna og segir líka marg oft, sko hann hafi oft keypt hjól af þessum manni og hann sé sko sá besti í uppgerð svona hjóla.

 

Nú er farið að skoða nýju Honduna og Prófessor Honda finnst hún frekar þreytt miðað við sagðan akstur og árgerð, ásett verð sé alltof hátt fyrir svona ílla farið hjól og nýi maðurinn á svæðinu tekur undir þessi orð. En málin þróast og CB750 guðinn segist helst vilja hætta við, en ef borguð sé rétt upphæð (nokkuð hærri en rætt var um) þá geti hann svo sem gert þetta ef borgað sé rétt upphæð og þá aðallega þar sem sá “Cb-blindi” hafi ekið svo langa leið !!

 

Hjólið er keypt og minn maður heldur varla vatni, orðin eigandi af æsku-draumnum, en áður en hann lagði í hann var honum sagt af Sá besti að aka mjög varlega í um 3000 km vegna þess að mótor væri nýuppgerður, ekki fara yfir 3500 snúninga og aldrei nota efsta gír !!

 

Það er vetur og ekki mikið hægt að prufa nema smá snúning í hverfinu hjá nýja eigandanum, en vorið kemur fljótt og nú er farin hringur, eftir að reynt hafi verið að koma hjólinu í gang, sem gekk ekki, því “nýi” rafgeymirinn reyndist ónýtur !! Enn reykir hjólið eins og gamall og góður Harley, einnig hefur hljóðið í mótor lítið lagast, heldur eykst meir og meir eftir því sem hjólið hitnar. Með því að gefa aðeins meira inn, ja snúa græjunni aðeins meira heldur en Allt best sagði, þá virðist þessi nýuppgerða súper CB750 Honda snuða á kúplingu !!

 

Draumóramaðurinn hefur reynt að hringja í þann “klára” í mörg skipti og segja frá hinum ýmsu ágöllum og þá hefur bara verið sagt að hann hafi sætt sig að öllu leyti við ástand hjólsins og það hafi verið vitni að þessum kaupum, sem og afsal þar sem sagt er með stórum stöfum að engin sé ábyrgðin og líka tekið fram að sérfræðingur ætti að skoða hjólið. Draumóramaðurinn hafi fallið frá þessu öllu og farið burt brosandi útað eyrum !!

 

Jæja nú er farið með draumahjólið til raunverulegs sérfræðings til skoðunar og þegar honum er sagt hver hafi gert upp hjólið þá var sagt, jæja enn eitt fórna-lambið, en vonum hið besta. Að lokinni skoðun þá kemur í ljós að eftirtalið er að:

Rafkerfi er komið að útskiptum-Gera þarf upp mótor og gírkassa-Skipta um kúplingu-Blöndungar eru frekar þreyttir-Pakkdósir í dempurum eru ónýtir-Hjólbarðar eru of gamlir-Drifkeðja er ónýt-Kaupa þyrfti nýja hljóðkúta ofl. ofl. ofl. Minn maður hugsar: Já ég lét drauminn verða að veruleika en þetta var martröð af verstu gerð ! Niðurstaðan annaðhvort að henda þessu eða láta fagmanninn gera græjuna upp.

 

 

 

 

Eftir enn fleiri símtöl til Súper-Prófessor-Doktor Honda og þar á meðal var lögfræðingur látin ræða málin við hann, þá var niðurstaðan sú að lítið eða ekkert væri að hafa til baka af þessum töpuðu peningum og hjólið yrði gert upp að nýju, það væri þó einn plús, hjólið væri vel málað bæði grind, tankur og hliðarhlífar, felgur og teinar væru í góðu standi, svo þetta var ekki allt ónýtt. Allavega dýr lærdómur hjá mínum manni og segir okkur öllum að láta fagmenn skoða notuð hjól fyrir okkur flest, allavega þá sem hafa meiri þekkingu, nema að við séum vel að okkur sjálf, en augu sjá betra en auga. Látum ekki orðagljáfur slá ryki í augu okkar, jafnvel þó draumurinn heiti Honda, þó það hafi ekkert með þessa sögu að gera, því eins og allir vita er HONDA besta (japanska) hjólið eða var það Súkka, kannski Kawi, Yammi, ja mann það ekki !!!

 

Óli bruni

Tuesday, 13 October 2015 11:30

Super Cub í rafút­gáfu

tekið af mbl.is

Super Cub í rafút­gáfu

 
Hugmyndaútgáfa Honda af Super Cub rafhjólinu verður sýnd á bílasýningunni í Tókýó. stækka

Hug­mynda­út­gáfa Honda af Super Cub raf­hjól­inu verður sýnd á bíla­sýn­ing­unni í Tókýó.

