Wednesday, 08 November 2017 16:58

Eru ekki allir hrifnir af Indíánum ?

Allavega þeir sem hafa gaman af tveggja strokka V loftpressum sem settar hafa verið í mótorhjólagrindur ! En öllu gamni slepptu þá er nafnið Indian þekkt hjá flestum mótorhjólaáhugamönnum, þetta fræga nafn var í raun frægara en Harley Davidson og allavega í upphafi talið betra mótorhjól (dæmi hver fyrir sig). Fyrsta Indian mótorhjólið leit dagsins ljós á því herrans ári 1901, en framleiðslu þessar hjóla var hætt árið 1953. Síðan hefur þetta nafn birst af og til í gegnum árin með misjöfnum árangri, en í dag á Polaris fyrirtækið nafnið og er að gera góða hluti í samkeppni við Harley Davidson ofl. Framleiðsla Indian mótorhjóla frá Polaris hefur verið í svokölluðum “hippa” og “krúser” flokki ef segja má svo. EN !!

Indían

Undur og stórmerki allavega fyrir mig og fleiri þeir þarna hjá Polaris hafa skynjað hvað markaðurinn er yngjast og hvað vekur hrifningu, því þessum þessum körlum með grátt hár og tagl, skegg og smá ístru þeim fer fækkandi (smá grín !). Og nú fyrir ekki löngu kynnir Indian þennan líka flotta FTR1200 Flat Tracker á EICMA mótorhjólasýningunni í Mílan Ítalíu, svona hjól í Scrambler stíl sem eins og allir vita hafa Triumph og síðar Ducati selt í bílförmum.

Indían 1

Þetta nýja Indian er með 100+ hestafla V mótor, er 1133 cc. Það er ekki búið að skrifa mikið um aksturseiginleika þessa nýja hjóls, en græjan er bara flott, allaveg finnst flestum sem séð hafa þetta nýja hjól. Með þessari sleggju af mótor þá hlítur hjólið að vera með endalaust tog og alveg sæmilegt afl. Þetta er engin létt vigtar græja, nei hjólið vigtar lítil 427 pund (aðeins léttara en besta hjólið/Bandit). En með Ohlins fjöðrun, Brembo bremsum þá er Indian ekkert að leika sér, hér er alvöru græja á ferð og Polaris segir að þetta hjól sé ekki bara “Another pretty face” nei þetta er hjól með alvöru aksturseiginleika og engum mun leiðast að aka þessari græju.

Indían 3

Jæja nú eru allavega nokkrir sem búnir eru að taka upp veskið, en nei þetta hjól sem var til sýnis er aðeins hugmyndahjól, en miðað við móttökur og viðbrögð þá segja þeir hjá Indian að framleiðsla muni verða að veruleika, en við sjáum til. Hér að neðan eru nokkrar tæknilegar tölur sem allir lesa (allavega þrír).

 Indían 4

 

CHASSIS: 4130 chromoly steel trellis frame and swingarm
WHEELBASE: 60in (1518mm)
WEIGHT: 427lbs (194kg)
RAKE/TRAIL: 25˚/3.7in (94mm)
POWER: Liquid-cooled, 60-degree, 1133cc V-twin with S&S Cycle Tracker exhaust, 100+ hp
SUSPENSION: Fully adjustable Ohlins fork and monoshock
ROLLING STOCK: RSD Traction race wheels with Dunlop DT3 dirt track tires
BRAKING: Brembo calipers and Lyndall Crown Cut rotors
BODY: Two-piece carbon-fiber body with LED headlight and integrated LED stop/turn/taillight

 

Höfundur telur enn að sé breskt best !

Indían 5

 

Read 982 times