Friday, 15 December 2017 19:22

Fyrsta alvöru “súperbike-ið” endurfætt !

Eins og allir alvöru hjólamenn vita (ekki ! uss lesa meira) þá eru næst bestu mótorhjólaverksmiðjur heimsins (Triumph enn Nr. 1 !!) (uss nú verður formaður vor ekki ánægður)-búnar að endursmíða það fræga hjól Kawasaki Z1, sem leit dagsins ljós á því herrans ári 1972, var 903 cc, sagt 83 hestöfl, fjögurra strokka línuvél, var kallað Z1. Sagan segir okkur að Honda (einhver verksmiðja í Japan !) hafi orðið á undan með fyrsta alvöru súperbike-ið CB-750, en þegar Ztan kom á markað þá skildi hún Cbinn eftir eins og gamlan mann með göngugrind !

 Kawi 1

Nú ekki fyrir löngu var þessi nýi Kawi kynntur fyrir almenningi sem og prufuökumönnum mótorhjólablaða. Einn þeirra segir frá sinni upplifun: Þetta er skemmtilegt, aflmikið hjól og það kæmi mér ekki á óvart að þessi nýja Z yrði valið hjól ársins, því það í raun uppfyllir allt það sem ég sem mótorhjólamaður langar til að upplifa.

 Kawi 3

Skoðum útlitið fyrst, jú afturhluti hjólsins leitar hressilega aftur til fortíðar og líkir eftir einu besta heppnaða “teili” (afturhluti) heimsins frá árinu 1972= Z1. Það sama á við með bensíntank, mótor að hluta, hraða og snúningsmæli. Þetta er bara virkilega vel heppnuð eftir”herma” og ekki leiðum að líkjast, því gamlan Ztan er eitt fallegasta hjól heimsins. Litaval er einnig aftur til fortíðar, lítur út eins og blautur draumur ef segja má svo ! Þetta fellur allt í eina fallega heild í þessu nýja Z900RS.

 Kawi 4

En ekki ökum við bara á útlitinu einu saman (förum langt !) nei en þessi græja uppfyllir líka hitt, kemur með alvöru “slip” kúpplíngu, gírkassi er virkilega “smúth” ef það má sletta. Fjögurra strokka línumótorinn er 948cc, 73,4x56.0 mm, vatnskælt, þjappa er 18.9:1, er sextán ventla, með beinni innspýtingu o.s.frv. Pústkerfið er fjórir í einn og það er það eina sem mætti “uppfæra” í fjórir í fjóra og ef það líður langur tími að það pústkerfi sé til sem aukahlutur þá yrði ég hissa. Hljóðið í hjólinu er flott og frekar hrátt.

 Kawi 5

Fjöðrun er frekar stíf, en virkar vel, hún er stillanleg en ég lét vera að stilla hana fyrir mig þennan alltof stutta tíma sem ég hafði þetta frábæra hjól í minni umsjá. Hjólið liggur vel í beygjum, en nota mætti betri hjólbarða,  en ekkert líkt gömlu Zunni með akstureiginleika. Fer vel með ökumann hvort sem ekið er innanbæjar eða á hröðum vegi, en að sjálfsögðu tekur ökumaður vind á sig þegar hressilega er tekið á græjunni. Er þetta besta “retró” hjólið, allt smekkur manna, en eitt verður að nefna að Triumph Thruxton R hjólið (yes yes) og BMW R nine T hjólið eru með betri akstureiginleika þegar hressilega er tekið á hjólinu í beygjum.

 Kawi 6 cafe racer

En flest okkar eru ekki að keppa um hver kemst hraðast (ekki ??) nei þetta verður allt að falla í eina fallega heild, útlit, aksturseiginleikar, þægindi og að sjálfsögðu verð. Þessar nýju “retró” græjur líta út eins og gömlu hjólin en eru með allt það nýjasta sem boðið er uppá í dag, semsagt lítur út eins og gamalt er allt nýtt að innan. Gott afl, rafstýrðar kveikjur, bein innspýting, ABS bremsur o.s.frv. En er nýja Zetan flottasta og besta “retró” græjan ? Örugglega þó nokkuð margir sem myndu segja strax já, en aftur allt smekkur manna.

 erð á nýju græjunni er svona á milli Triumph Thruxton R og BMW R nine T og eflaust finnst mörgum það frekar dýrt en öðrum gott verð, en hvað kostar t.d. ný Súkka Bandit (varð að nefna það hjól einu sinni annars verður þetta ekki birt !!) Hér að neðan er verð í enskum pundum á nokkrum hjólum:

 

- Ducati Scrambler Cafe Racer (£9,650)

- Triumph Thruxton (£10,800)

- BMW R nineT (£12,300)

- Yamaha XSR900 (£8,699)

- Honda CB1100EX (£10,800)

 

Lesa má betur um allt tæknilegt á netinu, svo við vitum nákvæmla um lengd milli hjóla, hæð uppað stýri, hæð undir hjól, stæð bensíntanks, stærð hjólbarða, bremsubúnaður, fjöðrun, breidd hjóls, hvað margir gírar, vökvakúppling eða ekki, ABS eða ekki, já allt skiptir þetta máli eða kaupum við bara eftir útliti eða bara tegund, eða eins og Harley menn segja: Ef þú þarft að spyrja hjálpar svarið þér ekkert eða þannig sko !

 

p.s. svo er líka til Café racer útgáfa með vindhlíf er það toppurinn eða ???

 

Ja sko er breskt enn best !!

 

Óli

 

og svo fylgir ein mynd með: Nýjasta frá Súkku Bandit í Retró “lúkkinu”

Retró Bandit  1

 

Read 874 times