Sunday, 19 November 2017 11:12

Fimmtíu ár: Það besta af því besta frá Norton= Norton Commando

Það eru ekki nema fimmtíu ár síðan Norton kynnti til sögunnar Commando hjólið, sem var tveggja strokka 750cc og var hugsað til að keppa við Triumph Bonneville hjólið, hver vann þá keppni fer allt eftir smekk manna, en eflaust þekkja fleiri Bonneville hjólið. Commando hjólið var til í nokkrum útgáfum þessi ár sem það var í framleiðslu, þ.e.a.s. frá árinu 1967 til ársins 1975 en þá í raun lauk framleiðslu þessa fræga mótorhjóls, en nefna má nokkrar útgáfur á þessu tímabili: Roadster, Interstate, Fastback, Hi Rider, SS og einnig S sem og John Player. Ekki má gleyma því að Commando hjólið var valið besta hjól heimsins nokkrum sinnum, mig minnir fimm sinnum, geri aðrir betur.

Commando 2018-1

Commando hjólið var má segja endurlífgað af Stuart Garner árið 2008 en þá hóf hann framleiðslu á 961cc Commando hjólinu í nokkrum útgáfum. En Stuart hélt í raun áfram með hugmyndir ameríkana að nafni Kenny Dreer. Þetta nýja hjól Stuart hefur þróast áfram frá upphafinu á árinu 2008, en enn er vélinn tveggja strokka, loft og olíukælt og meira segja enn með undirliftustöngum frá knastás að ventlum, ja eins og t.d. Harley, eða eins og sagt er á frummálinu: If it works why change it !!!

Commando 2018-2

Nú um daginn til að fagna fimmtíu ára afmælinu kom út nýtt hjól frá Norton og það er kallað Commando 961 California. Græjan er enn tveggja strokka (parallel twin), enn loft og vatnskælt, sagt vera 79 hestafla, fari frá í hundrað á 4.1 sekúndu, með Brembo ABS bremsum og Ohlins fjöðrun. Hjólið heldur svona þessu nakta gamaldags útliti, fæst í fjórum litum. Þetta hjól er í raun alveg sama hjólið og hin Commando hjólin: Sport og Café racer, síðan er “spes” græja sem kölluð er Dominator, en lesa má um þetta betur á netinu Nortonmotorcycles.com, ekki má gleyma nýjustu græjunni sem heitir V4 RR og er eins og nafnið gefur til kynna V 4 strokka, vatnskælt og sagt um 200 hestafla.

Commando 2018-3

Svona til gamans má segja frá því að ég sjálfur hef átt þrjú Commando hjól, eitt MK I 1972 árgerð, tvö MK III 1975, en síðasta árgerðin (1975) kom með diskabremsum framan og aftan, með rafstarti (ha ha ha), uppfærðum mótorpúðum og lokaðra pústi sem og lofthreinsara. Ég á enn eitt þeirra, en það fyrsta dvelur á safninu á Akureyri og er í Norvil Replica racer útliti, því það gengur ekki að eiga “orginal” hjól er það nokkuð !! Nokkrar myndir af nýja hjólinu fylgja sem og ein af hjólinu á Akureyri.

Commando 2018-4

p.s. flott hjól California hjólið nema fyrir minn smekk STÝRIÐ !

Commando 2018

 

Read 947 times