Thursday, 26 March 2015 07:26

Kawasaki Vulcan 650 S ABS 2015

Hér er komin græja sem hentar nær öllum sem langar í þægilegan krúserog þessi tegund hjóla hefur í raun verið vinsælasta mótorhjólið á Íslandi undanfarin ár, er það hjarðhegðun eða er það útaf því að þetta séu skemmtilegustu hjólin að hjóla á, dæmi hver fyrir sig. En þessi nýi Vulcan 650 S er í meginatriðum hugsaður fyrir þá sem eru að alveg að byrja eða eru að endurnýja kynni sín við mótorhjól. Hjólið bíður uppá möguleika fyrir  mjóg lítinn pening til að aðlaga hjólið að þér og þá aðallega þinni stærð/hæð og það er stefna Kawasaki að umboðsmenn eigi hluti á sanngjörnu verði til að skipta um t.d. stýri, fótpedala,sæti ofl. Allt hugsað til að hjólið sé hugsað fyrir þig, þ.e. passi þér eins og góðir skór.

 Kawi Vulcan 3

Hjólið er með tveggja strokka mótor í línu (ekki V mótor, heldur frekar svona í breta stíl) og er hann gefin upp 649cc, þessi mótor kemur úr Ninja 650 hjólinu. Mótorinn er vatnskældur, tveimur yfirliggjandi knastásum og átta ventlum, er með beinni innspýtingu. Mótorinn er hugsaður og hannaður með tog í huga frekar en mikið afl. Hjólið togar vel frá 2000 snúningum allt að útslætti sem er við 9900 snúninga. Þrátt fyrir að græjunni sé snúið hressilega er aldrei mikill titiringur uppí stýri eða fótpedala. Þægilegt er að “krúsa” á 100 km hraða (já það ætti að sleppa nema kannski í kringum Blöndós !!) og er þá snúningshraði mótors 4500 rpm. Það sem gerir þennan mótor svona mjúkaner þyngingar á sveifarás (counter balancer), jafnvel speglar eru nothæfir við háan snúning. Og þar sem græjan bíður uppá nokkuð háan snúningshraða er lítið mál að skipta niður um gír á hressilegum krúshraða, t.d. til að taka framúr bifreið með tjaldvagn eða hjólhýsi !!

Kawi Vulcan 4 

Sagt er að hjólið liggi vel og sé mjög þægilegt í meðförum, fjöðrun er líka sögð góð og að framan eru 41mm framlappiren að aftan er einn KYB dempari , það eru uppgefnar tölur um fjöðrun, en set það nú ekki á blað (allt á netinu). Felga að framan er 18 tommu en 17 að aftan og eru þetta fimm bita felgur. Sagt er að hægt sé að halla hjólinu nokkuð vel. Að framan er einn 300 mm bremsudiskur með tveggja stimpla bremsudælu frá Nissin. Hjólið kemur með ABS og virkar það kerfi vel, ekki of mikið um  Four-stroke, liquid-cooled, DOHC, four valves per cylinder, parallel twin

af óþörfu af öllum þessum nemum og tölvubúnaði, hef reyndar sagt oft að þetta ætti að vera staðalbúnaður á götuhjólum.

 Kawi Vulcan 2

Sagt er að þetta hjól eigi eftir að verða vinsælt þar sem það hentar mjög mörgum, þægilegt í meðförum og ætti að vera á ágætu verði. En spurning hér á landi nema þá sem kennsluhjól, því almennt líta menn/konur ekki á minna en 1000cc hjól í “krúserflokknum, hugsanlega rangt er þetta virðist vera svo. Eins og áður sagt er hægt að kaupa ýmsa aukahluti á hjólið og er sá listi nokkuð langur meira að segja hægt að kaupa búnað sem segir manni í hvaða gír þú ert. Enda þetta á nokkuð þekktri setningu á ensku: Bigger is better !!! Spurning um hvort það sé rétt ???

 

Óli bruni

Stolið og stílfært af netinu

 

Mótor 649cc

 aglengd og þvermál 83.0 x 60.0mm

 

Þjappa 10.8:1

 

Bein innspýting EFI, two 38mm throttle bodies

 

Kveikja TCBI with digital advance

 

Gírkassi Six-speed, positive neutral finder

 

Keðjudrifið Sealed chain

 

Grind High-tensile steel double-pipe perimeter frame

 

Framdempara og slaglengd 41mm fork/5.1 in.

 

Afturfjöðrun Lay-down offset shock with adjustable preload/3.2 inc.

 

Framdekk og felga120/70R-18

 

Afturdekk og felga 160/60R-17

 

Frambremsa Single 300mm disc with twin-piston caliper, ABS

 

Afturbremsa Single 250mm disc with single-piston caliper, ABS

 

Heilsarlengd 91.0 in.

 

Heildarbreidd 34.7 in.

 

Hæð 43.3 in.

 

Hæð frá jörðu 5.1 in.

 

Sætishæð 27.8 in.

 

Lengd milli hjóla 62 in.

 

Þyngd 498 lb.

 

Bensíntankur 3.7 gal.

Read 2448 times