Friday, 26 February 2016 16:26

INDIAN SCOUT SIXTY 2016

Enn einn Hippi

og þessi er frá USA

 

Indian Scout Sixty 2016

 

(ath. þessi grein er ferkar stutt og er sérstaklega hugsuð fyrir þá sem voru í Flensborg)

 

Margir segja að Indian sé í raun mikið merkilegra mótorhjól sögulega séð en Harley Davidson, ja allavega búið að fara á hausinn nógu oft !, en Harley var bjargað á sínum tíma af AMF (eða eyðilagt á tímabili). En snúum okkur að hjóli dagsins sem er Scout Sixty hjólið frá Indian og þó sumir segi Bigger is better þá ákvað Indian að fara hina leiðina því þetta hjól er með 999cc mótor en sá gamli var 1133cc (enn notaður í stóra bróðir). Þetta hjól er með hið hefðbundna Hippa útlit, þ.e.a.s. V-mótor og skiptipedali sem og afturbremsa framarlega á grind og stýrið er frekar hátt.

 

Þrátt fyrir þessa “afturför” þá er hjólið sagt í raun skemmtilegra í akstri en fyrri útgáfa og jafnvel flottara, einnig hefur verðið lækkað og hvað vilja menn meira, því það er hægt að kaupa aðrar útgáfur af Indian hjólinu með stærri mótor. En ekkert af þessum Indian hjólum er sporthjól nei þetta eru Hippar í ýmsum útgáfum og þessi hjól eru hugsuð til að “krúsa” með iljar beint uppí vindinn og hendur hátt uppi. En hafðu ekki áhyggjur því þú kemur þessari græju hraðar en 100 mílur og er örugglega þægilegur hraði á svona græju !! Aflið er sagt 78 hestar og togið 65 pund fet. Togið er það gott að þú ferð flestar brekkur í efsta gír og þá með farþega.

 

Hver er munurinn á Scout og Scout Sixty, fyrir utan mótorstærð, jú Sixty hjólið er meira og minna með svörtum mótorhlutum, sem og felgur og jafnvel lofthreinsari og grind. Svo spara þeir með vinil sæti frekar en leðri, Sixty hjólið tapar einum gír er fimm gíra í stað sex og jú svo eins og áður sagt minni mótor. Heilabúið (tölfustýringar) eru nær þær sömu en “prógrammaðar öðruvísi. Hjólið er með beinni innspýtingu. Við að fækka gírum þá segja þeir að hjólið titri aðeins meir í hæðsta gír sem er eðlilegt því það snýst að sjálfsögðu meira en sex gíra græjan í sjötta gír. Sixty hjólið er að snúast um 3700 snúninga á 70 mílum.

 

Fjöðrun er sögð nokkuð góð og hefur batnað verulega frá fyrri árgerðum, eldri hjólin voru með alltof mjúka fjöðrun var sagt. Sixty græjan er sögð skemmtileg í akstri fari vel með ökumann og þó ótrúlegt sé þá má halla því nokkuð vel í beygjum, en samt mætti fjöðrun vera enn betri, já það má alltaf bæta sig ekki satt ?? En þessi hjól eru miðuð við að útlit þeirra selji=töff hippi, ef þú ert að leita að hraða og miklum látum þá færðu þér Súkku Bandit og helst bláa !! Lesa má miklu meira um hjólið á internetinu en ég tel að myndir selji þessa græju frekar en einhverjar tæknilegar “spekkur”.

 

Fengið lánað af netinu

 

Óli bruni

 

Scout 2Scout 3Scout 4Scout 5

 

 

 

Read 1959 times Last modified on Saturday, 27 February 2016 13:21