Monday, 06 February 2017 20:01

Alhliða mótorhjól með nær öllu sem við þurfum eða hvað ?

Kawasaki Versys 1000 ABS LT-2017

Kawi Versis 1

Stóri Versysinn hefur vakið athygli sem og hrifningu alls staðar þar sem hann hefur verið prufaður og þ.e.a.s. eftir að hann var endurhannaður í núverandi útlit og gerð, en fyrsta útgáfan af þessum 1000cc Versys vakti ekki svo mikla athygli eða hrifningu en það er önnur saga sem lesa má á netinu eins og allt annað eins og t.d. að aðeins ætti að kaupa eina tegund mótorhjóla Súsúkki !! (Formaður vor telur mig leggja hann í einelti, en dæmi hver fyrir sig !!, en svona okkar á  milli þá læt ég þessa setningu: “Súsúkki er best” fylgja ölllum greinum héðan í frá, en smá bull er alltaf “hollt”, en hugsanlega verður ekki pláss fyrir þessa grein vegna ritskoðunar !!!!!!!! )

Eins og við munum öll þá vakti litli bróðir þ.e. 650cc hjólið mikla hrifningu þegar það var kynnt til sögunar, en þó vantaði uppá afl og tog (ég átti meira segja litla Versysinn !!) fannst mörgum og Kawa verksmiðjan hlustar á notendur eins og flestir framleiðendur. Stóri Versysinn hefur verið valið hjól ársins hjá nokkrum hjólblöðum í USA síðastliðinn tvö á og það segir ýmislegt um hjólið.

Þetta hjól, sem kynnt var til sögunnar fyrir rétt rúmum tveimur árum er með 1043cc vatnskældum mótor, beinni innspýtingu og sex gíra gírkassa, kemur með “slipper” kúplingu, hægt að stilla framrúðu, litlum handhlífum, ABS, sem og 28 lítra hliðartöskum sem hægt er að fjarlægja, þessar töskur koma í sama lit og hjólið, mælaborðið segir þér líka í hvaða gír þú ert ásamt ýmsum öðrum upplýsingum, ekki dónalegur pakki ef segja má svo. Svo er hægt að kaupa t.d. stærri framrúðu ofl.

Hjólið er sagt frábært ferðahjól hvort sem þú ert einn á því eða með farþega, frábært tog, verulega góða akstureiginleika við misjafnar aðstæður, fer vel á malarvegi líka, en er engan vegin utanvegahjól. LT Versysinn er flaggskipið í Versys útgáfunni. Það er hægt að telja upp ýmislegt sem hjólið bíður uppá og fátt sem hægt er að nefna neikvætt (jú jú ekki Súsúkkí !!). Jafnvel við háan snúning mótors þá finnur ökumaður nær engan titring uppí stýri né standpedala, en eins og áður sagt nóg af afli og alveg frábært tog. Rafframleiðsa er sögð mjög góð (nauðsynlegt í usa því þeir nota, hitahandföng, hitaskó, hitavesti, hitabuxur, GPS, kaffibrúsahitara ofl ofl !!) en útgefið afl er sagt 15.3 amps við 1100 snúninga=nauðsynlegt að vita !!.

Eins og áður sagt hjólið kemur standard með ABS frá Bosch, en að framan eru tveir 310mm diskar og einn 250mm að aftan. Hjólið kemur með alls konar tölvubúnaði sem gefur ökumanni möguleika á að stilla átak til afturhjólbarða og þetta kerfi er kallað KTRC(KP) og er stillanlegt á þrjá vegu. Hægt er að bæta við sig fullt af upplýsingum um hjólið og þá eins og venjulega af netinu, t.d. er ein greinin svo tæknileg að mig fór að dreyma um kaup á Súkku (uss uss nú er nóg komið af bulli !!).

Stolið og stílfært af netinu

Óli bruni

Kawi Versis

ENGINE
Displacement 1043cc 
Type 4-stroke In-Line Four 
Bore and stroke 77.0 x 56.0 mm 
Cooling Liquid 
Compression ratio 10.3:1 
Valve system DOHC, 16 valves 
Fuel system Digital fuel injection with four 38 mm Keihin throttle bodies 
Ignition Digital 
Lubrication Forced lubrication, wet sump 
BRAKES
Front: type Dual semi-floating 310 mm petal discs 
Front: calipers Dual opposed 4-piston 
Rear: type Single 250 mm petal disc 
Rear: calipers Single-piston 
DIMENSIONS
Overall length 2,240 mm 
Overall width 895 mm 
Overall height 1,400 mm / 1,465 mm (High Position) 
Wheelbase 1,520 mm 
Ground clearance 150 mm 
Seat height 840 mm 
Curb mass** 249 kg 
Fuel capacity 21 litres 
DRIVETRAIN
Transmission 6-speed, return 
Final drive Chain 
Primary reduction ratio 1.627 (83/51) 
Gear ratio: 1st 2.692 (35/13) 
Gear ratio: 2nd 1.950 (39/20) 
Gear ratio: 3rd 1.529 (26/17) 
Gear ratio: 4th 1.304 (30/23) 
Gear ratio: 5th 1.136 (25/22) 
Gear ratio: 6th 0.958 (23/24) 
Final reduction ratio 2.867 (43/15) 
Clutch Wet multi-disc, manual 
FRAME
Type Aluminium twin-tube 
Wheel travel: front 150 mm 
Tire: front 120/70ZR17M/C (58W) 
Wheel travel: rear 150 mm 
Tire: rear 180/55ZR17M/C (73W) 
Caster (rake) 27° 
Trail 106 mm 
Steering angle (left/right) 34° / 34° 
PERFORMANCE
Maximum Power‡ 88 kW {120 PS} @ 9,000 rpm 
Maximum Torque‡ 102 N.m {10.4 kgf.m} @ 7,500 rpm 
SUSPENSION
Suspension, front 43 mm inverted fork with rebound damping and springpreload adjustability 
Suspension, rear Horizontal Back-link, gas-charged, with rebound damping and remote spring preload adjustability 
DETAILS
Warranty 12 months warranty

Kawi Versis 3

 

Read 872 times