Wednesday, 13 January 2016 17:29

2016 KTM Duke 690

Hver þarf fjóra strokka eins og t.d. “Súúsúúkkíi glæbon” þegar einn dugar alveg, tala nú ekki um að eyðsla á bensíni er nær engin ! Bara þarf að kaupa eitt kerti í stað fjögurra og svona má lengi telja um kosti eins strokka mótorhjóls (jú jú hugsanlega einhverjir gallar).

Hér er fjöllum við um eins strokka græju fyrir þá sem þora !! Reyndar er þetta nýja KTM 690 svona endurhannað með svona fágun í huga ef segja má svo, með þessari græju er sagt að KTM sé farin úr landbúnaðarflokknum (önnur eins strokka hjól) yfir í fágaða skemmtilega græju sem hristir ekki úr þér fyllingar í tönnum !! (flott að vera með falskar !!)

Sumir segja að KTM hafi í raun fundið upp götu supermoto hjólið þegar það kynnti til sögunar 620 Duke hjólið árið 1994 og síðan fylgdu á eftir öll hin “nöktu” hjólin frá KTM t.d. 390-690, Super Duke 1290R o.s.frv. Hjólið sem fjallað er um hér 690 Duke hefur verið hressilega uppfærður og auðvitað er mótorinn LC4 hjartað í þessari græju. Stærstu breytingarnar eru t.d. nýtt hedd, nýr sveifarás, stimplar og léttari stimilstangir, mótorinn hefur stækkað þ.e. þvermál stimpla um 3mm og slaglengd um 4.5mm, inntaksventlum er stýrt beint af knastás en útblástur með “rocker” örmum. Þetta gerir það að verkum að útsláttur er við 9500 snúninga á eins strokka græju ! Þú færð miklu betra tog og hestar eru sagðir rúmir 70 sem er gott já virkilega gott frá einum strokk.

Hjólið er með beinni innspýtingu og inngjöf er rafmagnsstýrð engir barkar, hjólið kemur með ABS sem hægt er að taka af að hluta og með því að panta smá aukadót færðu stillanlegt átak í afturdekk til að takast á við flestar aðstæður, já meira segja Supermoto ABS og svona “slipper” stilling þannig að hægt er að skipta niður án þess að læsa afturhjólbarða. Nýtt málaborð með lýsingu sem sýnir þér betur hvað mælar sýna o.s.frv. Sætishæð eru heilar 32.9 tommur og áseta er ótrúlega þægileg miðað við svona hjól. Ekki heyrist mikið í hjólinu þ.e.a.s. frá pústi sem er auðvitað eðlilegt miðað við allar þessar mengunarkröfur co/Euro 4. Það kemur skemmtilega á óvart hvað hjólið titrar lítið miðað við eins strokka græju jafnvel þó það sé vel skrúfað uppá rörið.

Fjöðrun er ágæt að framan er 43mm WP USD framlappir en ekki stillanlegar, að aftan einn WP dempari þ.e. nokkuð hefðbundið “monoshock og stillanlegt í aðra áttina þ.e. “preload”. Fjöðrun er sögð gefa þér 5.3 tommur bæði framan og aftan. Þessi fjöðrun er alveg fullnægjandi og hentar hjólinu vel, en er frekar stíf. Bremsur eru frá góðum framleiðanda Brembo, að framan er 320mm diskur og bremsuklossi er með fjórum stimplum, að aftan er 240mm diskur og bremsuklossi er með einum stimpli, sagðar virka vel en mættu vera betri þegar tekið er vel á því. Felgur eru 17 tommu heilsteyptar og hjólið kemur með Metzeler M7 RR Hjólbörðum sem virka vel.

Eins og áður er fram komið þá er afl gott og togið virkilega gott og flestir brosa útað eyrum eftir að hafa ekið græjunni og þá sérstaklega ef menn taka á því allt að útslætti. Líka er titringur það lítill jafnvel á háum snúning svo þú heldur að þú sért á tveggja strokka græju. Við réttar aðstæður þar sem nóg er af beygjum, hæðir og hólar þá er hjólið í réttum aðstæðum og sagt er að þetta hjól sé með því meðfærilegra sem menn hafa prufað, hægt að leggja það all hressilega og alveg nóg fyrir flesta: Allir stíga brosandi af baki. Ekki má gleyma að KTM bíður líka uppá R típu sem kemur með ýmsu meira góðgæti sem lesa má um á netinu

Stolið og stílfært af netinu

Óli bruni

KTM 2

KTM 3

KTM 4

KTM 5

Read 1956 times