Saturday, 08 November 2014 18:56

2015 Ducati Scrambler Classic

Hverjum langar ekki í Ducati jú álíka gáfuleg spurning og spyrja hverjum langar ekki í Harley Davidson !!! En allavega hefur mig langað í þó nokkur hjól sem Ducati hefur framleitt, en sá draumur hefur ekki ræst ennþá en hver veit. En í dag ætlum við að fjalla um nýjasta hjólið frá Ducati og hvað skildi það nú vera enn ein plasttúpan sem er undir einni sekúndu í hundrað !! Nei þeir hjá dúkkaverksmiðjunum vita hvað menn vilja og hvað selst í dag og það er “Retró”, hvort sem um er að ræða Café racer eða svona hálfgert “Off Road” úlit, en allavega nakin hjól þar sem allt sést. Og nú hefur Dúkkinn verður færður í nýtt form og kallast Scrambler, reyndar hafa ducatimenn áður verið með scrambler hjól, en það var árið þrjú og þá einhver eins strokka smágræja. Útlit nýja dúkkans er frá árunum uppúr 1970 og jafnvel aðeins fyrr. Þarna er græja sem er með gamaldags útliti svona svipað og nýja Triumph Scrambler hjólið sem hefur selst eins og heitar pönnukökur. Hjólið fæst í a.m.k. þremur útgáfum þ.e.a.s. hefðbundið og svo Classic. Classic útgáfan kemur með teinafelgum, álbrettum, bensíntankur er frekar lítill gefin upp 13.5 lítrar. Bremsur eru frá Brembo og með standard ABS, einn hálffljótandi diskur að framan 330mm og bremsudæla er með fjórum stimplum. Menn ganga nú ekki alla leið í elliútgáfunni nei það er einn dempari að aftan frá Kayaba og með preload stillingu, að fram eru 41mm framlappir með “upside down” fjöðrun. Það er margt á hjólinu sem grípur mann við fyrstu sýn, t.d. framljósið, sætið og bensíntankur, allt flæðir þetta saman ef segja má svo, framljósið er leadljós og fellur nær inní framenda hjólsins, flottur frágangur. Afturljós er líka lead. Útlit stefnuljós og staðsetning fellur vel að hjólinu, einnig eru neyðarljósa möguleiki (hazard), það eina eins og oft áður eru speglar þeir virðast alltaf stinga í stúf.  Að framan er 18 tommu teinafelga að aftan 17 tommu, hjólbarða eru frekar grófir frá Pirelli og setja skemmtilegan svip á hjólið, sem og að þau ættu að henta í nær allt. Vél er 803cc tveggja strokka og gefin upp 75 hestöfl við 8250 snúninga, togið er 50.2 lb-ft við 5750 snúninga, loftkæld og kemur í raun frá einu Monster hjólinu, með beinni innspýtingu. Gírkassi er sex gíra, kúpling er með barka svona old style. Pústkerfi er tveir í einn og sérstaklega hannað fyrir þetta hjól. Svo kemur smá rúsína í pylsuendan ef segja má svo þ.e.a.s. að aka má hjólinu 12000 km án þess að skipta um tímabelti eða annað hefðbundið viðhald, já dúkkanum hefur farið fram !! Hjólbarðar eru frá Pirelli. Einn mælir er á hjólinu og í honum er nær allt, líka snúningshraðamælir, er digital, já og alls konar viðvörunarljós. Stýrið er hátt og breitt, bremsuhandfang er stillanlegt. Allir rofar á stýri eru frekar “nettir” en samt þægilegir í notkun. Sætishæð ætti að henta öllum, jafnvel þeim sem eru stuttir í annan endan. Þetta hjól er að mínu áliti virkilega flott og á örugglega eftir að ná vinsældum allstaðar, einfalt og flott, hentar í flest og “lúkkar” flott, hægt að fá í a.m.k. þremur útgáfum, nú er bara að sjá hver verður fyrstur að fá sér svona græju.

Stolið og stílfært af netinu:

Óli bruni

Read 1912 times