Thursday, 18 February 2016 08:34

BMW R nineT Scrambler

Hverjum langar ekki í BMW ? Ég þekki allavega einn til tvo, en Bimminn er í flestum tilfellum skemmtilegt hjól og þetta hjól sem við ætlum að fjalla um er annar af tveimur Bimmum sem mig myndi langa í hinn er hin útgáfan af R nine T. En svona okkar á milli í algjörum trúnaði !! þá hef ég eins og allir átt leiðinleg mótorhjól (reyndar bara tvö “leiðinleg” hitt var frá Harley) og eitt þeirra var BMW en það er nú allt önnur og gömul saga.

Saga segir okkur að þegar við erum komin á vissan aldur þá horfum við til fortíðarinnar og kannski má segja svo að BMW menn séu að því eins og fleiri verksmiðjur og það er auðvitað útaf því að kúnninn horfir til baka og vill fá að upplifa ungdóminn aftur og aftur !! Þetta nýja hjól þ.e.a.s. 2016 árgerðin af R nineT Scrambler virðist falla að hugmyndum markaðarins um hvernig mótorhjól ætti að líta út, en þetta hjól er í raun breytt úgáfa af R nineT hjólinu sem kom á markaðinn fyrir ekki löngu og er svona í Café Racer útlíti og það hjól tel ég vera frábærlega vel heppnað.

Bimmi 2

Þessi nýi Scrambler leitar langt til baka í útliti að miklu leiti, jafnvel baka til áranna uppúr 1950 og allt til 1980, því á þessum árum voru framleidd hjól af ýmsum framleiðendum sem litu út eins og þau gætu verið notuð í utanvega akstur, sem sumir gerðu en voru í flestum tilfellum venjuleg götuhjól með uppliggjandi pústi, þarna má telja hjól eins og Norton (Matchless) P11, Norton Commando S og SS (byrja á því besta !!!) hjól frá Ducati, Triumph og ekki má gleyma öllum Scrambler útlítandi Hondunum ofl. ofl.

En það er öruggt að BMW fer ekki aftur í tímann tæknilega því þessi nýi Scrambler er nýtt hjól frá grunni með þeim búnaði sem hjólamenn krefjast í dag þó hugsað sé til baka í þá gömlu góðu daga með útlitið !! En samt ef við horfum á framenda þessa hjóls þá sjáum við hefðbundin framgaffal með gúmmíhosum og 19” framfelgu, frekar lítinn bensíntank að sjá með innfellum fyrir hné okkar. En eins og alltaf er það “classic” boxer mótorinn sem vekur alltaf mestu athyglina, en þetta fellur samt saman í eina flotta heild eins og við má búast frá BMW.

Bimmi 3

 

 

Stýrið liggur vel fyrir okkur og er ekki of hátt eða of breitt en fótpedalar eru staðsettir þannig að þú situr frekar svona: Fram/aftur heldur en alveg uppréttur og því er þetta hjól frábært í akstri í þröngum beygjum á góðu malbiki, en þú getur samt staðið uppréttur ef vegur er holóttur og erfiður yfirferðar, þessi græja verður samt aldrei neitt alvöru utanvega farartæki frekar en Scrambler frá Ducati eða Triumph. En horfum aðeins meir á útlitið og þá blasir við okkur frábærlega hannað pústkerfi og það gerist ekki oft þessa dagana beint frá verksmiðju að pústkerfi séu vel heppnuð í útliti.

Bimmi 5

Grind hjólsins er stálpípu gerðar og er vel heppnuð í svona anda Ducati ef segja má svo, ekki leiðum að líkjast !! Partur af grindinni er mótorinn sjálfur eins og á ofangreindu hjóli. Taka má farþega sætið af Scramblernum og þá virkar hjólið svona meira “röff”. Þetta hjól kallar á að því sé breytt eftir hugmyndum eiganda (uss hver vill ekki “orginal”), já þessi græja er eins og óklárað málverk. Að framan er hjólið búið tveimur bremsuklossum frá Brembo og eru þær fjögurra stimpla, diskar eru 320mm, en að aftan er einn 265mm diskur og hjólið kemur að sjálfsögðu með ABS, en ekki er hægt að breyta stillingum vegna ABS kerfisins og það mætti koma á næstu árgerð segja blaðamenn mótorhjólablaða. En við eigum ekki að vera tölvustýrðir við erum karlmenn sem getum tekist á við aðstæður eins og þær liggja fyrir okkur dag hvern ekki rétt !!!!!

