Monday, 06 March 2017 08:50

Ný stjórn kosin á aðalfundi Snigla

Gaflarar eiga nú 2 fulltrúa í stjórn Snigla.  Hér er frétt af sniglar.is frá aðalfundi þeirra sem haldinn var 4/3/2017.

 

Aðalfundur Snigla var haldin í gær, laugardaginn 4. mars og þrátt fyrir að langflestir úr stjórn Snigla höfðu ekki gefið kost á sér í stjórn aftur, náðist blessunarlega að kjósa nýja stjórn. Aðeins er einn stjórnarmaður í aðalstjórn frá fyrra ári en það er Díana Hermannsdóttir. Fjórir nýir koma inn í stjórn, en það eru Njáll Gunnlaugsson sem formaður, Elías Fells, Steinmar Gunnarsson og Kristján E. Ágústsson. Varamenn í stjórn eru þau Oddur Bjarnason, Veigar Sigurður Jónsson og Hrönn Bjargar Harðardóttir, fráfarandi fomaður. Hér fyrir neðan má lesa fundargerð aðalfundar ásamt skýrslu stjórnar:

Aðalfundur

Bifhjólasamtaka Lýðveldisins, Snigla
haldinn í félagsheimili Snigla Skeljanesi
Laugardaginn 04. Mars 2017 kl 9:30-11:30

Fundargerð

 1. Fundur settur, skipan embættismanna fundarins: Hrönn Bjargar Harðardóttir formaður setti fundinn kl 9:50. Fundarstjóri var skipaður Gunnar Sigurjónsson og ritari Iðunn Arnarsdóttir. Fundarstjóri tilkynnti að boðað hafi verið löglega til fundarins samkvæmt lögum félagsins. Enginn hreyfði við mótmælum.
  Í upphafi fundar voru mættir 10 fullgildir félagsmenn. Sjá mætingarlista fylgiskjal. 1.1.
 2. Skýrslur stjórnar og starfandi nefnda. Hrönn Bjargar Harðardóttir formaður flutti skýrslu stjórnar og umferðarnefndar. Sjá fylgiskjal 2.1. Opnað var fyrir umræður. Engar fyrirspurnir bárust frá fundarmönnum.

Fundarstjóri Gunnar bað um orðið og ræddi um Mótorhjólamessu sem hann stendur fyrir ár hvert. Það verkefni sem Sniglar eru aðilar að. Vill hann hrósa samtökunum sérstaklega fyrir þátttöku sína í verkefninu.

 1. Endurskoðaður ársreikningur liðins árs.

Hrönn Bjargar fór yfir helstu tölur síðasta árs. Sjá fylgiskjal 3.1. Lækkun á tekjum á milli ára. Minni rekstrarkostnaður á milli ára og rekstrarhagnaður eftir árið 2016.

Engar athugasemdir bárust við ársreikning frá fundarmönnum.

Fundarstjóri lagði til að ársreikning verði framvegis varpað upp á vegg fyrir fundarmenn til að skoða meðan á fundi stendur.

 1. Fjárhagsáætlun fyrir næsta stjórnarár.

Hrönn fór yfir fjárhagsáætlun. Sjá fylgiskjal 4.1. Gert er ráð fyrir að rekstur verði á nánast á sléttu eftir árið. Samþykkt samhljóða.

 1. Ákvörðun félagsgjalda fyrir næsta ár. Stjórn lagði til að félagsgjöld verði óbreytt, kr. 5.800,- fyrir árið. Seðilgjald kr. 350,- leggst ofan á ef greitt er með greiðsluseðli. Eftir umræður var gengið til atkvæða og tillagan samþykkt samhljóða.
 2. Lagabreytingar skv. 11. gr. laga samtakanna.

Engar lagabreytingatillögur lagðar fram.

 1. Kosning stjórnar, varamanna og skoðunarmanna skv. 7. gr. laga samtakanna.
  Fundarstjóri hvatti fundarmenn til að bjóða sig fram til stjórnarstarfa.