Vin­sæl­asta skell­inaðra heims, Honda Super Cub, verður senn boðin raf­knú­in í stað bens­ín­vél­ar.

Tvær nýj­ar út­gáf­ur af hjól­inu verða kynnt­ar á bíla­sýn­ing­unni í Tókýó 29. októ­ber til 8 og er rafút­gáf­an önn­ur þeirra. Í aðal atriðum er haldið hinu klass­íska lagi og rúm­lega hálfr­ar ald­ar ein­kenn­um Super Cub-hjóls­ins.

Honda hef­ur haldið þyngd­armiðju raf­hjóls­ins lágu með því að koma þung­um raf­geym­in­um fyr­ir á sama svæði og vél­ina er að finna í hefðbundnu út­gáfu Super Cub. Fyr­ir bragðið er aðgengi að hjól­inu auðveld­ara. Raf­geym­inn má taka létti­lega úr hjól­inu og því hægt  að taka hann inn í hús og hlaða í venju­legri heim­il­istaug.
 
Frá því smíði var haf­in á Super Cub-hjól­inu árið 1958 hafa selst af því 87 millj­ón­ir ein­taka. Hef­ur ekk­ert mótor­hjól selst jafn vel í ver­ald­ar­sög­unni. Og fjöld­inn er meiri en sem nem­ur sam­an­lagðri sölu þriggja næst sölu­mestu far­ar­tækj­anna, Toyota Corolla, Volkswagen Beetle og Ford Model T.

Sem stend­ur er Super Cub hjólið frá Honda fram­leitt í 15 smiðjum í 14 lönd­um og það er selt í 160 lönd­um.

 
Monday, 12 October 2015 20:52

Ein­stök forn­bíla­sýn­ing í London

tekið af mbl.is

Ein­stök forn­bíla­sýn­ing í London

 
Elsta eintakið af Aston Martin sem enn er keyrandi, módelið A3. stækka

Elsta ein­takið af Ast­on Mart­in sem enn er keyr­andi, mód­elið A3.

Þeir sem leggja leið sína til Lund­úna um næst­kom­andi mánaðar­mót og hafa tíma aukreit­is frá öðrum er­ind­um gætu upp­lifað ein­staka forn­bíla­sýn­ingu.

Hér er um að ræða sýn­ing­una „Classic & Sports Car“ sem sam­nefnt tíma­rit stend­ur fyr­ir dag­ana 30. októ­ber til fyrsta nóv­em­ber, að báðum dög­um meðtöld­um, í Al­ex­andra Palace.
Þar mun hver gæðavagn­inn af öðrum úr tím­ans rás verða til sýn­is, en í önd­vegi verða bíl­ar frá breska bílsmiðnum Ast­on Mart­in.

Þar á meðal verður elsti Ast­on Mart­in sem enn er öku­fær, en hann er af gerðinni „A3“. Hann er frá ár­inu 1921 og sá eini af fjór­um frum­gerðum stofn­end­anna Robert Bam­ford og Li­o­nel Mart­in sem enn er til.

Hinir klassísku Aston Martin DB5 og DBS V8 verða á sýningunni í London.

Hinir klass­ísku Ast­on Mart­in DB5 og DBS V8 verða á sýn­ing­unni í London.

Hann verður í góðum fé­lags­skap syst­ur­mód­el­anna DB MkIII, DB5, V8, DB7, Vanquish og DB9 GT. All­ir þess­ir bíl­ar voru smíðaðir í hönd­un­um á sín­um tíma.

Á sýn­ing­unni verða á fjórða hundrað forn- og klass­ískra bíla úr söfn­um heims­frægra bíla­safn­ara og forn­bíla­sala. Verða þar sam­an komn­ar helstu goðsagn­ir bíla­sög­unn­ar síðustu 60 árin.

Friday, 09 October 2015 18:44

Eldri og vitrari menn

Ég ek að þessum matsölustað og legg hjólinu mínu sem er Triumph Tiger árgerð 1974, ég er svona í stærra lagi, ja kannski ekki alveg á hæð en svona frekar á þverveginn. Um leið og ég geng inn þá mæti ég tveimur svona eldri körlum sem báðir eru í bolum sem merktir eru Harley Davidson, þeir segja báðir eiginlega samtímis, þetta hjól er alltof lítið fyrir þig, afhverju færðu þér ekki hjól sem passar þér ??!!

