Friday, 09 October 2015 18:44

Eldri og vitrari menn

Ég ek að þessum matsölustað og legg hjólinu mínu sem er Triumph Tiger árgerð 1974, ég er svona í stærra lagi, ja kannski ekki alveg á hæð en svona frekar á þverveginn. Um leið og ég geng inn þá mæti ég tveimur svona eldri körlum sem báðir eru í bolum sem merktir eru Harley Davidson, þeir segja báðir eiginlega samtímis, þetta hjól er alltof lítið fyrir þig, afhverju færðu þér ekki hjól sem passar þér ??!!

 

Ég get varla varist hlátri, en þeir bæta við, ætluðum sko ekki að móðga þig, en fáðu þér Harley eða eitthvað fullvaxið. Annar þeirra upphefur nú sögu um son sinn sem sé 21 árs og hann hafi óskað eftir hrísgrjónabrennara í jólagjöf og þá 600cc Supersport hjóli svona “racer” bætir hann við. Sá gamli heldur enn áfram: Sko ég sagði honum kemur ekki til greina að ég aðstoði þig við kaup á einhverri skellinöðru, lágmarkið er 1000cc hjól, ég skal aðstoða þig að kaupa svoleiðis græju !!

 

Já eldri og vitrari menn flugu í gegnum höfuð mér, þarna eru tveir vanir hjólamenn (já já ég veit hafa bara ekið Harley) og þeir telja að kúbik centimetrar séu það sem skiptir máli. Ég spurði þá báða hvort drengurinn væri með einhverja reynslu í því að aka mótorhjóli og hvort þeir teldu rétt að hann myndi byrja á ca. 170 hestafla græju ?? Þetta væri ekki eins og að kaupa buxur á barn sem væri að stækka og passa að buxurnar væru nógu stórar svo barnið myndi ekki vaxa uppúr þeim á nokkrum dögum !!

 

Hélt ég síðan áfram að eflaust myndi hjól eins og ég væri á henta miklu betur, ekki of mikið afl og jafnframt þyrftu menn að læra eitthvað inná virkni þessara græja. Eða þá nýlegra hjól í undir 750cc og alls ekki “racer”. Uss uss sagði þá pabbinn: Myndi ekki láta son minn sjást á svona hommagræju, hann þarf eitthvað almennilegt milli fóta sér !!

 

Mér brá ekkert við þessi orð og hugsaði til  orða frænku minnar hennar Dísu þegar hún sagði: Lífaldur eykur ekki gáfur hjá öllum !! Við þrír nýju “vinirnir” héldum umræðunum áfram og næsta spurning hjá mér var hvernig fatnað ungi maðurinn ætti að kaupa áður en hann setist á nýja 1000cc “racerinn” sinn. Nú segir þeir báðir, við byrjuðum báðir bara í gallabuxum og gömlum leðurjökkum, pabbinn bætir einnig við: Ég á slatta af gömlum hjálmum sem drengurinn getur notað og svo á ég nokkur leðurvesti sem ég er vaxinn uppúr !!

 

En öryggið segi ég ?? Ja menn verða læra af reynslunni segja þeir, sko við báðir byrjuðum á 1200cc Harley og það voru sko græjur, maður stakk lögguna af eins og ekkert, engar áhyggjur af einhverjum hraðamyndavélum, ekkert svoleiðis drasl þá. Já svo eitthvað tal um hraða sem CBR1000RR Hondu eða Busu eigendur væru ánægðir með, já sko þessir gömlu Harley þeir sko “rokkuðu” !! Drengurinn ætti auðvitað bara fá sér alvöru Touring Harley, þyrfti aldrei að fá sér annað hjól !!!

 

Ég hugsaði með mér, hvað oft hef ég séð bæði menn og konur á of stórum hjólum, t.d. Harley, hjól sem viðkomandi réði ekkert við, gat varla komið því af hliðarstandara, hvað þá bakkað því í stæði, eða tekið þröngar U-beygjur hægt. Og viðkomandi hafði hlustað á sér “vitrari” og “reyndari” menn sem sögðu: Þú færð þér fullvaxið hjól ekki einhverja skellinöðru. Lokaður hjálmur uss nei ! Það setur engin fiskabúr á hausinn á sér. Skálmar eru sko lúkkið !! Goritex gallar eru fyrir snjósleðamenn !!

 

Ég ók í burtu (eftir matinn) frá þessum reyndari og viskumeiri mönnum sem stóðu þarna og brostu báðir svona eins og þeir hálf vorkenndu mér fyrir að vera á svona smátík, en ég var nú það gamall að ég var búin að eiga þetta nær allt, já bæði Touring Harley, stóran Bimma, sem og nokkrá Dúkka, nokkra “racera” og reynslan sagði mér allavega: Byrja á litlu þægilegu hjóli, já eins og við margir sem byrjuðum á skellinöðrum, síðan aðeins stærra o.s.frv. Orðin: Is bigger better komu upp í huga mér eða annað álíka gáfulegt: Louder pipes save lifes.

 

Óli brunidredre﷽﷽﷽﷽rar s græju !!

töpuðu peningum og hjNiðurnum rifurdred

Read 2094 times