Wednesday, 27 January 2016 09:00

Notk­un hlífðarfatnaðar ekki skylda fyr­ir vél­hjóla­fólk í Evr­ópu

tekið af mbl.is

Þó hlífðarfatnaður verði senn að uppfylla evrópska staðla þá er ekki þar með sagt að ...

stækka

Þó hlífðarfatnaður verði senn að upp­fylla evr­ópska staðla þá er ekki þar með sagt að það sé lög­bund­in skylda fyr­ir fólk að klæðast hon­um. mbl.is/​afp

Í síðustu viku samþykkti þing Evr­ópu­sam­bands­ins ný lög sem segja að hlífðarfatnaður fyr­ir mótor­hjóla­fólk verði að upp­fylla evr­ópska staðla.

Hingað til hafa aðeins verið staðlar fyr­ir hanska, stíg­vél og per­sónu­hlíf­ar en nú er semsagt búið að bæta fatnaðinum sjálf­um við. Þetta þýðir á manna­máli að inn­an ör­fárra ára verður all­ur mótor­hjólafatnaður sem er seld­ur í Evr­ópu að upp­fylla sama ör­yggis­prófaða staðal­inn. Fatnaður­inn verður að veita lág­marks­vörn gegn nún­ingi og höggi. Eins og á stíg­vél­um og hönsk­um verður að vera miði inn­an á fatnaðinum sem staðfest­ir að fatnaður­inn upp­fyll­ir kröf­urn­ar sem til hans eru gerðar. Einnig verða að vera upp­lýs­ing­ar um viðhald, þvott, geymslu og notk­un í gall­an­um. Ekki er enn ljóst ná­kvæm­lega hvenær þess­ar kröf­ur verða að veru­leika en bú­ast má við að það verði inn­an fárra ára eins og áður sagði.

Lög­bind­ur ekki notk­un

Nýju lög­in þýða ekki að mótor­hjóla­fólki sé skylt að nota hlífðarfatnað, alla­vega ekki í öðrum lönd­um Evr­ópu. Þessi reglu­gerð er fyrst og fremst sett til að setja regl­ur á hvað er selt og hvað má ekki selja sem hlífðarfatnað. Að sögn aðal­rit­ara FEMA (Evr­ópu­sam­taka mótor­hjóla­sam­taka), Dolf Willi­gers, hef­ur Evr­ópu­sam­bandið eng­ar áætlan­ir um að setja lög um notk­un hlífðarfatnaðs. „Þetta er neyt­enda­vörn sem við höfðum ekki áður. Svo lengi sem Evr­ópu­sam­bandið mun ekki nota lög­in til að neyða fólk til að nota hlífðarfatnað fögn­um við þess­um lög­um. Við mun­um líka sjá til þess að það ger­ist ekki,“ sagði Dolf Willi­gers um nýju lög­in. Formaður Snigla, Hrönn Bjarg­ar Harðardótt­ir, er ekki eins bjart­sýn. „Sett voru lög fyr­ir nokkr­um árum síðan á Íslandi sem skylda mótor­hjóla­fólk til að nota hlífðarfatnað,“ sagði Hrönn í viðtali við Morg­un­blaðið. „Lög­in höfðu að hluta til öfug áhrif, fram að laga­setn­ingu hafði notk­un hlífðarfatnaðar ekki verið sýni­legt vanda­mál en eft­ir gildis­töku lag­anna fór meira að bera á því að fólk notaði ekki hlífðarfatnað, sum­ir mögu­lega í mót­mæla­skyni,“ sagði Hrönn. Snigl­ar hafa áhyggj­ur af því að lög­in verði mögu­lega nýtt á rang­an hátt til stuðnings hlífðarfatnaðarskyld­unni hér­lend­is, þó svo að þeim sé ein­göngu ætlað að vernda kaup­end­ur. „Auðvitað er það gott mál að all­ir noti hlífðarfatnað en það á að vera val hvers og eins, hversu mik­inn hlífðarfatnað hann eða hún not­ar, af hvaða gerð eða þess vegna hvaðan hann er keypt­ur. Þeir sem vilja góðan hlífðarfatnað gætu hins­veg­ar nýtt lög­in til að sjá hvaða fatnaður upp­fyll­ir bestu staðlana,“ sagði Hrönn enn­frem­ur.

Flest mótor­hjóla­fólk á Íslandi tel­ur sjálfsagt og eðli­legt að nota hlífðarfatnað á mótor­hjól­um, seg­ir Hrönn Bjarg­ar Harðardótt­ir, formaður Snigla.

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Read 3035 times Last modified on Wednesday, 27 January 2016 09:02