Sunday, 22 November 2015 10:59

Hverjum langar í eitthvað frá Japan þegar þú getur.....

..fengið eitthvað langtum betra frá Englandi !!!

 

Jæja ég hef nú þegar fangað athygli ca. 10% lesenda heimasíðu Gaflara, því hverjum dettur í hug að fullyrða eitthvað svona vitandi að Sússúkki er “sko” lang lang best. En áður en lengra er haldið í smá bulli þá segir formaður vor að vörumerkið mitt sé orðið SKO og hverjum myndi detta í hug að mótmæla formanni sínum !!!

 

En snúum okkur að efni dagsins sem er að fjalla aðeins um alvöru Breskt er best mótorhjól (já já það koma örugglega greinar um eitthvað frá Japan), nú er það í raun fyrsta Street fighter græjan beint frá verksmiðju: Triumph Street Triple 1050cc og var fyrst kynnt til sögunar árið 1992 og náði strax miklum vinsældum og það muna allir ekki rétt eftir þessum vígalegu tveimur framljósum, ásamt frábæru afli, sem og að vera mikið örðruvísi með þriggja strokka mótor og góðum aksturseiginleikum.

 

Síðan þá hefur margt breyst t.d. vegna tilkomu hjóla eins og KTM 1290 Super duke og BMW S1000Rs og því er hugsanlega Speed Triple græjan ekki lengur aðal töffarinn á götunni og þó því með 2016 útgáfunni er S-T (hér eftir skammstöfun á þessu frábæra hjóli) hefur Triumph sótt sig í veðrið og ætlar aftur að vera aðal töffari götunnar, allavega í útliti og með betri akstureiginleikum.

 

Sumir segja að útlitið á hjólinu í dag sé svona meira Daniel Craig (Bond) heldur en Jason Stratham í ermalausum bol !! Hverju hefur verið breytt ? Hjólið virðist vera lengra, lægra og svona “ruddalegra” en samt svona fágað. Það eru sömu tvö flottu framljósin og nú í LED. Allt mæladótið og litla vindhlífin hefur verið fært neðar. Bensíntankur fær nýtt útlit og hæsti hluti hans er bensínlokið (já Triumph hefur fylgst með hvað línur eiga að vera í café racer/brat/street fighter sem menn smíða heima hjá sér). Speglar eru á enda stýris, vatnskassi er allur minni, sætið er mjórra við tank og allt þetta gerir hjólið svona “fágaðra”.

 

Mótor er sá sami og árið á undan þ.e.a.s. þriggja strokka og 1050cc, en nær öllu innihaldi hefur verið breytt Triumph segir að 104 hlutum hafi verið breytt !! Komið er nýtt hedd, sem og stimplar, ný hannað sprengihólf og þetta ásamt ýmsu öðru gefur miklu betra tog, er það ekki sem við viljum flest, hver hefur að gera við 200 hesta græju á þessu landi með okkar frábæru vegi !! og 90km hámarkshraða. Þrátt fyrir að togið hafi verið aukið verulega og þá aðallega á milli 4. og 7. þús snúningum þá hefur aflið ekkert minnkað. Eins og á flestum alvöru hjólum í dag er allt tölvustýrt og inngjöf er rafmagnsstýrð.

 

 

 

Hjólið kemur með spyrnustýringu (traction control), sem og “slipper clutch” og því ætti engin að spóla sig á hausinn eða renna til við niðurskiptingu gíra með hraði (ala Sigurjón), jú jú það er enn hægt að prjóna eins og maður vill, en vill benda á að það er alveg stranglega bannað !! Þeir segja að bensíneyðsla sé minni, en hverjum í veröldinni er ekki sama um það á svona græju, hver færi að spyrja sölumann: Hvað eyðir græjan á 100 km= öllu sem sett er á það !! Hjólið kemur með ABS bremsum og hægt er að stilla þær eitthvað ? Off and ON??

 

Hægt er að fá S-T í S útgáfu og þá kemur hjólið með alvöru fjöðrun frá Öhlins, sem hægt er að stilla á alla vegu þannig að þú ættir að verða jafn góður ökumaður og a.m.k. Valentino Rossi !! Svo fá menn alls konar Carbon hluti, ekki veitir af að létta hjólið aðeins ekki rétt ?!! En hér hafa Triumph menn hitt vel í mark með þessum nýja þriggja strokka Speed Triple, en dæmi hver fyrir sig. Hægt er að lesa miklu meira um hjólið á netinu, þ.e.a.s. hvað alvöru atvinnu ökumenn eru lengi í 100km hraða, hvað þeir fara ¼ míluna á, já allt þetta tæknital sem fæstir muna eftir eftir að hafa lesið það. Það er í raun alltaf útlitið sem selur og svona alveg í trúnaði okkar á milli þá er hér smá samlíking: Hver vill eiga ljóta og ja hægfara kerlingu !!!

 

p.s. lesa konur nokkuð þessar greinar ???!!!!

 

Stolið og stílfært af netinu

 

Óli bruni

SpeedTriple2

Read 2150 times Last modified on Sunday, 22 November 2015 11:03