Wednesday, 17 December 2014 17:17

Ein örsaga til að gleðjast aðeins

Er gott að vera fyrstur ??!!

Það var einu sinni froskur sem átti heima við vatn eitt og norn ein í nágrenni við hann hafði veitt honum þá eiginleika að geta uppfyllt óskir annarra dýra. Froskurinn var á gangi einn daginn og sér þá skógarbjörn sem var að elta kanínu sér til matar. Froskurinn kallar á björninn og kanínuna  og segir þeim að þau geti óskað sér þriggja óska hvert og eina kvöðin sé að þau lifi saman í sátt og samlindi. Eins og eðlilegt er með þann stærri og sterkari þá byrjar björninn og segir: Ég óska mér að allir aðrir birnir í þessum skógi séu kvenkyns ! Froskur gefur frá sér eitthvað hljóð og óskin er uppfyllt. Jæja þá er komið að kanínunni og hún segir: Ég óska eftir mótorhjólahjálm og aftur kemur hljóðið og kanínan er komin með hjálm. Næstu ósk á björninn og hann segir: Ég óska mér að í nærliggjandi skógum séu allir birnir kvenkyns og aftur sama hljóðið frá frosknum og hann segir það er gert. Nú er komið að kanínunni með aðra ósk sýna og hún segir: Ég óska eftir Triumph mótorhjóli og enn og aftur sama hljóðið og þarna stendur þessi flotti Triumph. Hvorki froskurinn né björninn skilja neitt í þessum heimska froski. Nú á björninn eftir eina ósk og hann segir: Ég óska mér að allir birnir í heiminum nema ég séu kvenkyns og hljóðið enn einu sinni og froskurinn segir það er gert. Kanínan setur á sig hjálminn í rólegheitum setur Triumphinn í gang og segir: Ég óska mér að eini karlkyns björninn í heiminum sé hommi !!! og með það sama ekur kanínan í burtu í rykmekki.

Óli bruni

Read 2792 times