Sunday, 30 November 2014 12:13

Kawasaki Z-1000

Kawasaki Z-1000

Hvað heillar flest okkar ?

Jú að sjá hlutina eins og þeir eru= Nakið sporthjól Kawasaki Z-1000 árgerð 2013.

Hvenær kom Zetan fyrst fyrir sjónir almennings jú á því herrans ári 2003 (átti reyndar að heita ZR1000 heyrði ég). Þetta nýja hjól var til að fagna eina/fyrsta súperbæki heimsins þ.e.a.s. Z 1 sem kom á götuna þrjátíu árum fyrr eða 1973 (já já ég veit um CB Honduna). Þessi nýja Zta vakti strax athygli fyrir flott útlit og þarna árið 2003 var það ekki spurning að Z 1000 hjólið var flottasta nakta Japanska sporthjólið á markaðinum, skoðið bara myndir af hjólinu frá þessum tíma. Það var skráð með 123 hestafla mótor og stærð hans uppgefin 953cc og hjólið sko lét vita af sér ef skrúfað var upp á rörið, já hægt að spara framdekk verulega ! En samt var það nokkuð þægilegt í innanbæjar skjögti. Árið 2007 var aðeins hresst uppá hjólið með nýju útliti og auknu togi, síðan varð algjör breyting á hjólinu árið 2010, þegar t.d. að mótor var stækkaður um 90cc og við bættust 13 hestöfl og hjólið kom með ABS sem staðalbúnað. Einnig bættist við ný týpa sem kölluð var Z 1000SZ svona ferðaútgáfa með feringu og annarri fjöðrun og bæta mátti við töskum, svona fyrir þá eldri. Ztan hefur átt sér stóran aðdáenda hóp frá upphafi, en reyndar hefur litli bróðir Z 750 selst betur. Það er gaman að bæta því við að gerð var könnun meðal 58 eiganda Ztunnar sem höfðu ekið samtals 500þús mílur og þessi hópur var í raun á flestum árgerðum Ztunnar og um helmingur hafði keypt hjólið sitt nýtt, ¼  hafði keypt hjól sem var ekið í kringum 5000 mílur. Um 40% af af eigendum hjólanna hafði ekið meira en 10þús mílur frá því þeir eignuðust hjólið og þrír af þeim höfðu ekið yfir 30þús mílur og allir sögðust þeirra kaup svona hjól aftur. Smá hugleiðingar um hjólbarða en fyrstu hjólin komu með Battleax Bt-01 dekkjum en seinni hjól komu með Dunlop Sprotmax. Mjög margir sem skipta um dekk fara yfir á Michelin Pilot Power 2CT eða Pilot Road 3 og jú fleiri tegundir. Hjólið er sagt eyða nokkuð miklu en eins og alltaf fer eftir ökumanni. Zetan er sögð vel byggð og frágangur almennt góður og mjög lítið um kvartanir vegna þess. Nýjasta hjólið þ.e.a.s. árgerð 2013 er sagt langt besta 1000 Zetan fram að þessu og er sagt alvöru „streetfighter“. Afl, tog, útlit og aksturseiginleikar er  með því besta á markaðinum. Flestir sem taka í þessa nýju Ztu kaupa hana,ef á annað borð þeir eru að leita sér að hjóli í þessum stærðarflokk.  Eina sem kvartað er yfir er lítill bensíntankur og hart sæti. Skoðum hjólið aðeins betur og byrjum þá á pústkerfið, en hljóðkútar eru beggja vegna og halla upp, en samsetning greina og allra þessa óþarfa mengunardóts eru undir hjólinu, en þetta er bara flott og ekki eins og á of mörgum hjólum í dag þar sem hljóðkútur er bara öðru megin, þannig næst einnig að halla má hjólinu miklu meira. Sætishæð er sögð 32.1 tomma og það er það lágt að jafnvel þeir endastyttri ná niður öfugt við mörg önnur sporthjól. Bensíntankur er vel lagaður þannig að hné leggjast í raun inní tank. Grind er sögð tækniundur og er mikið byggð á ZX-10R hjólinu. Mælaborð er svona eins og mörg hjól í dag, fullt af Ledljósum og digital mælar. En gott er að lesa af mælum jafnvel í mikilli sól. Áseta eins og áður sagt góð og ekki þarf að teygja sig í stýri sem er svona“flatbar“ stýri. Hjólið er mjög hljóðlátt í hægagangi og það breytist ekki mikið þó snúið sé uppá rörið. Eins og oft þá er viðtaka inngjafar svona dulítið snögg eins og oft á hjólum með beina innspýtingu og alltaf nóg afl og lítið mál að losa sig við ökuskýrteini ef ekki er fylgst með hraðamæli. Gírkassi er góður og jafnvel þegar virkilega er tekið á því þá rennur hjólið í alla gíra. En þegar er komið vel yfir þriggja stafa tölu í hraða þá fer að taka vel í og menn þreytast fljótt á hraðbrautum, allavega á lengri leiðum á „góðum“ hraða. Bremsur eru virkilega góðar og að framan eru tveir fljótandi  300mm diskar og bremsudælur eru fjögurra stimpla. Framfjöðrun er stillanleg í báðar áttir og eru framlappir 41mm. Það mun engum leiðast á þessu hjóli, frábærir aksturseiginleikar og afl, meirihátta flott útlit, hvað vilja menn meira ? JÚ skoðið bara myndir af 2014 hjólinu þá kemur svarið. Þetta hjól er svona villinga tæki og menn munu örugglega vera mikið á afturdekkinu og já þræða milli bíla á gatnamótum og aka of hratt innanbæjar, nei nei þetta má ekki, en það má skreppa til Vestmannaeyja og prjóna bara á bryggjunni er það ekki. Lesa má betur um allt tæknilegt á netinu. 

Stolið og stílfært af netinu Óli bruni

Read 2289 times