Thursday, 17 December 2015 18:21

Triumph Bonneville T-140- 750cc-1976

Hjólið sem fjallað er um hér er Triumph Bonneville T-140, 750cc, fimm gíra, keypti ég í lok ársins 2014 af vini mínum í Englandi, en hann hafði átt hjólið í þó nokkuð mörg ár, hann keypti hjólið í sögðu góðu ástandi og þar sem hann er alls ekki mikill "mekki" þá bara notaði hann hjólið sér til ánægju og gerði ekkert við það nema að setja á það bensín og olíu á mótor þegar það átti við.

DSCF7713

 

En skoðum hjólið aðeins betur því Bonneville hjólið kom til sögunar árið 1959 með hinum svokallaða Pre-unit mótor sem var í hjólinu til ársins 1963 ef ég man rétt. Hjólið þróaðist í raun ekki svo mikið í gegnum tíðina en flestir segja að 1968-1970 hjólin séu þau fallegustu og verðið eftir því. Árið 1971 komu Triumph verksmiðjurnar með nýja grind sem byggð var þannig að olían á mótor var geymd, (já svo smá grín svo menn viti að ég SKO er að skrifa þetta, frá grind fór olían í mótor og þaðan í götuna !!): Þ.e.a.s. í stað hefðbundins olíutanks í ca. miðju grindar þá var grindin hönnuð þannig að hluti hennar er í raun olíutankur. Við þetta hækkaði hjólið í sæti þ.e. ekki heppilegt fyrir ökumenn með stutta leggi, en þykir ekki hátt í sæti í dag.

 

Hjólið mitt er því “oil in frame” og er fyrsta útgáfan af Bonneville með skiptinguna “vitlausu” megin þ.e.a.s. vinstra megin. Hjólið er eins og áður er fram komið 750cc og er svokallaður parallel twin sem segir okkur að stimplar mótors fara saman upp og niður. Áður en ég keypti hjólið fékk ég myndir af því og miðað við þær þá leit það bara nokkuð vel út og vinur minn sagði mér að hjólið væri “A lovely bike”. Eftir kaup á hjólinu þá ákvað ég að flytja það ekki inn fyrr en það væri orðið fullra 40 ára gamalt vegna tollaákvæða o.s.frv.

 

Hjólið var því geymt áfram í Englandi hjá sameiginlegum vini seljanda og mín. Sá er mikill hjólamaður og hefur gert upp mikið af hjólum af öllum gerðum og þau framleidd í hinum ýmsu löndum. Sá sem geymdi hjólið gerði mér þann “greiða” að taka ljósmyndir af hjólinu sem teknar voru svona “close up” og þá runnu nú tvær grímur á mig því “The lovely bike” leit út fyrir að vera í raun “Not such a lovely bike” (=dapurt). Svona okkar á milli þá kannski sleppi ég því að sína myndir af hjólinu áður en yfirhalning hófst því ekki má koma blettur á Breskt er best !!!!!

 

 

 

Þær myndir sem ég læt fylgja sögu þessari sýna hjólið þegar búið er að þrífa það og mála grind aðeins, skipta um felgur og setja ryðfría teina, búið að kaupa nýtt pústkerfi, nýjan bensíntank og sætiskúpu ofl. Myndirnar fara ef segja má svo svona fram og til baka í ferlinum, því eins og allir vita þegar gera á hjól upp í ALGJÖRLEGA orginal útliti, þá verður að raða á, taka af, smíða hitt og þetta, bæta og breyta breyta breyta svo maður nái þessu “alveg” eins og orginalið eða þannig sko !!

 

Eins og málin standa þá er mér sagt að mótor og gírkassi séu í góðu ástandi, en spurning með blöndunga, hjólið er með tölvustýrða kveikju og sko það verður það eina sem ekki er orginal í þessu hjóli !!!! Ef Gulli síðustjóri, peningastjóri, kaffistjóri ofl. ofl. birtir þessa grein og myndir þá læt ég ykkur fylgjast með þróun þessa mál með máli og myndum, ja eflaust aðallega myndum.

 

Óli bruni

DSCF7729

20150308 113140

DSCF7722

DSCF7716

DSCF7725

DSCF7727

DSCF7729

20150308 110000

20150308 113140

20150308 105944

 

 

Read 1930 times Last modified on Thursday, 17 December 2015 19:18