Nú er feriðin í Mótorhjólaskóginn á morgun, laugardaginn 21.5.2022. Allir félagar velkomnir með. Þetta er síðasta árið sem áburði verður dreift. Nánar hjá formanni í síma 692-2323.
Smurdagurinn 2022 verður haldinn næsta laugardag, 7. maí, kl. 11:00 á verkstæðinu hjá Jóa Þorfinns á Lónsbraut. Grill eins og verið hefur undanfarin ár í hádeginu. Stefnt á hjólatúr á eftir.
Félagi okkar Kristján E. Ágústsson er 70 ára í dag, 22.1.2022, og var hann heiðraður í tilefni dagsins. Gaflarar óska honum til hamingju með daginn og óska honum góðs gengis í framtíðinni. kv. Stjórnin
Ágætu Gaflarar og aðrir hjólamenn. Stjórn Gaflara óskar ykkur gleðilegs árs og þakkar fyrir árið sem er á enda komið. Vonandi eigum við ánægjulegt hjólaár framundan. Kveðja Stjórn GAFLARA