Saturday, 11 July 2015 14:52

Besta björg­un sög­unn­ar

tekið af mbl.is

„Vilj­irðu vinna, fáðu þér þá Finna,“ er þekkt­ur frasi úr akst­ursíþrótt­un­um. Og hann virðist eiga býsna vel við um Niklas Ajo, finnsk­an knapa sem kepp­ir á KTM-hjóli í Moto3 heims­meist­ara­keppn­inni.

Í hinu ótrú­lega mynd­skeiði sem fylg­ir þess­ari frétt má sjá hvernig Ajo tókst að hanga á hjól­inu eft­ir árekst­ur í loka­beygj­um móts­ins í Assen í Hollandi um nýliðna helgi. Var hann í harðri og jafnri keppni um átt­unda sæti er samstuð olli því að hann hent­ist af hjól­inu.

Allt stefndi í að fák­ur­inn hafnaði ut­an­braut­ar með skell á ör­ygg­is­vegg. En Ajo hékk á stýr­inu og krjúp­andi eft­ir jörðinni tókst hon­um að sveigja frá veggn­um og inn á braut­ina aft­ur, við mik­inn fögnuð áhorf­enda.

Spyrja má hvort mótor­hjóla­manni hafi nokk­urn tíma tek­ist að bjarga hjóli sínu og koma sér í enda­mark með þess­um ein­kenni­lega hætti?  

„Ég var virki­lega hepp­inn að skella ekki á veggn­um. Ég vildi bara bjarga mér og koma mér yfir marklín­una sem svo stutt var í. Það tókst ogg ég kláraði,“ sagði gall­h­arði Finn­inn Niklas Ajo eft­ir keppn­ina.

Mynd­skeiðið sem hér fer á eft­ir seg­ir ann­ars alla sög­una:

https://www.youtube.com/watch?v=m_bIaupAeSE&feature=player_embedded

Read 5199 times