Monday, 13 November 2017 20:55

ER breskt enn best ??!!

Þessu er mjög auðvelt að svara: Að sjálfsögðu !!, en svona fullyrðingar standast sjaldan, ja SKO svipað og að fullyrða að Súkka Bandit sé besta mótorhjólið í heiminum (formaður les þetta ekkert veit ég !!). Einu sinni endur fyrir löngu var verksmiðja í Englandi sem hét Royal Enfield og sú verksmiðja hóf starfsemi sína á því herrans ári 1901 og var svo yfirtekið af Norton Villiers árið 1967 og þá hvarf þetta fræga nafn í raun, en sagan hélt áfram því framleiðsla hjólsins hélt áfram í Indlandi með framleiðslu Bullet hjólsins og árið 1999 tóku eigendur þessarar verksmiðju upp nafnið Royal Enfield, ja eftir nokkur málaferli um hvort þeir mættu nota nafnið.

Royal

Nokkur alvöru ensk Royal Enfield eru til hér á landi, sem og þau sem framleidd hafa verið í Indlandi. Gæði Indversku hjólanna hafa farið batnandi en í raun var þetta mjög svo gamaldags framleiðsla hjá þeim í Indlandi í upphafi. Fram að þessu hafa þeir þarna í Indlandi aðeins framleitt eins strokka 350 og 500 cc hjól, en nú fyrir ekki löngu kynntu þeir til sögunar nýtt tveggja strokka 650 cc hjól í tveimur útgáfum.

Royal 2

Þessi hjól heita Interceptor og Continental GT 650 og þau voru sýnd áhorfendum á EICMA sýningunni í Milan Ítalíu. Þessi tveggja strokka hjóla líta bara vel út, annað svona gamla útlitið en hitt í café racer stíl. Vélar þessara hjóla eru eins eru í raun 648cc og það sem kallað er parallel twin, sprengjuhringur er 270 gráður, eru loft og olíukæld. Þessi 270 gráður sprengjuhringur var valinn til að halda titring niðri, en ýmislegt annað er gert til að halda titiring sem minnstum, gírkassi er sex gíra. Vélin er sögð 47 hestöfl á 7100 snúningum og togar 52 nm á 4 þúsund snúningum.

Royal 4

Sagt er að fyrstu endurfæddu tveggja strokka IND/bretarnir verði komnir í sölu í apríl á næsta ári, gott verð hefur verið á þessum Indversku Royal Enfield hjólum fram að þessu og eflaust verður það eins með þessu tvö nýju hjól. Framleiðsla alls konar aukahluta er þegar komin af stað svo breyta má hjólunum eftir sýnu höfði, en hver vill ekki hafa hjólin sín ORGINAL !! Lesa má meira um þessu Indversku Breskt er best á netinu.

Höfundur er tegundablindaður !!

Royal 3

Read 1206 times Last modified on Monday, 13 November 2017 21:00