Friday, 19 September 2014 18:59

Besta sporthjól ársins 2014= Ducati 899

Besta sporthjól ársins 2014= Ducati 899

 

Hvaða eiginleikum þarf ökumaður að ná útúr mótorhjóli til að geta kallað það besta sporthjól ársins. Jú það þarf að „höndla“ það vel að ökumanni líði vel við að reyna á hæfileika sína til fullnustu. Og ef það fylgir með í pakkanum að hjólið veki eftirtekt annarra þá er markmiðinu náð. Og þeir hjá Motorcycle.com segja að ekkert sporthjól á markaðinum nái þessu eins vel og Ducati 899. Hjólið gerir allt það sem þú „biður“ það um og þú fyllist auknu öryggi því oftar sem þú hjólar á hjólinu og þar með eykst eflaust hraðinn í beygjum og hnéhlífar farnar að strjúka malbikinu hressilega, allavega hjá sumum. Þessi mótor kallar á að þú fylgist vel með snúningshraða því þetta er ekki stór sleggja af tveggja strokka V mótor að vera. Það þarf að taka hressilega á græjunni og snúa vel uppá rörið svo allt virki rétt. Miðað við sporthjól þá er áseta sögð nokkuð góð þannig að hné eru ekki mikið að snerta eyru !! jafnvel hjá þeim hávaxnari. Hjólið á heima bæði á götunni (já já svona í fyrsta og öðrum gír) sem og á braut. T.d. á mjög mörgum brautum þá eru það ekki margir staðir á brautinni þar sem stærri Dúkkar eða fjögurra strokka lítra hjól njóta sín betur en Ducati 899. Nær eina hjólið sem eitthvað reyndi við að stela þessu fyrsta sæti í sporthjólunum var BMW HP4, en það vann reyndar í fyrra, líka kom til greina MV AugustaF3 800 hjólið, jú svo fékk einhver súkka smá áhorf ef segja má svo með GSXR750 hjólið, en Ducati 899 hjólið sló þeim öllum við og var þar með valið besta sporthjól ársins vegna alhliða ökueiginleika, útlits o.fl.

Ducati 899

Það hjól sem kemst næst Dúkkanum er hjól sem kemur frá sjálfum Erik Buell og er kallað Racing 1190RX, en flestir muna eftir Buell hjólunum þegar Erik fór í samstarf við sjálfan Harley Davidson hérna um árið en það fór eins og það fór, en Buell hjólin notuðu vélar frá Harley. En þessi græja frá Buell er víst svo meðfærilegt og skemmtilegt leikfang að flestum finnast þeir verða orðnir Marc Marquez eða jafnvel sjálfur Rossi. Endurkoma Erik Buell ? Eflaust og það með stæl. Vélin í þessari græju er í grunninn frá Rotax, en Erik er búin að endurhanna hana frá grunni, þetta er tveggja strokka V mótor. Togið er frá grunni og upp, endalaust tog, öfugt við mörg þessi sporthjól. En þetta hjól er ekki fyrir óvana, það refsar þér ef þú kannt ekki til verka. Fótpetdalar sem og bremsu og kúpplings handföng eru stillanleg. Það kom jafnvel til greina að Buelinn yrði valinn sporthjól ársins. En ekki var hægt að fá lánshjól frá helstu keppinautunum t.d. eins og Ducati með 1199 Panigale eða KTM RC8R hjólin. En hérna er á ferðinni alvöru sporthjól frá USA.

Buell

Stolið og stílfært af netinu

Óli bruni

Read 2640 times Last modified on Friday, 19 September 2014 19:20