Wednesday, 04 November 2015 09:07

Hannaður eins og mótorhjól

tekið af mbl.is

Hannaður eins og mótor­hjól

 
Yamahabíllinn er glæsilegur útlits enda hannaður af Gordon Murray sem hannaði meðal annars McLaren F1. ... stækka

Yama­habíll­inn er glæsi­leg­ur út­lits enda hannaður af Gor­don Murray sem hannaði meðal ann­ars McLar­en F1. Hönn­un bíls­ins kall­ast iStream. mbl.is/​afp

Yamaha er eitt af þess­um fyr­ir­tækj­um sem smíðar nán­ast allt, hljóðfæri, mótor­hjól og meira að segja geislaspil­ara.

Yamaha hef­ur hins veg­ar aldrei smíðað bíl áður þótt vél­ar frá þeim hafi knúið bíla eins og Toyota 2000GT og Lex­us LFA. Á Tokyo Motor Show í ár bar þó eitt­hvað al­veg nýtt fyr­ir augu, en það var bíll frá Yamaha og það al­vöru sport­bíll þótt í til­rauna­út­gáfu sé.

Aðeins 770 kíló

Eins og bú­ast mátti við frá mótor­hjóla­fram­leiðanda er bíll­inn létt­ur og hannaður til að vera skemmti­leg­ur í akstri. Útlitið minn­ir á of­ur­bíl og fram­end­inn er ekki ólík­ur þeim á Toyota FT-1 til­rauna­bíln­um, en Toyota og Yamaha hafa alltaf haft með sér náið sam­starf. Grind­in er byggð á fram­leiðslu­kerfi Gor­don Murray sem hannaði meðal ann­ars McLar­en F1 og kall­ast hönn­un­in iStream. Koltrefja­grind­in er hönnuð þannig að hún þarf færri íhluti sem eru létt­ari án þess að það komi niður á styrk grind­ar­inn­ar. Þess vegna er bíll­inn aðeins 770 kíló að sögn Yamaha þrátt fyr­ir að bíll­inn sé svipaður að stærð og Mazda MX-5 sem er 350 kíló­um þyngri. Fram­leiðslu­ferlið lík­ist meira sam­setn­ingu á mótor­hjóli þar sem auka­hlut­un­um er raðað utan á grind­ina, í stað þess að und­ir­vagn og yf­ir­bygg­ing komi sam­an í miðju ferl­inu líkt og gert er í bíla­fram­leiðslu. Eng­ar vél­ar­upp­lýs­ing­ar hafa verið gefn­ar út ennþá en það er deild sem Yamaha verður ekki í vand­ræðum með, verði ákveðið að koma með þenn­an bíl í fram­leiðslu.

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Read 2382 times