Saturday, 09 January 2016 10:47

BMW R 1200 RS 2016

Gleðilegt ár og þakka það liðna.

 

 

 

Jæja þá er komið að fyrstu grein minni fyrir árið 2016 og vegna mikilla skrifa á heimasíðu vora um að það sé bara fjallað um bresk mótorhjól (breskt er best !!!) og orðið SKO sé ofnotað þá reyni ég mitt besta að verða við óskum ykkar um að skrifa um eitthvað annað en breskt, reyndar svona okkar á milli vildi formaður vor að aðeins yrði skrifað um Súsúkkí, en sjáum til hvort þessi grein verði að veruleika á heimasíðu vorri !!

 

 

 

BMW R 1200 RS 2016

 

Förum nokkur ár aftur í tíman ja svona ca. fimmtán ár og sjáum hvað framleiðendur mótorhjóla voru að bjóða okkur þá, jú allavega eina týpu af hjóli sem hentaði vel í hraðan akstur í gegnum beygjur en samt gott til ferðalaga með jafnvel farþega og farangur. En með árunum hefur þessum tegundum hjóla í raun fækkað, en áður en lengra er haldið þá veit ég að sumir sem nenna að lesa þetta munu segja: Það er alveg hægt að ferðast á t.d. Súkku GSXR1000 með farþega og farangur, jú eflaust rétt en ég ætla ekki að ræða þau þægindi !! Þessum touring sport hjólum hefur fækkað og í stað þeirra hafa komið hjól sem líta út eins og hægt sé að fara í torfærur á þeim en líka hugsuð fyrir malbikið sem í raun er þeirra notkunarsvæði að mestu leiti. Og fremstir í flokki í þessum Off Road/utanvega ferðagræjum eru BMW, en þeir vilja líka ná til stærri hóps kaupenda og því framleiða þeir græjuna sem fjallað verður um hér: BMW R1200RS.

 

 

Þessi nýja græja er með nýja 1170cc vatnskælda mótorinn og afl þessa mótors er sagt 125 hestar og og togið 92 fet pund, fjöðrun þessa nýja hjóls er líka aðeins öðruvísi en á mörgum öðrum Bimmum eða nokkuð hefðbundnir upside down framdemparar að framan, að aftan er einfaldur (öðru megin) gafall með drifskafti eins og flestir Bimmar. Felgur eru að framan og aftan eru 17 tommur. Bremsur eru góðar að framan eru tveir 320mm diskar og Brembo bremsuklossar með fjórum dælum hvor, að aftan er 276mm diskur og bremsudæla er með tveimur stimplum, að sjálfsögðu er ABS kerfi í hjólinu.

 

 

Ágætis vindhlíf er á hjólinu og hægt að stilla hana allavega á tvo vegu, sætishæð er um 32.2 tommur svo allir svona venjulegir ættu að ná niður án mikilla erfiðleika, en fyrir þá styttri þá má lækka sætið alveg niður í 29.9 tommur og uppí 33.1 tommu fyrir þá hærri. Hjólið er að sjálfsögðu útbúið hinum ýmsa tölvubúnaði og hægt að stilla átak til afturhjólbarða ofl. ofl. Já líka regnstilling, fjöðrun er líka stillanleg. Áseta er sögð mjög góð, þú situr í nokkuð eðlilegri stöðu, án þess að reyna mikið á hendur eða úlnliði. Eins og áður sagt er stillanleg vindhlíf á hjólinu og virkar bara nokkuð vel þó hún sé ekki há. Mælar eru analog og eru sagðir ágætir til álesturs en mættu vera betri. Mælaborðið gefur þér hinar ýmsu upplýsingar sem ættu að duga í flestum tilfellum. Hægt er að eins og alltaf hjá BMW að bæta við aukabúnaði eins og t.d. búnaði sem gerir það að verkum að hægt er að skipta um gír án þess að nota kúplingu, bæði upp og niður.

 

 

Fjöðrun er mjög góð og kemur líka í ljós þegar hemlað er hressilega, hjólið leggst ekki á nefið við hressilega hemlun. Hjólið “höndlar” vel í gegnum beygjur og stýrið liggur vel fyrir ökumanni og gefur þér góða öryggistilfynningu og þá sérstaklega með auka búnaðinum sem kallaður er Dynamic ESA og virkar vel í beygjum þegar tekið er vel á því og bremsur notaðar hressilega líka, aðeins er kvartað um að stundum verði fjöðrun aðeins of stíf við hemlun. Hjólið fer vel yfir holur (hentar sem sagt vel í Reykjavík) og jafnvel þær stærri. Hjólbarðar eru frá Metzeler og virka vel í þurru sem og bleytu. Þetta hjól er vel heppnað á flestan máta og ætti að höfða til nokkuð margra hjólamanna sem hafa gaman af því að ferðast og þá nokkuð “hratt” en ekki yfir 90km á klst !!! Lesa má meira um tæknileg atriði á netinu eða bara kaupa sér græjuna.

 

Stolið og stílfært af netinu:

 

Óli bruni

 

bimmi 3

 

 bimmi 1

 

 

 

Specifications

2016 BMW R 1200 RS

MSRP

$14,950 base model; $18,919 as tested

ENGINE

Type

Liquid-/air-cooled, DOHC horizontal opposed twin, 4 valves/cyl.

Displacement

1170cc

Bore x stroke

101.0 x 73.0mm

Compression ratio

12.5:1

Induction

MS-X EFI, 52mm throttle bodies, single injector/cyl.

CHASSIS

Front tire

120/70ZR-17 Metzeler Roadtec Z8 Interact M

Rear tire

180/55ZR-17 Metzeler Roadtec Z8 Interact C

Rake/trail

28°/4.8 in. (122mm)

Wheelbase

60.1 in. (1527mm)

Seat height

2.3 in. (820mm)

Fuel capacity

4.7 gal. (18L)

Claimed wet weight

519 lb. (235kg)

 

Read 1864 times Last modified on Saturday, 09 January 2016 10:55