Bimmi 4

Framdemparar eruu 43mm og ekki mikið hægt að stilla þá og því mætti einnig breyta segja sumir. Að aftan er gafallinn bara öðrum megin eins og oft á BMW og hann er úr áli, er með einum dempara og er stillanlegur í báðar áttir. En eins og áður sagt fjöðrun þessa hjóls er fyrir malbikið ekki torfærur. Hjólbarðar eru frekar grófir en henta samt vel á sléttu malbikinu. Vélin er 1170cc og þvermál stimpla er 101mm en slaglengd er 73mm, afl er gefið upp 110 hestar miðað við 7800 snúninga og tog er 88 pund fet á sexþúsund snúningum. Hjólið kemur með sex gíra kassa og hann virkar vel með þessum frábæra mótor. Mótorinn er að sjálfsögðu með beinni innspýtingu. Hjólið er sagt komast í rúmalega tvöhundruð, en það skiptir engu hér á landi er það nokkuð !!?

Bimmi 6

Það er ekki leiðinlegt að geta valið um nokkra Scramblera frá allavega þremur framleiðendum þ.e. Triumph sem reyndar virðist ætla að selja nýja Bonneville hjólið á þann máta að þú bara breytir hjólinu sjálfur í Scrambler með nýju pústi, sæti o.s.frv. og það verður líka spennandi að sjá hvað nýja Bonnie 1200cc vatnskælda hjólið frá Triumph gerir, svo er það Ducati Scrambler hjólið sem er bara flott en er frekar lítið fyrir minn smekk þegar maður sér það “life”, nýji Scrambler frá BMW á örugglega eftir að gera “lukku” bara spurning með verð, því þú færð varla ódýran bimma. Hér að neðan má sjá “spekkur” bimmans og skoðið hvort allt sé rétt í þeirri upptalningu þ.e. miðað við ljósmyndir, hann Gulli okkar veitir verðlaun fyrir þann sem getur bent á það (kaffi og kleina !!).

Stolið og stílfært af netinu:     Óli bruni

 

 

 

 

 

Drivetrain:

Engine::

Air/Oil-Cooled Two-Cylinder DOHC Boxer, Four Valves per Cylinder

Displacement:

1,170 cc

Bore:

101 mm

Stroke:

73 mm

Maximum Horsepower:

110 Horsepower at 7,800 rpm

Maximum Torque:

88 Pound-Feet at 6,000 rpm

Compression:

12.0:1

Fuel Delivery:

50 mm Throttle Bodies

Engine Control:

BMS-MP

Exhaust:

Closed-Loop Three-Way Catalytic Converter

Alternator:

720 W

Clutch:

Hydraulically-Activated Dry Clutch

Transmission:

Constant-Mesh Six-Speed

Primary Ratio:

1.737

Final Drive:

Universal Shaft

Performance:

Fuel Economy:

44 mpg

0-60 mph:

3.5 seconds

Top speed:

124 mph

Chassis:

Frame:

Tubular Steel Space Frame, Engine Self-Supporting

Suspension, Front:

43 mm Inverted Telescopic Fork, 4.7-inch travel

Suspension, Rear:

BMW Paralever, 5.5-inch travel

Rake:

28.5 degrees

Trail:

4.3 inches

Brakes, Front:

Brembo, Hydraulic Dual 320 mm Disc

Brake, Rear:

Hydraulic Single 265 mm Disc

ABS:

BMW Motorrad ABS

Wheel, Front:

Cast Aluminum, 3.0 x 19 inches

Wheel, Rear:

Cast Aluminum, 4.5 x 17 inches

Tire, Front:

120/70 ZR19

Tire, Rear:

170/60 ZR17

Dimensions:

Length:

85.6 inches

Width (with Mirrors):

34.6 inches

Seat Height:

32.2 inches

Wheelbase:

60.1 inches

Details:

GVWR:

947 Pounds

Curb Weight:

485 Pounds

Fuel Tank Capacity:

4.5 Gallons

Recommended Fuel:

Premium Unleaded

Warranty:

One-Year Limited Warranty:

Color:

Monolith metallic matt

 

Read 2445 times