Monday, 20 October 2014 19:37

Besti krúser/hippi ársins 2014

Besti krúser/hippi ársins 2014 Indian Chief

 

Elstu menn muna eftir nafninu Indian sem var í raun vinsælla hjól (og betra !!) en Harley Davidson í USA, en það er nú allt önnur saga. Þetta nafn féll í hálfgerða gleymsku í nokkuð mörg ár og svona reyndu hinir ýmsu aðilar að endurvekja þetta fræga nafn með mjög misjöfnum misheppnuðum árangri. En vélsleða fyrirtækið Polaris í USA tók nafnið uppá sína arma og hefur endurvakið þetta fræga hjól, ekki með einhverjum eftirlíkingum af Harley, nein nýrri græju frá grunni. Polaris eru búnir að ná mikilli þekkingu á framleiðslu mótorhjóla því þeir framleiða líka Victory hjólin og hafa gert í um 15 ár. Vélin í Indian hjólinu er tveggja strokka V mótor, er 111 kúbic tommu, 49 gráðu og er loftkældur. Hjólið er búið rafstillanlegri bensíngjöf Ride By Wire. Útlit vélar er virkilega vel heppnað og nær þessu gamla „lúkki“, eins er með fram og afturbretti, svona skósíð. Grindin er úr áli sem léttir hjólið verulega í stað stálgrindar. Að framan eru tveir 300 mm bremsudiskar, bremsudælur eru með fjórum stimplum hvor og ABS kemur með í pakkanum. Hjólinu hefur alls staðar verið vel tekið og nú geta kaupendur nokkuð treyst á gæði framleiðslu Polaris. Það sést að þarna eru gæðin látin skipta máli, öll áferð á lakki sem og öðru er fyrsta flokks. Hjólið fær góða dóma með hvað það „höndlar“ vel og þá sérstaklega í beygjum (krúser !!), þar er hin nýja ál grind að gera sitt. Polaris hefur náð að framleiða ekta „retró“ krúser sem örugglega margir Harley menn horfa á með blik í augum (er það ekki).

Indian

 

Hvaða hjól skildi nú ná öðru sætinu í þessu vali, jú loftkældur alvöru Harley er það ekki, nei það er sko hið nýja Harley Davidson Street 750 sem er sko vatnskæld græja sem við erum nýbúin að skrifa um hér á síðunni. En smá viðbót þeir hjá Motorcycle.com segja ef þeir vissu ekki að þetta hjól væri framleitt af Harley þá myndu þeir halda að þeir væru að aka t.d. Aprillu eða Hondu, meðmæli, dæmi hver fyrir sig.

 

Street 750

Stolið og stílfært af netinu

Óli bruni

Read 3091 times Last modified on Monday, 20 October 2014 19:41