Tuesday, 29 December 2015 20:25

SKO SKO SKO SKO SKO SKO SKO BRESKT ER BARA LANGBEST !!!

 

Triumph Bonneville Street Twin 900cc.

 

Nýtt hjól frá Triumph og þessi nýja græja er sótt í fortíðina þ.e.a.s. hvað varðar útlit og það er óhætt að segja að þessi nýju hjól hafi hitt beint í mark, meira segja okkar á milli eins og áður er fram komið þá er formaður vor ástfanginn í annað sinn á æfinni ! Hver er munurinn á þessum nýja Bonnie og þeim sem komu á undan ? Aðeins eitt: Allt, = Nýr mótor, ný grind, nýtt mælaborð, ný rafmagnsstýrð inngjöf, spólvörn,  ABS, nýtt útlit að mestu ofl. ofl. ofl.

 

Kannski ja fyrir þá sem skoða hjól ekki mikið hefur útlit ekki breyst mikið, en samt er allt breytt og þú bærði sérð það og finnur þegar hjólinu er ekið, en aðal atriðið er að þessu gamla góða útliti er haldið og það er markaðurinn sem hefur stýrt þessari för, því engin framleiðir hjól nema að þeir geti selt þau.

 

Snúum okkur (sko) að þessum nýja mótor í þessari útgáfu af Bonnie hjólinu en þetta hjól er með minni mótornum sem er 900cc (var 865cc) og aðal breytingin er að þessi er vatnskældur, átta ventla, sveifarás er 270°og strokkhús (cylinder) er ekki með slífum heldur Nikasil húðaður (úff hver nennir að lesa allt þetta tæknibull SKO ég !!) og það skrýtna er að aflið hefur farið niður en ekki upp !! en togið hefur aukist, en meira um það seinna, því öll hin Bonnie hjólin eru með 1200cc mótor svo ef það er meira afl sem menn leita eftir þá er bara að taka stærri græjuna.

 

Þessi nýi vatnskældi mótor er með “þyngdarstilltum” sveifarás= two counterbalancers.  Hámarki hestafla er náð við 5900 snúninga og græjan snýst aðeins meira, Triumph hefur örugglega leitað til HD til að fá upplýsingar um hvernig hægt er að fækka hestöflum !!!. Til að halda “retro” útliti þá er mótor með kæliraufum á strokk þrátt fyrir að vera vatnskældur, en þær gera sitt gagn. Gírkassi er fimm gíra. Mótor er með beinni innspýtingu og eru hús innspýtingar (að heddi) 39mm. Útlit þessa búnaðar er eins nálægt útliti blöndunga og hægt er, allavega að vissu marki.

 

Eyðsla hefur minnkað verulega frá fyrri ágerðum, en hverjum er ekki sama um það !! En á þessu hjóli er bensíntankur frekar lítill eða hann tekur rétt rúma 12 ltr. Grindin í þessu hjóli er úr stáli, fjöðrun er frá Kayaba, með 41mm framlappir sem er með stillanlega fjöðrun, sama að aftan allavega að hluta. Felgur eru steyptar og að framan 18” og 17” að aftan, hjólbarðar að framan 100/90 og 150/70 að aftan.  Bremsur eru ágætar með tveggja stimpla dælum bæði framan og aftan frá Nissin, bremsudiskar eru einn að framan 310mm og aftan 255mm. Sætishæð er 29.5 tommur og þyngd er sögð 437 lbs. Þó nýir mælar/mælir séu á þessu hjóli með flestu sem þú þarft þá er ekki snúningshraðamælir á þessum litla Bonnie. Handföng fyrir bremsu og kúplingu eru stillanleg. Þetta hjól fer í hóp “aflmiklra” hjóla eins og t.d. HD sportster 883, Moto Guzzi V7, Dukati Scrambler ofl. En væntanlegir kaupendur þessa hjóls eru örugglega ekki að leita af ofurhjóli með ofur afli, þarna er það “lúkkið” og togið sem og sjálfsögðu útlitið sem selur, sko strákar og stelpur þið mynduð örugglega ekkert vera að pæla í einhverjum mjög ófríðum þó hann færi hratt 100 metrana er það nokkuð !!!

 

Áseta er sögð mjög góð og eins og áður sagt sætishæð fyrir nær alla, hjólið fer vel í gegnum flest sem því er boðið og nýja grindin virðist vel heppnuð. Það má halla hjólinu vel inní beygjur án þess að eitthvað fari í malbikið. Þetta hjól er með mikin “character” (persónutöfra !!) og eins og einn góður maður sagði: Ef þú getur ekki verið sá sem fer hraðast þá er bara að vera sá sem er flottastur !!

 

Ef þessi Bonnie höfðar ekki til þín þá er bara að skoða stóra bróðir með 1200cc mótornum og ég tala nú ekki um Bonnie Thruxton hjólið sem kemur í tveimur útgáfum og ég allavega er þegar farin að segja við húsbónda minn: Ég fæ aldrei neitt, mig langar svo í Thruxton, má ég –má ég- má ég,- allir hinir fá svona !!! Síðan má lesa miklu meira um þessa nýju Bonnía á netinu og ég veit að formaður vor er orðin mjög fróður um þessi hjól !!! Svona að gamni þá hef ég lesið að dýrara Thruxton hjólið muni kosta rúm 11þús pund í Englandi sem gera rétt rúmar tvær milljónir

 

Stolið að vanda af netinu.

 

Óli bruni

Bonnie 2

Bonnie 3

Bonnie 4

Bonnie 5

 

 

 

 

 

2016 Triumph Street Twin Specs
Engine: 900cc liquid-cooled Parallel Twin, eight-valve, SOHC with 270° crank angle
Bore x Stroke: 84.6 x 80mm
Compression Ratio: 10.55:1
Maximum Power: 55 horsepower @ 5900 rpm
Maximum Torque: 59 lb-ft @ 3230
Fueling: Multipoint sequential electronic fuel injection
Exhaust: Brushed two-into-two exhaust system with twin brushed silencers
Final Drive: O ring chain
Clutch: Wet, multi-plate assist clutch
Transmission: Five speed
Frame: Tubular steel cradle
Swingarm: Twin-sided, tubular steel
Front Suspension: Kayaba 41mm forks, 4.7 inches travel
Rear Suspension: Kayaba twin shocks with adjustable preload, 4.7 inches travel
Front Wheel: Cast aluminum alloy, multi-spoke 18 x 2.75 inches
Rear Wheel: Cast aluminum alloy, multi-spoke 17 x 4.25 inches
Front Tire: 100/90-18
Rear Tire: 150/70 R17
Front Brake: Single 310mm disc, Nissin two-piston floating caliper, ABS
Rear Brake: Single 255mm disc, Nissin two-piston floating caliper, ABS
Seat Height: 29.5 inch
Wheelbase: 56.7 inch
Rake/Trail: 25.1° / 4 inch
Dry Weight: 437 pounds (claimed)
Fuel Capacity: 3.2 gallons
Emissions: Euro4 Standard
Standard Equipment: ABS, Traction Control, Ride-by-Wire, Immobiliser, USB Socket, LED rear light

 

Read 2266 times Last modified on Tuesday, 29 December 2015 23:00