Hrönn Bjargar formaður hefur lokið sínu tímabili og gefur ekki kost á sér til endurkjörs.Njáll Gunnlaugsson bauð sig fram til formanns. Samþykkt samhljóða.

Fundarstjóri auglýsti eftir framboði til stjórnarsetu tveggja aðalmanna. Samkvæmt reglu átti að kjósa tvo til aðalstjórnar Iðunn Arnarsdóttir og Kristrún Tryggvadóttir hafa lokið sínu tímabili og gefa ekki kost á sér til endurkjörs. Þrjú framboð bárust til setu í aðalstjórn til tveggja ára. Steinmar Gunnarsson, Elías Fells og Kristján E. Ágústsson Samþykkt samhljóða.

Óðinn Sigurðsson og Díana Hermannsdóttir höfðu beðist undan skyldum sínum fyrir fund og því þurfti að kjósa aðra í þeirra stað. Upplýsingar bárust inn á fund að ef ekki fyndist annar í hennar stað gæti Díana hugsað sér að sitja áfram í stjórn, staðfesti hún það í símtali við Hrönn í síma meðan á fundi stóð og ákvað að klára sitt kjörtímabil næsta ár.N‎ý aðalstjórn skipa því fimm aðalmenn:

Njáll Gunnlaugsson formaður
Elías Fells
Steinmar Gunnarsson
Kristján E. Ágústsson
Díana Hermannsdóttir

Auglýst eftir framboði til setu í varastjórn til eins árs. Sigurgrímur Ingi Árnason, Rögnvaldur Ólafsson og Veigar S, Jónsson hafa lokið sínu tímabili.

Eftirtalin framboð bárust til varastjórnar:

Oddur Bjarnason
Veigar Sigurður Jónsson
Hrönn Bjargar Harðardóttir

Samþykkt samhljóða.

Auglýst eftir framboði til skoðunarmanna reikninga. Fríða B. Bergsdóttir og Guðni Þ. Þorvaldsson hafa lokið sínu tímabili.

Tvö framboð bárust. Kristrún Tryggvadóttir og Guðni Þ. Þorvaldsson

Samþykkt samhljóða

Laganefnd.

Laganefnd skipa nú Gunnar Sigurjónsson, Njáll Gunnlaugsson og Sigurgrímur Árnason.

Njáll baðst lausnar úr laganefnd sökum þess að hann er nýkjörinn formaður.

Aðrir gefa kost á sér áfram. Kristrún Tryggvadóttir bauð sig fram í laganefnd í stað Njáls. Samþykkt samhljóða.

N‎ý stjórn skipar í nefndir á sínum fyrsta fundi..

 1. Önnur mál.

Njáll bað um orðið, hann vakti máls á því að gera þurfi starf samtakanna sýnilegra almenning. Í tengslum við það hafði hann samband við Fréttablaðið, varðandi að útbúa sérstakt umfjöllunarblað um mótorhjól í Fréttablaðinu rétt fyrir hópkeyrsluna 1. maí. i Njáll sagðist einnig hafa sett sig í samband við Runólf formann FÍB varðandi hverskyns konar samstarf, m.a. útgáfumál. Njáll óskaði eftir samþykkt fundarins til að halda áfram með viðræður við FÍB varðandi samstarf. Var það samþykkt. Er möguleiki á að boðað verði til auka aðalfundar síðar til að ræða hugsanlega hækkun á félagsgjöldum í tengslum við samstarf við FÍB.

 1. Fundarslit.

Fundarstjóri þakkaði fundarmönnum góðan fund. Fráfarandi stjórn þökkuð vel unnin störf og Hrönn Bjargar Harðardóttir sleit fundi kl 11:10

Skýrsla stjórnar og nefnda starfsárið 2016.

Samkvæmt venju var ný stjórn kjörin á aðalfundi og voru þau Díana B. Hermannsdóttir og Óðinn Sigursson kjörinn til tveggja ára. Hrönn B Harðardóttir var kjörin formaður til tveggja ára árið 2015 ásamt stjórnarmönnum Kristrúnu Tryggvadóttur og Iðunni Arnarsdóttur. Varamenn kosnir til eins árs voru þeir Sigurgrímur I. Árnason, Rögnvaldur Ólafsson og Veigar S. Jónsson. Stjórn skipti svo með sér verkum: Kristrún varaformaður, Iðunn gjaldkeri, Díana meðstjórnandi og Óðinn ritari.

