Tuesday, 16 February 2016 09:01

Vozz betr­um­bæt­ir mótor­hjóla­hjálm­inn

tekið af mbl.is

Ástr­alska fyr­ir­ætkið Vozz (www.vozzhel­mets.com) kynnti fyr­ir skemmstu til sög­unn­ar bylt­ing­ar­kennd­an mótor­hjóla­hjálm.

Felst sérstaða Vozz-hjálms­ins einkum í því að í stað þess að þurfa að stinga höfðinu inn um op á botni hjálms­ins er hægt að opna aft­ari hluta hjálms­ins og smeygja hon­um yfir koll­inn nán­ast eins og grímu.

Þessi hönn­un hef­ur marga kosti í för með sér. Ligg­ur hjálm­ur­inn t.d. langt und­ir hök­una og þarf ekki að skorða hann fast­an með ól. Þegar hjálm­ur­inn er kom­inn á sinn stað sit­ur hann pikk­fast­ur og loft leit­ar ekki upp und­ir hjálm­inn á ferð.

Til að tryggja að þeir passi full­kom­lega eru Vozz-hjálm­arn­ir gerðir í þrem­ur skelja­stærðum og með með þrem­ur stærðum af fóðri. Með því að velja rétta skel og rétta fóðrun á hjálm­ur­inn að smella eins og flís við rass, sama hvernig höfuðið er í lag­inu.

Merki­leg­ur ör­yggis­eig­in­leiki við hönn­un­ina er að hægt er að smeygja hjálm­in­um af höfðinu án þess að þurfa að toga. Ef mótor­hjóla­maður hef­ur lent í slysi og viðbragðsaðilar þurfa að taka af hon­um hjálm­inn án taf­ar þá er það hægt núna án þess að eiga t.d. á hættu að valda óvart skaða á mænu eða hrygg.

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Auðvelt er að ná hjálminum af þegar neyðartilvik koma upp.

Auðvelt er að ná hjálm­in­um af þegar neyðar­til­vik

koma upp.

 

www.vozzhel­mets.com

Read 1836 times Last modified on Tuesday, 16 February 2016 09:06