Tuesday, 22 May 2012 23:07

Ljósið

Ágætu Gaflarar. 

Þriðjudaginn 29 maí ætlum við að hittast á Stöðinni kl. 19:00 og hjóla inn á Langholtsveg og heimsækja Ljósið,  endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein.  Tekið verður á móti okkur með grilluðum pylsum.

Ætlum við að færa Ljósinu peningagjöf til styrktar starfi þeirra.  Nokkrir félagar hafa nú þegar stutt þetta framtak okkar með framlögum.

Þeir félagar sem vilja taka þátt í þessu með okkur og styrkja félagið geta lagt inn á bankareikning nr. 0544-04-761151, kt. 520407-1380.

Margt smátt gerir eitt stórt.   

Stjórnin

Read 4669 times Last modified on Wednesday, 23 May 2012 09:07