Í umferðarnefnd sátu eftirtaldir á síðastliðnu starfsári Daníel Árnason, Gunnar Gunnarsson, Hrönn B. Harðardóttir, Iðunn Arnarsdóttir, Kristján Jakobsson, Njáll Gunnlaugsson og Sigurgrímur Ingi Árnason.

Árlegur vorfundur Bifhjólafólks var haldin 26.apríl Sniglar buðu á fundinn fyrir hönd Samgöngustofu. Þetta er fimmta árið í röð sem fundirnir hafa verið opnir öllu áhugasömu bifhjólafólki. Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis og fræðsludeildar Samgöngustofu hafði veg og vanda af fundinum. Að þessu sinni var farin sú leið að beiðni Snigla að fá forsvarsmenn allra deilda innan samgöngustofu sem tilheyra umferðarmálum. Einnig var fulltrúi frá Lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðinni á staðnum. Fulltrúa Reykjavíkur borgar var boðið líka en því miður forfallaðist hann. Áhersla var lögð á að skapa eins uppbyggilega umræðu og hægt væri á milli allra sem á fundinn mættu. Segja má að fundurinn hafi farið fram úr björtustu vonum.

Farið var yfir slysatölfræði ársins 2015 sem snerti bifhjólafólk, einnig var fjallað um helstu greinar umferðarlaga er varða akstur bifhjóla af öllum stærðum, forvarnarmál, skoðunarmál, kennslumál og almennar umræður um ástand gatna. Bifhjólafólk sem hafa slasast alvarlega eða látist í umferðinni, fækkaði um 68% á milli ára. Sem dæmi má nefna að samanlagður fjöldi alvarlega slasaðra og látinna árið 2014 var 28 en er kominn niður í 9 árið 2015. Born­ar sam­an við fjölda skráðra bif­hjóla sýndu töl­urn­ar að fækk­un slys­anna sé í öf­ugu hlut­falli við aukn­ingu í fjölda skráðra þungra bifhjóla. Er þetta rakið meðal ann­ars til auk­inn­ar vit­und­ar veg­far­enda um bif­hjól í um­ferðinni, fræðslu og upp­lýs­inga­miðlun­ar og fækk­un í nýliðun bif­hjóla­fólks.

Mikill árangur hefur náðst í umferðaröryggi bifhjólafólks síðustu ár og hefur slösuðum bifhjólamönnum fækkað stöðugt frá árinu 2008 til ársins 2015.

Markmið umferðaröryggisáætlunar stjórnvalda fyrir 2015 var að fjöldi alvarlegra slasaðra og látinna í bifhjólaslysum minkaði árlega um 5%

Vilji er fyrir því að halda þessum Vorfundinum áfram og hafa þá áfram opna fyrir allt bifhjólafólk. Samgöngustofa sá að þessu sinni um húsnæði og veitingar, fundartíminn hlaut talsverða gagnrýni en hann hófst 16:30 og stóð til 18:30 ástæða fundartíma var einfaldlega sú að þeir aðilar sem á fundinn mættu fyrir hönd fyrrgreindra aðila voru að mæta á eigin tíma og af einskærum áhuga.

1.maí var haldinn hátíðlegur og má segja að dagurinn hafi verið frábær í alla staði. Safnast var saman á Laugaveginum líkt og undanfarin ár og má segja að laugarvegurinn hafi verið troðfullur af hjólum, ekið var um Hringbraut, Ánanaust, Sæbraut og endað á Kirkjusandi að þessu sinni. Gríðarleg stemming myndaðist á Laugaveginum eins og svo oft áður og fylgdist mikill fjöldi fólks með keyrslunni og mætti á Kirkjusand. Enda vekur keyrslan meiri og meiri athygli almennings ár frá ári.

