Tuesday, 07 August 2012 17:57

Viltu styrkja Mótorhjólasafnið?

Til allra klúbba og félagasamtaka sem tengjast  bifhjólum og akstursíþróttum af öllu tagi.
Mótorhjólasafn Íslands er risið,  neðri hæð hússins er  komin í gagnið og hefir verið starfrækt frá 15.maí 2011. Um þessar mundir er lagt kapp á að klæða húsið að utan og koma rekstri hússins í horfið.

Því leitum við á safninu nú til ykkar og biðjum um stuðning.
Stuðning í formi Vildarvinar. Með því að gerast Vildarvinur safnsins fær maður árskort að safninu. Vildarvinur gerist maður með mánaðrlegri færslu af kreditkorti. Upphæðin skiptir ekki máli því margt smátt gerir eitt stórt. Til dæmis 1000.kr mánaðrlega þar til látið vita um annað ! Ekki það að standi til að predika neitt hér en þá er þetta eins einn tóbaks pakki eða öl !  Hægt er að segja þessu upp aftur með einu símtali ef aðstæður manna breytast.

Eyðblöð vegna þessa má nálgast á safninu eða óska eftir að fá send. Það væri safninu ómetanleg aðstoð að ykkar klúbbur eða einhverjir úr ykkar röðum sæjju sér fært að styðja safnið á þennan hátt. Safnið er byggt upp með frjálsum framlögum og gríðarmikilli sjálfboðavinnu, og viljum við þakka öllum þeim sem lagt hafa hönd á plóginn, þetta hefði aldrei verið hægt án ykkar og verður ekki hægt án ykkar. Stöndum saman um þessa menningarlegu arfleifð okkar !  Frjálsum framlögum má einnig koma til skila á reiknings númer 0162-26-10026 kt. 601207-2060.

Safnið er hið glæsilegasta og hýsir mörg einstök hjól en reglulega er skipt um sýningargripi og stefnt að því að hafa safnið allt eins lifandi og hægt er. Og skorum við á ykkur sem ekki hafa komið enn að koma og skoða því sjón er sögu ríkari.

Með kveðju og þökk
Fyrir hönd Mótorhjólasafns Íslands
Ólafur Sveinsson

Read 2117 times Last modified on Tuesday, 07 August 2012 21:45