Tuesday, 20 November 2012 22:21

Honda SL 350 árg 1972

Félagi okkar, Reynir Baldursson, var að kaupa í annað sinn Hondu SL 350 árgerð 1972. Reynir keypti hjólið nýtt á sínum tíma í Hondu umboðinu.  Var hann á hjólinu óbreyttu í 2-3 ár en breytti því þá í "hippa" í líkingu við "nýja" BSA hjólið hans Jóa Þ. Reynir selur svo hjólið árið 1977. Nú 35 árum síðar eignast hann hjólið aftur sem er gangfært og í lagi en þarfnast uppgerðar.  Óskum við Reyni til hamingju með nýja-gamla hjólið sitt og vonandi gengur vel að gera það upp og fáum við líklega að fylgjast með þeim lagfæringum hér á síðunni.  Sjá nokkrar myndir í mynda-albúmi.

Read 5914 times