Voru það um 7-800 hjól sem komu á Kirkjusand. Fyrir keyrslunni fóru tvö sjúkrabifhjól Slökkviliðsins á Höfuðborgarsvæðinu, ásamt hjólum frá Lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu. Að þessu sinni var það Jere Israel frá Chile sem leiddi hópkeyrslunni en hann keppir fyrir HRC Dakar lið Honda með honum var einnig Jóhannes Sveinbjörnsson sem var nýkominn úr keppni í Abu Dabhi.

Keyrslan gekk vel utan smávægilegra hnökra en mikilvægt er að þeir sem taki að sér verkefni á þessum degi sinni þeim að heilum hug. Eitt smávegis Hvolpaurr þurfti þó í lok keyrslu þar sem einn þáttakandi ákvað að taka barnið sitt með sér í keyrslu, Sniglar hafa hingað til hvatt fólk til að hafa börnin með ef það er möguleiki en það átti þó ekki við í þessu tilfelli þar sem barnið sem var fimm ára var á eigin ökutæki á götu. Slíkt getur þýtt vandræði með leyfi síðar. Lögreglan lítur þetta alvarlegum augum.

Eins og áður þurfti að leita vel að sjálfboðaliðum og voru margir sjálfboðaliðar sem hafa komið að keyrslunni áður sem redduðu með sér mannskap. Fjöldin sem þarf á þessari leið svo vel sé er um 30 manns, til að loka gatnamótum og svo fyllsta öryggis sé gætt. Þess má geta að allir þeir tugir aðila sem koma að 1. maí gefa vinnu sína.

Reykjavíkurborg, Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu, Ökuskóli 3 og Frumherji fá þakkir fyrir að gera daginn mögulegan sem og allir sjálfboðaliðarnir en án þeirra er hópaksturinn ekki mögulegur.

FEMA hélt eins og áður þrjá fundi á árinu og sendum við fulltrúa frá Íslandi á fund í febrúar á síðasta ári í Brussel. Mikilvægt er að halda áfram félagsaðild að FEMA (The Federation of European Motorcyclists‘ Associations) (samband evrópskra hagsmunasamtaka mótorhjólafólks ). FEMA vinnur að hagsmunum mótorhjólafólks í Evrópu gagnvart Evrópusambandinu. Árinu ber helst að nefna í FEMA starfinu að FEMA hefur verið að vinna að undirbúning að samvinnu að FIM. Njáll Gunnlaugsson hefur fylgst með því sem kemur frá FEMA fyrir hönd Snigla.http://sniglar.is/wp-content/uploads/2015/02/Sniglar_frettir.jpg 730w" sizes="(max-width: 300px) 100vw, 300px">

Landsmót var haldið venju samkvæmt og í þetta sinn voru það Goðar Bifhjólaklúbbur sem héldu mótið á . Mótið þótti einkar vel heppnað og skemmti fólk sér konunglega. Landsmót hefur undanfarin ár ferðast um landið Vestmannaeyjar, nú síðast á Iðavöllum við Egilsstaði og nú kemur Ásta Hafberg Snigill ásamt misgáfaða landsmótshópnum til með halda landsmót bifhjólamanna 2017 að Núpi í Dýrafirði.

Sniglar eiga fulltrúa í Fagráði um umferðarmál en þar var því miður enginn fundur haldinn á árinu og verður að lýsa yfir vonbrigðum um það. Fagráð er byggt á grunni gamla umferðarráðs.

Sniglar eiga einnig fulltrúa í Áratugur aðgerða 2011-2020 þar var því miður enginn fundur haldin á árinu og verðum við einnig að lýsa yfir vonbrigðum með það.

Engar breytingar á umferðarlögum voru lagðar fyrir á þingi á síðastliðnu ári og verður að segjast að löngu er komin tími til allsherjar endurskoðun umferðarlaga. Fyrrverandi ráðherrar viðast ekki hafa haft neinn áhuga á umferðarmálum eða fyrrum ríkisstjórn og er málaflokkurinn algjörlega sveltur. Samgöngustofa sem og Vegagerðin sem hafa lagalegum skyldum að gegna í umferðarmálum geta ekki sinnt þeim sem skyldi vegna fjárskorts.

