Sunday, 21 April 2013 10:32

Færri bifhjólaslys 2012

Nú nýverið kom kom út slysaskýrsla Umferðarstofu fyrir árið 2012. Í henni er farið yfir slysatölur síðasta árs og þann árangur sem náðst hefur í umferðaröryggismálum á Íslandi undanfarin ár.

Mikill árangur hefur náðst í umferðaröryggi bifhjólafólks á síðustu árum og hefur slösuðum bifhjólamönnum fækkað stöðugt frá árinu 2008. Í fyrra slösuðust 63 einstaklingar í bifhjólaslysum, þar af 3 farþegar.

Í umferðaráætlun 2011-2012 settu stjórnvöld sér það markmið að fækka látnum og alvarlega slösuðum um 5% á ári á tímabilinu. Til að fylgjast með þessu markmiði voru sett fram ellefu undirmarkmið sem hvert um sig á að stuðla að heildarfækkuninni. Eitt þessara markmiða er fækka alvarlega slösuðu og látnu bifhjólafólki. Markmiðið fyrir 2012 var að látnir og alvarlega slasaðir færi ekki yfir 29 en niðurstaðan var mun betri en það eða 17 og ekkert dauðsfall. Alvarleg slys á bifhjólafólki var því 41% undir markmiði stjórnvalda og er ekki annað hægt en að gleðjast yfir því.

Gaflarar hvetja allt bifhjólafólk til að gera enn betur í ár og fækka slysum enn frekar.

Read 6706 times