Thursday, 02 July 2015 18:20

Har­ley­inn hans Brandos seld­ur fyr­ir 256.000 dali

tekið af mbl.is

Harley Dav­idson FLH Electra-Gli­de mótor­hjól af ár­gerð 1970 var selt hjá upp­boðshús­inu Ju­lien's Aucti­ons í Kali­forn­íu.

Það væri varla í frá­sög­ur fær­andi nema fyr­ir þær sak­ir að Ju­lien's sér­hæf­ir sig í sölu á mun­um sem tengj­ast fræga fólk­inu og mótor­hjólið var í eigu kvik­myndagoðsagn­ar­inn­ar Marlons Brandos.

Hjólið var splunku­nýtt þegar Brando eignaðist það og öku­tæki sem var mjög við hæfi leik­ar­ans enda lék frammistaða hans í kvik­mynd­inni The Wild One (1953) stórt hlut­verk í að móta hug­mynd­ir banda­rískra kvik­mynda­húsa­gesta um menn­ingu mótor­hjóla­gengja.

Að sögn Gizmag var Brando mik­ill mótor­hjó­launn­andi sem þótti fátt skemmti­legra en að fara í langa hjóla­t­úra. Hann minnt­ist þess með hlýhug að ferðast á hjól­inu um New York árla morg­uns, áður en mann­lífið vaknaði til lífs, í hlýju sum­ar­næt­ur­inn­ar, klædd­ur í galla­bux­ur og bol með föngu­legt fljóð á aft­ur­sæt­inu.

Mótor­hjólið sem selt var á upp­boðinu var enda með 13.859 míl­ur á mæl­in­um. Var hjólið slegið á 256.000 dali, jafn­v­irði rösk­lega 34 millj­óna króna, og er þar með í hópi þeirra fimm­tíu mótor­hjóla sem hæst verð hef­ur feng­ist fyr­ir á upp­boði.

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Read 6597 times Last modified on Thursday, 02 July 2015 18:22