Sniglar hafa átt gott samstarf og samtal við þessa aðila undanfarinn ár og binda vonir við að svo verði áfram. Sniglar gera þá kröfu á hið opinbera, ríki og sveitarfélög að þau fari að sinna umferðarmálum heildrænt og í samstarfi við viðkomandi hagsmunaaðila. Sniglar binda vonir við að nýr ráðherra umferðarmála taki á málunum og veiti fé til þeirrar uppbyggingar sem þörf er á og taki ekki þátt í minni hagsmunir fyrir meiri og skammsýnisdellunni sem hefur einkennt framkvæmdir undanfarinna ára.

Í byrjun starfsársins var farið af stað með 10 markmið sem átti að vinna á starfsárinu og áfram næstu ár þar til þeim væri lokið. Ómögulegt er að vinna að slíkum markmiðum þegar löggjafinn og ráðamenn eru ekki til taks eða viðræðu. Regluleg skipti voru bæði á mönnum innan ráðuneytis og samgöngustofu svo ómögulegt reyndist að fylgja nokkru máli eftir á síðasta starfsári.Kosturinn við það er reyndar að þetta getur bara batnað.

Sniglar sendu frá sér yfirlýsingar varðandi ástand á gatnakerfinu.

Félagsfundur voru haldnir nokkrir í byrjun sumars. Því miður var mæting það léleg að þeir sem ætluðu að halda þeim úti gáfust upp og ákváðu að sleppa þeim. Eftir þetta sumar og sumarið í fyrra má álykta að hinn almenni Snigill /hjólari hafi ekki áhuga á opnu húsi a.m.k. gefur mætingin það til kynna.

Gunnar Sigurjónsson „kraftaklerkur“, hefur staðið fyrir Mótorhjólamessu á annan í hvítasunnu nú nokkur ár í röð. Grillhúsið hefur styrkt Hollvini Grensásdeildar með sölu „Kraftaklerksins”  – hamborgara sem boðið er upp á matseðli Grillhússins þennan eina dag á ári. Sniglar, hafa jafnframt styrkt Grensásdeild með sama framlagi og safnast á Grillhúsinu við sölu Kraftaklerksins.
Að þessu sinni söfnuðust kr. 208.452,- og fengu Hollvinir Grensásdeildar því afhent samtals 417 þús.

Upphæðinni verður að sögn varið til að endurnýja húsbúnað í æfingaíbúðinni á Grensásdeild.

Þrátt fyrir að Sniglar séu einu hagsmunasamtök bifhjólafólks og vinni að því að gæta hagsmuna þeirra í hvívetna hefur greiðandi félögum því miður farið fækkandi undanfarin ár. Þótt verið sé að vinna að málefnum sem snertir allt bifhjólafólk af öllum stærðum og gerðum hvort sem það sér fært að greiða árgjald eður ei. Enn greiða þó nokkur hundruð manns félagsgjöld á hverju ári. Síðastliðinn ár hefur greiddum meðlimum fækkað um u.þ.b. 30% og er það miður en það helst í hendur við þróun hjá sambærilegum samtökum erlendis. Fáir aðilar á hverjum tíma sinna starfi samtakanna og erfitt hefur verið þó það sé MJÖG mikilvægt að fá ferskt blóð til starfa.

Nýlega var sett inn á vef samtakanna samantekt á því hagsmunastarfi sem Sniglar hafa verið í fararbroddi fyrir síðastliðinn 30 ár eða svo. Þess má geta að þessi yfirferð er þó alls ekki tæmandi. Sniglar eru viðurkennd rödd bifhjólafólks á Íslandi og hafa áorkað heilmiklu í gegnum tíðina.

Njáll Gunnlaugsson sá um að taka þessar upplýsingar saman fyrir okkur og erum við honum þakklát fyrir það.

Stjórn Snigla þakkar þeim sem lögðu hönd á plóg í þeim fjölbreyttu verkefnum sem unnin voru á síðasta starfsári.

Read 2749 times