Thursday, 23 July 2015 18:15

Honda hef­ur hannað betri tví­g­eng­is­vél

tekið af mbl.is

 

Honda tvígengisvélin nýja. stækka

Honda tví­g­eng­is­vél­in nýja.

Mörg­um þykir tví­g­eng­is­vél­ar hafa skemmti­lega eig­in­leika. Þær eru til muna ein­fald­ari en fjór­geng­is­vél­ar, létt­ari og skila hlut­falls­lega mikl­um krafti miðað við stærð vél­ar.

Gall­inn er sá að þessi teg­und véla ku nokkuð gjörn á að spúa reyk og óbrenndu eldsneyti og fell­ur því ekki vel að nýj­ustu um­hverf­is­vernd­ar­stöðlum.

Fyrr í mánuðinum lagði Honda inn um­sókn um einka­leyfi á áhuga­verðri tví­g­eng­is­vél­ar­hönn­un. Á nýja hönn­un­in að hafa mjög áhuga­verða eig­in­leika. Vél­in er með beinni inn­spýt­ingu sem á að skila hreinni bruna og betri kæl­ingu á stimpl­um.

Það voru vök­ul­ir blaðamenn Mor­ebikes sem komu auga á um­sókn­ina en þar má sjá að inn­spýt­ing­in úðar eldsneyti inn í strokk­inn þegar stimp­ill­inn er nærri topp­in­um svo að óbrunnið eldsneyti fer síður burt með út­blást­urs­guf­un­um. Er inn­spýt­ing­unni miðað þannig að bæði strokk­ur og stimp­ill geta kólnað ögn þegar eldsneyt­isúðinn kemst í snert­ingu við yf­ir­borð þeirra og byrj­ar að gufa upp.

Honda tvígengisvélin nýja.

Honda tví­g­eng­is­vél­in nýja.

Hönn­un­in á að vera til­tölu­lega ein­föld í smíðum sem hjálp­ar til að draga úr fram­leiðslu­kostnaði sem og viðhaldi.

Áhuga­vert er að af orðalagi einka­leyf­is­um­sókn­ar­inn­ar má ráða að Honda ætl­ar ekki endi­lega að binda nýju hönn­un­ina við mótor­hjól ein­göngu og ætti ein­föld vél­in að geta knúið áfram ým­iss kon­ar tæki.

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Read 4391 times