Thursday, 02 February 2017 16:44

Gleðilegt nýtt ár: Breskt er best-Triumph Street Scrambler 2017

Er ekki rétt að byrja nýja árið með grein um “bestu” hjólin þ.e.a.s. Breskt er best !! En nóg af bulli því eins og allir vita þá er eina alvöru hjólið framleitt af Súsúkkí ekki rétt ??!! (formaður vor hefur alltaf rétt fyrir sér!!).

 Scrambler 1

 

En snúum okkur að þessu hjóli sem er Triumph Scrambler árgerð 2017, en engin Scrambler var í boði á árinu 2016 frá Triumph. Segja má að saga Scrambler hjóla almennt hafi hafist uppúr 1950 og jafnvel fyrr, þ.e.a.s. þegar götu hjólum var breytt í (allavega reynt) utanvega hjól og þá með það í huga að nota þau sem keppnishjól við hinar ýmsu aðstæður t.d. í USA þar sem þau voru notuð mikið í sandauðnum og malarvegum en kannski minna í alvöru “endúró” eins og í t.d. Englandi. Allir stóru framleiðendurnir eins og BSA, Norton og Triumph framleiddu tveggja strokka hjól sem litu út eins og hægt væri að fara í utanvega akstur á þeim og japanir fylgdu í kjölfarið með hjól með þessu útliti, en fæst virkuðu vel í alvöru utanvega akstur !!

Scrambler 2 

Fyrsti Scramblerinn frá Triumph leit dagsins ljós árið 2006 og þá 865cc, sagður 900, hjólið var í raun alveg sama hjólið og t.d. Bonneville, í raun aðeins útlitið t.d. annað pústkerfi, annað stýri og svo hjólbarðar, kveikjutími var líka annar á Scramblernum og því “hljómaði” hann öðruvísi en Bonníe. Flestir sem átt hafa Scrambler hafa verið ánægðir með hjólið, en þó hægt sé að nota það utanvegar eins og flest önnur hjól, þá er Scramblerinn “frekar” topp þungur til að nota í alvöru utanvega brölt (ég fór þó á mínum uppá Úlfarsfell).

 Scrambler 3

Nýi 2017 Scramblerinn er alveg ný “græja” þ.e.a.s. með 900cc vatnskældri vél, 270 gráðu kveikjuröð, rúmlega 12 lítra bensíntank (minni en sá gamli) og svo það besta alveg ný grind sérstaklega smíðuð fyrir Scramblerinn. Nýja vélin er sögð skila ca. 28% meira afli sem og togi. Hjólið er með beinni innspýtingu og inngjöf rafstýrð (engir barkar). Kemur með ABS sem hægt er að aftengja við t.d. utanvegaakstur, einnig hægt að stilla afl til afturhjóls o.s.frv. Með nýju grindinni þá lækkar sætishæð frá 32.5” í 31.2” og það munar um minna fyrir stutta leggi !!

Scrambler 4 

Fjöðrun er einnig slaglengri frá 4.2” að aftan í 4.7” auk þess eru dempara bæði að framan og aftan miklu betri. Hjólið er einnig 2” styttra en það gamla. Allur frágangur er til fyrirmyndar og hefur batnað verulega er sagt. Mælaborðið gefur ökumanni fullt af upplýsingum og er til mikilla bóta, allt er þetta tölvustýrt. Hjólið kemur “standard” með mótorhlíf undir mótor, einnig farþegapedölum sem hægt er að fjarlægja ef menn vilja. Sagt er að hjólið eyði einnig minna bensíni og það er alltaf til bóta ef afl minnkar ekki.

Scrambler 5 

Hjólið er sagt frábært í akstri hvort sem ekið var á malbiki eða malavegum og kom verulega á óvart við utanvegaakstur, jafnvel þegar ekið var yfir grófa möl og árfarveg með grjóti og 6” djúpu vatni (kallast lækjarspræna). En hjólið fór vel með ökumann og þá sérstaklega vegna nýju grindarinnar, betra stýri og staðsetningu fótpedala. Hjólið fæst í þremur litum og hægt er að kaupa alls konar aukahluti til að gera hjólið að sýnu ef segja má svo, hver vill eiga “orginal” hjól ??!! Þetta hjól er virkilega flott að mínu áliti og nú er komin alvöru keppinautur við t.d. Ducati Scrambler hjólið. Allt meira tæknilegt er hægt að lesa á netinu.

Scrambler 6 

P.s. Ég er búin að reyna sannfæra eiginkonu mína að ég þurfi að eignast nýjan Scrambler, minn gamli sé orðin alltof gamall, en hún sagði bara: Fer sá gamli ekki alltaf í gang !!!

 

Stolið og stílfært af netinu:

Óli bruni

 

 

Scrambler 7 

 

2017 Triumph Street Scrambler Specs

Base Price: $10,700 (Jet Black)

Engine Type: Liquid-cooled, 270-degree crank angle parallel twin, SOHC, 4 valves per cyl.

Displacement: 900cc

Bore x Stroke: 84.6 x 80mm

Transmission: 5-speed, torque assist, wet multi-plate clutch

Final Drive: X-ring chain

Wheelbase: 56.9 in.

Rake/Trail: 25.6 degrees/4.3 in.

Seat Height: 31.2 in.

Claimed Dry Weight: 453 lbs.

Fuel Capacity: 3.2 gals.

MPG: NA

 

Read 1649 times