 

Ég get varla varist hlátri, en þeir bæta við, ætluðum sko ekki að móðga þig, en fáðu þér Harley eða eitthvað fullvaxið. Annar þeirra upphefur nú sögu um son sinn sem sé 21 árs og hann hafi óskað eftir hrísgrjónabrennara í jólagjöf og þá 600cc Supersport hjóli svona “racer” bætir hann við. Sá gamli heldur enn áfram: Sko ég sagði honum kemur ekki til greina að ég aðstoði þig við kaup á einhverri skellinöðru, lágmarkið er 1000cc hjól, ég skal aðstoða þig að kaupa svoleiðis græju !!

 

Já eldri og vitrari menn flugu í gegnum höfuð mér, þarna eru tveir vanir hjólamenn (já já ég veit hafa bara ekið Harley) og þeir telja að kúbik centimetrar séu það sem skiptir máli. Ég spurði þá báða hvort drengurinn væri með einhverja reynslu í því að aka mótorhjóli og hvort þeir teldu rétt að hann myndi byrja á ca. 170 hestafla græju ?? Þetta væri ekki eins og að kaupa buxur á barn sem væri að stækka og passa að buxurnar væru nógu stórar svo barnið myndi ekki vaxa uppúr þeim á nokkrum dögum !!

 

Hélt ég síðan áfram að eflaust myndi hjól eins og ég væri á henta miklu betur, ekki of mikið afl og jafnframt þyrftu menn að læra eitthvað inná virkni þessara græja. Eða þá nýlegra hjól í undir 750cc og alls ekki “racer”. Uss uss sagði þá pabbinn: Myndi ekki láta son minn sjást á svona hommagræju, hann þarf eitthvað almennilegt milli fóta sér !!

 

Mér brá ekkert við þessi orð og hugsaði til  orða frænku minnar hennar Dísu þegar hún sagði: Lífaldur eykur ekki gáfur hjá öllum !! Við þrír nýju “vinirnir” héldum umræðunum áfram og næsta spurning hjá mér var hvernig fatnað ungi maðurinn ætti að kaupa áður en hann setist á nýja 1000cc “racerinn” sinn. Nú segir þeir báðir, við byrjuðum báðir bara í gallabuxum og gömlum leðurjökkum, pabbinn bætir einnig við: Ég á slatta af gömlum hjálmum sem drengurinn getur notað og svo á ég nokkur leðurvesti sem ég er vaxinn uppúr !!

 

En öryggið segi ég ?? Ja menn verða læra af reynslunni segja þeir, sko við báðir byrjuðum á 1200cc Harley og það voru sko græjur, maður stakk lögguna af eins og ekkert, engar áhyggjur af einhverjum hraðamyndavélum, ekkert svoleiðis drasl þá. Já svo eitthvað tal um hraða sem CBR1000RR Hondu eða Busu eigendur væru ánægðir með, já sko þessir gömlu Harley þeir sko “rokkuðu” !! Drengurinn ætti auðvitað bara fá sér alvöru Touring Harley, þyrfti aldrei að fá sér annað hjól !!!

 

Ég hugsaði með mér, hvað oft hef ég séð bæði menn og konur á of stórum hjólum, t.d. Harley, hjól sem viðkomandi réði ekkert við, gat varla komið því af hliðarstandara, hvað þá bakkað því í stæði, eða tekið þröngar U-beygjur hægt. Og viðkomandi hafði hlustað á sér “vitrari” og “reyndari” menn sem sögðu: Þú færð þér fullvaxið hjól ekki einhverja skellinöðru. Lokaður hjálmur uss nei ! Það setur engin fiskabúr á hausinn á sér. Skálmar eru sko lúkkið !! Goritex gallar eru fyrir snjósleðamenn !!

 

Ég ók í burtu (eftir matinn) frá þessum reyndari og viskumeiri mönnum sem stóðu þarna og brostu báðir svona eins og þeir hálf vorkenndu mér fyrir að vera á svona smátík, en ég var nú það gamall að ég var búin að eiga þetta nær allt, já bæði Touring Harley, stóran Bimma, sem og nokkrá Dúkka, nokkra “racera” og reynslan sagði mér allavega: Byrja á litlu þægilegu hjóli, já eins og við margir sem byrjuðum á skellinöðrum, síðan aðeins stærra o.s.frv. Orðin: Is bigger better komu upp í huga mér eða annað álíka gáfulegt: Louder pipes save lifes.

 

Óli brunidredre﷽﷽﷽﷽rar s græju !!

töpuðu peningum og hjNiðurnum rifurdred