Wednesday, 16 September 2015 08:29

Kapp­akst­urs­bíll með mótor­hjóla­mótor

tekið af mbl.is

Honda held­ur hönn­un­ar­sam­keppni inn­an­húss: Kapp­akst­urs­bíll með mótor­hjóla­mótor

 
Þessi litli en snaggaralegi kappakstursbíll er með V4-vélina úr RC213 VS-keppnishjólinu úr MotoGP-kappakstrinum. stækka

Þessi litli en snagg­ara­legi kapp­akst­urs­bíll er með V4-vél­ina úr RC213 VS-keppn­is­hjól­inu úr MotoGP-kapp­akstr­in­um.

Honda hef­ur sent frá sér mynd­ir af nýj­um kapp­akst­urs­bíl sem knú­inn er af sömu vél og Honda not­ar í MotoGP-mótor­hjólakapp­akstr­in­um.

Verk­efnið er út­koma inn­an­húss­sam­keppni hjá 80 hönnuðum Honda en upp­haf­lega hug­mynd­in kom frá deild­inni í Asaka í Jap­an, þótt vél­in hafi verið út­færð af deild­inni í Wako. Bíll­inn er kallaður Proj­ect 2&4 og er eins sæt­is, en vél­in er tjúnuð við 215 hest­öfl við 13.000 snún­inga en þyngd bíls­ins er aðeins 405 kíló svo að þetta hlýt­ur að vera spenn­andi akst­urs­bíll. Vél­innni var snúið 90 gráður og höfð langs­um og í stað hefðbund­ins mótor­hjóla­kassa er kom­in sex þrepa sjálf­skipt­ing með tveim­ur kúpl­ing­um og læs­an­legu mis­muna­drifi. Gert er ráð fyr­ir mögu­leika á farþega­sæti en eng­in veltigrind virðist vera á bíln­um svo ekki er talið lík­legt að þessi keppn­is­bíll fari í ein­hvers kon­ar fram­leiðslu, alla­vega í bili.

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Read 3993 times