Honda CBR1000RR
Sannar sögur segja að á heimasíðum mótorhjólafélaga eigi að vera a.m.k. ein ný mynd af Hondu dag hvern og fjallað sé skriflega um einhverja Hondu einu sinni í viku, en þetta er eflaust bara bull eins og margt annað, ekki satt ??
En við ætlum að fjalla um eina alvöru græju sem hefur verið vinsæl í mjög mörg ár og ekkert virðist lát á þeim vinsældum, skiljanlega segi ég, því meira að segja ég átti eitt í smá tíma eitt en fannst aflið ekki nóg !!!! og fékk mér því Harley !!
Honda CBR1000RR árgerð 2015 er nýjasta RR hjólið frá Honda kemur með 999.8 cc mótor og með tveimur yfirliggjandi knastásum og sextán ventlum, afl er gefið upp 133KW við 12.250 snúninga og togið er 114nm miðað við 10.500 snúninga. Þjappan er gefin upp 12.3:1, strokkar eru húðaðir með nickel silicon carbide sem á að endast líf hjólsins segja Hondu menn. Að sjálfsögðu er hjólið með beinni innspýtingu sem stýrt er af PGM-DSFI kerfi og þetta kerfi er hugsað til að stilla blöndu inná á endurhannað hedd og með því aukið afl og tog. Einnig til að tryggja að mótor taki rétt við sér við allar inngjafir.
Kúpling er svona svipuð og í MotoGP hjólunum og er með slipper búnaði þannig að hraðar niðurskiptingar læsa ekki afturhjóli og sama á við fulla inngjöf, hjólið á aldrei að snuða á kúplingu. Með þessum búnaði á ökumaður að vera nokkuð öruggur með að afturhjól tapi síður gripi.
Grind er úr áli (die cast) og er byggð úr það sem kallað er Twin Spar grind, þetta gerir grind sterka og stífa sem er algjör nauðsyn fyrir svona hjól, sem er bæði nothæft á braut sem og meðal almennings. Allt er þetta lært af reynslu Honda á kappaakstursbrautum heimsins. Þyngd hjólsins er sögð 200 kg og þyngdardreifing er 51.6%/47.4%. Afturgaffall er úr áli og er frekar langur og það atriði er einnig sótt í MotoGP er með Unit Pro Link fjöðrun sem gerir það að verkum að afturhjólabarði heldur sér við malbikið og ökumaður finnur betur fyrir því hvernig hjólið hegðar sér við t.d. hressilega inngjöf útúr beygjum.
Áseta var endurhönnuð 2014 í samræmi ábendingar eigenda þessa hjóls og gerð meira svona líkari brautarásetu, standpedalar voru færðir aftar um 10mm, stýrið varð breiðara og lækkað aðeins miðað við fyrri árgerðir. Framdemparar eru frá Skowa eru 43mm og eru það sem kallað er Inverted (upside down) og eru með stimplum og kerfi sem kallað er BPFF og þetta er hönnun sem gerir það að verkum að það má bremsa hressilega sem og að taka hressilega af stað eða taka svona eina suðurey á þetta (prjóna). Afturfjöðrun er líka frá Showa og kallast BFRC, þetta er ný hönnun. Öll fjöðrun er stillanleg í báðar áttir.
Svo stýrið slái ökumann ekki eða láti illa við átök t.d. útúr beygjum þá er á hjólinu rafstýrður stýrisdempari, sem nemur ýmsa hegðun hjólsins og við allar aðstæður og hraða. Maður gæti bara farið að sofa áhyggjulaust við akstur !!! Tölvur sjá um nær allt !!! Felgur eru tólf bita, fram og afturfelgur er 17 tommu. Frambremsa er fjögurra stimpla, bremsudiskar eru tveir og eru fljótandi 320mm, afturbremsa er með einum stimpli og 220mm bremsudisk. Hjólið er hægt að fá með ABS og er þá fram og afturbremsa samtengd. Þetta bremsukerfi hefur verið hugsað og útfært þannig að ökumaður ætti ekki að fá titring uppí stýri við að taka hressilega á bremsum.
Mælaborð gefur þér ýmsar upplýsingar með LCD og sagt er að mjög gott sé að lesa á alla mæla við allar aðstæður. Einnig er mælir til að mæla tíma í braut og bíður hann uppá fjórar mismunandi stillingar. Mælaborðið sýnir þér einnig í hvaða gír þú ert. Hægt er að fá alls konar aukabúnað á hjólið frá Honda sjálfum t.d. hærra gler, hlíf yfir sæti að aftan þannig að hjólið sé eins manns (sem það er hvort er eð). Þessi skrif eru mikið stytt úr nokkrum greinum frá nokkrum blaðamönnum. En þeir segja allir það sama hjólið er frábært í akstri sama hvort það sé á braut eða meðal almennings, allur frágangur er til fyrirmyndar eins og nær alltaf frá Honda. Það ættum engum að leiðast á þessari græju. Allt annað tæknilegt sem og annað má lesa á netinu.
Stolið og stílfært af netinu
Óli bruni (Hondu notandi/eigandi)