Wednesday, 10 December 2014 18:25

Hjólamenn á himnum

Lykla-Pétur kemur til guðs og segir: Ég verð að fá að tala við þig um þá hjólamenn sem eru hér á himnum, það eru tóm vandræði með þá. Já sko segir Lykla-Pétur þér eru að sveifla sér á Gullna hliðinu og þeir eru búnir að stela lyklinum mínum. Síðan neita þeir að vera klæddir í okkar kufla þeir eru bara í einhverjum bolum og gallabuxum. Þeir borða ekki matinn okkar nema það sé barbeque sósa á öllu, já þeir eru allir útataðir í þessari sósu. Meira að segja hundarnir þeirra kunna enga mannasiði, þeir riðlast á öllu sem þeir sjá sko hundarnir, einnig elta þeir allar kindur sem þeir sjá hér á himnum. Þessir hjólamenn neyta að taka til eftir sig, meira segja vegurinn frá Gullna hliðinu er allur í rusli. Þeir eru með derhúfur í stað geislabauga og ganga um í mótorhjólaklossum í stað sandala og það versta er að þeir jafnvel taka annan vænginn af sér til að berja á hvor öðrum og þeir heimta að fá hjólin sín til himna.

Guð segir: Pétur minn þetta eru hjólamenn og verða hjólamenn og himnaríki er opið öllum, líka hjólamönnum. En ef þú vilt heyra um alvöru vandræði þá hringdu í djöfulinn.

Lykla –Pétur hringir í djöfulinn sem svarar og segir um leið: Bíddu aðeins Pétur. Eftir c.a. eina mínútu kemur djöfulinn aftur í símann og segir aftur: Hvað get ég gert fyrir þig Pétur. Pétur segir: Hvað eru mestu vandræðin hjá þér þarna niðri ? Djöfullinn segir: Bíddu aðeins !! Eftir nokkrar mínútur kemur djöfullin aftur í símann og segir jæja ég er komin aftur og segir: Hvað varstu aftur að spyrja um Pétur minn ? Pétur endurtekur spurninguna en það sama gerist aftur, djöfullinn biður afsökunar og fer aftur úr símanum og nú í enn lengri tíma, allavega 15 mínútur og þegar djöfullinn kemur í símann aftur segir hann: Pétur minn ég get bara ekki talað við þig núna, því þessir helvítis hjólamenn eru búnir að slökkva alla elda hjá mér og eru að reyna að koma upp loftkælingu !!!!

Read 3271 times