Wednesday, 09 March 2016 21:02

Hippar-Hippar-Hippar

Hér er ein óbirt grein sem dúkkaði upp frá Óla bruna

Dúkki 3

Nei ég er ekki að tala um þann tíma þegar allir voru með sítt hár og lofuðu frjálsar ástir og frið, nei ég er að tala um þau mótorhjól sem flestir kalla Hippa þ.e.a.s. mótorhjól sem oftast eru með tveggja strokka V mótor, frekar hátt stýri og standpedalar, fótbremsa og skipting eru eins framarlega á grind hjólsins eins og mögulegt er. Þannig að þú situr í mjög svo þægilegri stöðu við akstur, ja svona í hálfgerðu U ef segja má svo. Þessi áseta veldur því að hjólin “höndla” virkilega vel í beygjum, hægt að leggja þau hressilega eða þannig sko, það er alveg ótrúlegt að þeir sem hanna keppnishjól fyrir kappakstur hafi ekki “fattað” “uppá” þessari frábæru hönnun !!!!!! Jæja nú er ég búin að eignast fullt af “vinum” þ.e. þeir sem lesa þetta og eiga Hippa !! En við erum ekki hörundsár er það nokkuð, því þrátt fyrir þetta smá bull í mér (hugsanlega rétt !) þá er þessi týpa mótorhjóla enn vinsælust hér á landi miðað við höfðatölu sem og í USA= ef ein beljan pissar þá pissa allar hinar segir sagan !!

En það hjól sem við ætlum að fjalla um í dag er 2016 Ducati Xdiavel sem er sko Hippi með stóru H-I, því þrátt fyrir útlit hjólsins sem svona “power” Hippi með stóru afturdekki þá er það með frábæra aksturseiginleika og Dukati hlustaði ekkert á þá sem sögðu að það væri útilokað að smíða Hippa með góða aksturseiginleika. Ekki bara frábærir aksturseiginleikar nei hjólið er líka virkilega flott finnst flestum. Hjólið kemur með 1262cc vatnskælum mótor, átta ventlum, beinni innspýtingu, græjan snýst allt að tíu þúsund snúningum. Er með sex gíra gírkassa og engin keðja eða drifskaft nei það er reimdrifið, minna viðhald og allt það ala Harley. Og það sem meira er áseta er sögð þægileg. Þetta er svona aflraunahjólið frá Ducati.

Ökumanni finnst aldrei vanta afl með uppgefin hestöfl uppá 156 miðað við 9500 snúninga og þrátt fyrir það vantar ekkert uppá togið sem er 95 lb-ft miðað við fimm þúsund snúninga. Og hvað gerir þennan Dúkka mótor svona skemmtilegan, fyrir utan það að þeir eru það nær alltaf: Jú það eru knastásarnir, tíming ventla sem Ducati kallar DVT (Desmodromic Variable Timing). Þessi samsetning mótors og því tölvudóti sem stýrir honum gerir það að verkum að hjólið tekur jafnvel hressilega við sér í efsta gír á 4000 snúningum þegar gefið er hressilega inn og lyftir framhjóli í fyrsta gír án mikilla átaka, ekki margir standard Hippar sem geta státað af því.

Eins og fleiri og fleiri mótorhjól í dag þá er inngjöf rafstýrð þ.e. engir barkar. Svo eru að sjálfsögðu alls konar stillingar fyrir inngjöf eða þrjár og þær eru: Urban-Touring og Sport, varla þarf að þýða þessi þrjú orð. Hjólið kemur með ABS sem virkar einnig í beygjum sem sagt er nýtt og allt þetta tölvudót talar saman. Einnig eru átta stillingar til að stilla átak í afturdekk. Gott er að lesa á mælaborð og LED ljósin í mælaborði gera það að verkum að mjög gott er að sjá allt. Dúkati mönnum hefur tekist vel að fela vatnskælingu hjólsins, pústkerfið fellur vel að lögun græjunnar og í stað nokunar plasthlífa er notaðar álhlífar. Vélin er að mestu svört og allt verður þetta að einni fallegri heild, hugsanlega verða krómaðdáendur ekki eins ánægðir. Svo er hægt að færa sig upp um eitt þrep og fá sér S hjólið og þá færðu ýmislegt t.d. betri Brembo bremsur og fleira góðgæti. Þetta hjól er engin léttavigt er sagt um 545 pund tilbúið til aksturs. Eins og áður sagt þá er þetta Hippi en á sterum og vöðvabúnt eru að öllu jöfnu harðari viðkomu og það sama á við fjöðrun í þessu hjóli.

Þarna er komin Hippi (kom reyndar á markaðinn fyrir nokkrum árum fyrst) sem þú getur tekið hressilega á og sameinar “krúser” eiginleika sem og að það má taka hressilega á græjunni í gegnum beygjur. Held ekki að neitt svona hjól sé komið til landsins en aldrei að vita að einhver Hippa aðdáandinn kaupi sér eitt til að vera öðruvísi.

Stolið og stílfært af netinu

Óli bruni

Dúkki 2 

 

2016 Ducati XDiavel Specs 
Engine: 1262cc Testastretta liquid-cooled L-Twin; eight-valve, Desmodromic w/ DVT
Bore and Stroke: 106 x 71.5mm
Compression Ratio: 13:1
Fueling: Electronic fuel-injection
Clutch: Wet multi-plate with self-servo slipper function; hydraulic actuation
Transmission: Six-speed
Final Drive: Belt, 28/80 gearing
Frame: Tubular steel-trellis
Front Suspension: Marzocchi 50mm inverted fork; three-way adjustable for spring preload, compression and rebound damping; 4.72 in. travel
Rear Suspension: Sachs gas-charged shock; two-way adjustable for spring preload and rebound damping; 4.33 in. travel
Front Brakes: 320mm discs with radial-mount Brembo M3-32 four-piston monobloc calipers
Rear Brake: 265mm disc with twin-piston caliper
Tires: Pirelli Diablo Rosso II, 120/70-17, 240/45-17
Curb Weight: 545 lbs. (claimed)
Wheelbase: 63.58 in.
Rake: 30 deg. / Trail: 5.12 in.
Seat Height: 29.72 in.
Fuel Capacity: 4.75 gallon
MSRP: $19,995; $22,995 (S model)
Warranty: Two years unlimited mileage

 

 

 

XDiavel Highs & Lows

Highs

  • Provocative new-age stance
  • Sport-oriented handling with cruiser-oriented controls
  • Refined Ducati sport appeal

Lows

  • Engine could be smoother under 3000 revs
  • Chassis sacrifices comfort versus performance
  • Standard seating position puts extra pressure on lower back

Dúkki 5

Dúkki 4

 

 

Read 1197 times