Sunday, 08 November 2015 12:21

SKO

SKO

(eins og allir vita þá er Breskt best)

new-triumph-bonneville-thruxton-7 

Nú eftir nokkra bið og þrátt fyrir miklar vinsældir þá hafa Triumph verksmiðjurnar ákveðið að kynna til sögunar nýjan Triumph Bonnieville og þessar nýju græjur eru bara með því flottara sem við höfum séð og örugglega ekki langt í að Súkku eigandi einn verður búin að kaupa sér einn nýjan Bonnie ekki satt !!! En áður en lengra er haldið þá vil ég halda því til haga “sko” að það eru aðeins tvær söguhetjur í þessum skrifum mínum annar á bláa súkku hinn á bláleitan FJR. Kæru félagar ef einhverjum langar til að verða söguhetja þá eru ekki mörg skilyrði: Bara skrifa eitthvað inná síðu vora !! (já já ég veit fésið er það sem koma skal segja sumir !!)

En snúum okkur að alvöru málsins Breskt er best: Það hafa verið í gangi í nokkurn tíma sögur um nýjan Bonnie og menn segjast hafa séð hjólið á ferðinni þ.e.a.s. prufuhjól, en nær engar myndir sést, allavega ekki neitt sem var að marka. Reyndar kom “sena” frá Triumph þar sem David Beckham sást á áður óséðum Thruxton Bonnie. Svona til gamans þá verð ég að geta þess að Beckham er uppáhalds fótboltamaður eiganda bláu súkkunnar !!

Sumir sem segjast vita allt sögðu að nýja Bonnie hjólið yrði 1100cc eða jafnvel 1200cc og þá vatnskælt, já vatnskælt því þessar mengunarkröfur gera það að verkum að þegar vélar eru komnar um og yfir 1000cc þá er erfiðara að ná öllum kröfum (frá mengunarkerlingum) um hljóð og loftmengun Euro 4, já já ég veit Hardley Moving Davidson nær þessu enn, en höldum okkur við mótorhjól (uss komin útá hálan ís, nei þetta er allt á léttu nótunum).

En staðreyndin er sú að það verða tvær vélar í boði 900cc fyrir Street Twin ódýrasta hjólið og síðan 1200cc í Bonnie og Thruxton, kveikjurhringur er  270 gráður, kemur með sex gíra kassa, kveikjan tölvustýrð, bein innspýting, víruð inngjöf (engin barki), spólvörn og ABS ofl. Að sjálfsögðu er þetta misjafnt eftir því hvaða hjól þ.e.a.s. er keypt.

Triumph hönnuðir hafa lagt mikið á sig að fela þá staðreynd að hjólið er vatnskælt, vatnskassinn lítur út eins og hefðbundin olíukælir, t.d. er áfyllingar- lok er “sko” svona falið ef segja má svo. Einnig hefur farið nokkur vinna í það að láta beinu innspýtinguna líta út eins og hefðbundnir blöndungar og það hefur heppnast betur en á eldri hjólunum.

Fyrir mig allavega er Thruxton og Thruxton R hjólið alveg meiriháttar og get varla beðið eftir leyfi frá “húsbóndanum” að fá að kaupa eitt, en koma tímar og koma ráð (ja “sko” konan ræður að sjálfsögðu). Thruxton hjólið kemur eins og áður sagt í tveimur útgáfum, bæði hjólin eru með 1200cc vatnskældu vélinni, en í þessu hjóli á þessi vél að vera aflmeiri en í hinum og áður en lengra er haldið þá man ég vel þegar ég tók í einn Thruxton fyrir nokkrum árum þá fannst mér hjólið virkilega skemmtilegt en miðað við Café Racer útlit þá vantaði vel upp á aflið, en nú ætti það að vera úr sögunni. Nýjan græjan er sögð toga 112NM (82.6 lb-ft) á 4950 snúningum. Thruxton hjólið kemur með léttari sveifarás heldur en hin 1200cc hjólin og er því svona sneggra upp, já eins og café racer ætti að vera (kona góð hvenær má ég panta !!!), einnig hærri þjappa sem og opnara loftbox. R hjólið kemur svo líka með betri fjöðrun frá Öhlins og betri hjólbörðum ofl.

Það er hægt að telja upp fullt af hlutum í viðbót sem koma í þessum hjólum og þá aðallega Thruxton R hjólinu, já ekki má gleyma tvöföldum diskabremsum að framan sem og “inverted”/upside down framfjöðrun, en þar sem ég veit að þið öll farið beint á netið til að lesa meira um þessi frábæru hjól þá sleppi ég því. Hægt er að kaupa alls kona aukahluti á öll þessi hjól til að persónugera sína græju ef segja má svo “sko”.

Blaðamenn segja að nýja T120 Bonnie hjólið sé best heppnaða eftirlíking 1959 Bonnieville roadster og ekki ljúga blaðamenn er það nokkuð !! Alls konar litasamsetningar eru í boði, allt svart eða “retró” o.s.frv., og eins og áður s﷽﷽﷽﷽﷽  framan i . hjeppnast betur en áður sagt alls konar aukahlutir, jafnvel hljóðkútar frá Vance & Hines. Bendi á flottar greinar um þessi hjól á netinu t.d. cycleworld.com og bikeexif.com. Nú er bara að sjá hver verður fyrstur að kaupa þessa nýju græju.

Óli bruni

new-triumph-bonneville-street-twin-5

 

new-triumph-bonneville-thruxton-engine-4 

Read 1542 times Last modified on Sunday, 08 November 2015 12:39