Sunday, 04 October 2015 16:23

Haust-Vetur og annað sem gerir akstur mótorhjóla frekar “óspennandi”

Nei veturinn er ekkert leiðingur ef eitthvað verkefni mótorhjólatengt liggur fyrir, jafnvel alveg eins spennandi og að aka mótorhjóli, ja allavega fyrir suma. En snúum okkur að efni þessarar greinar sem er einn síðasti túr haustsins. Það er sól og hitinn er um sjö gráður, það gæti hugsanlega komið smá rigning en maður klæðir sig bara rétt er það ekki, já miðað við að búa á “sunny” Iceland !!

 

Stefnan er tekin á Selfoss og þessi túr skal farin á mótorhjóli, þ.e.a.s. ekki hálf yfirbyggðum bíl, þar sem vindhlífar, hiti í handföngum sem og sæti, steríó græjum o.s.frv.  gerir mótorhjólið líkara bíl en alvöru mótorhjóli ! Það koma tvær tegundir uppí hugann “Vængur” frá Japan og/eða pylsuvagn frá USA . En eins og allir vita þá koma/komu öll alvöru mótorhjól frá ?? (nú byrja menn að giska) auðvitað frá Bretlandi og því er breskt best ! Ekki rétt !!

 

Jæja ég er búin að klæða mig vel og að sjálfsögðu í alvöru “breskan” fatnað sem er vatnsvarin með olíu (nei nei ekki frá hjólinu !). Ég set á höfuðið “fiskabúr” reyndar ekki frá Bretlandi, því það er frekar kalt annars væri notaður Davida alvöru hjálmur frá já eina rétta landinu !!

 

Hjólinu er snúið í gang  (sko rafstart er bara fyrir kerlingar !!) og látið hitna aðeins og síðan er lagt í hann. Úff er ekki enn september, það getur ekki verið, strax orðið frekar svalt og maður er bara komin að Litlu Kaffistofunni. Og nú byrjar líka að rigna, hvað í and #$% og hel$%& er eiginlega að gerast, það átti að vera þurrt og smá sól. Jæja það er ekki langt á Selfoss og það er ekki lengi verið að aka yfir heiðina að öllu jöfnu.

 

Nú rignir eins og hellt sé úr fötu og hitastigið hefur fallið, ég finn að að ég er allur farin að blotna og það svona hálf sullar í þessum vatnsheldu skóm. Ég er jafnvel farin að hugsa hugsanlega hafi bensínstöðvar eigandi einn sem segir að jafnvel Vængir frá Japan heiti í raun Henda ! hafi eitthvað rétt fyrir sér að maður eigi bara að aka á hálfyfirbyggðum bílum með tveimur hjólum !!

 

Áfram er haldið og já eins og áður sagt þá er þetta ekki langt ferðalag sem liggur fyrir, en nú er finnst mér eins og einhver hafi sett vatnsslöngu ofaní hálsmálið á þessum fína breska jakka og skömmu síðar hugsa ég er ég búin að pissa á mig, nei þó ég sé nú ekkert unglamb þá man ég eftir að pissa við réttar aðstæður !! Hveragerði blasir við og ég hugsa: Á maður kannski að stoppa og fá sér smá kaffi.

 

Hvað er þetta maður hugsa ég smá bleyta drepur engan og þó þér sé kallt í tveimur peysum og góðum undirbuxum, sem og góðum hönskum, þá lætur þú þetta ekki fréttast að stöðva eftir nokkurra kílómetra þó það rigni aðeins, en ég sé að hitastigið er komið í fimm gráður, er komin hel#$% and”#$% vetur eða hvað hugsa ég, nú kaupir maður pysluvagn frá USA og jafnvel á þremur hjólum, en sú hugsun stóð nú bara innan við eina sekúndu.

Selfoss “here I come” sagði kerlingin !! Það er tekið á móti manni með virktum hjá góðum manni (og já konu) mér er boðið til stofu eins og sagt var hér áður fyrr. Heitu kaffi er hellt í bolla og að venju fullt að meðlæti, en áður en gengið var til stofu þá var farið úr öllum þessum blautu fötum, en skömmu áður hafði ég hugsað: Nú kaupi ég mér alvöru fatnað sem heldur vatni og vindi, sko svona eins og vélsleðamenn (konur) nota, ég fæ mér líka hitahandföng ekki spurning.

 

En þegar ég er klæða mig úr öllu þessum blauta fatnaði, sé ég að það er ekki vottur af bleytu á framanverðum lærum, sem og að ermar og bak, sem og stór hluti að undirbol er þurr, svo það er ekki hægt að kenna um fatnaði né skóm, hann hefur ekki lekið, nei allt þetta vatn hefur runnið innum einhver op og rifur !!! Nú spyr ég ykkur kæru félagar hvaða aðferð er heppileg til að koma í veg fyrir “leka” Já ekkert bull um Pylsuvagna eða Vængi eða eitthvað “límband” til að vefja fyrir allar rifur !!

 

Nú er mér farið hitna aftur og ekki skemmdi fyrir smá bull um mótorhjól, sem og skoðunarferð um bílskúr, þar sem hver gullmolinn er fallegri enn hinn enda nær allt Breskt er best. Ég treð mér í vel rakann “vatnshelda” fatnaðinn og sný mér að því að snúa græjuna í gang, fer í gang á öðru “kikki”, eðlilega því já já þið við vitið hvað kemur næst. Ferðin til baka er “áfallalaus” engin rigning, þó hitastigið hefði mátt vera hærra. Heim er komið og nú tekur við þrif á græjunni og annað sem fylgir svona líka “stór” ferðalögum !!! Hugsanlega verður eitthvað meira hjólað ef veður leyfir, en mér mun ekki leiðast þennan vetur frekar en undanfarna vetur því það liggja fyrir einhver hjólatengd verkefni.

 

Óli bruni

Rigning 1

 

Read 3521 times Last modified on Sunday, 04 October 2015 16:32